Lotus á toppnum eftir fyrstu æfingar Birgir Þór Harðarson skrifar 8. febrúar 2013 17:25 Raikkönen var fljótur í Lotus-bílnum í dag. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen, ökuþór Lotus-liðsins í Formúlu 1, varð fljótastur á æfingum dagsins í Jerez í dag. Þetta var síðasti æfingadagurinn í Jerez af fjórum. Tími Raikkönen var örlítið betri en tími Jules Bianchi á Force India-bíl en sá hafði vermt efsta sæti listans nánast allan daginn. Bianchi var talinn vera líklegur kandídat í annað keppnissæti liðsins en Force India hefur aðeins tryggt sér starfskrafta Paul di Resta fyrir keppnistímabilið 2013. Sebastian Vettel ók Red Bull-bíl sínum 0,4 sekúndum hægar en Raikkönen um Jerez-brautina og varð þriðji. Lewis Hamilton ók Mercedes-bílnum í dag og fékk eitthvað fyrir sinn snúð í fyrsta sinn því bíllinn bilaði ekki eins og síðast. Hamilton varð sjötti í röðinni. Annars var æfingin hljóðlát og gekk vel fyrir sig. Liðin einbeittu sér að lengri vegalengdum og nýliðarnir fengu tækifæri til að átta sig á því hvernig Pirelli-dekkin virka. Barcelona er næsti áfangastaður á æfingadagatalinu í ár. Þar hefjast æfingar 19. febrúar og standa í fjóra daga. Bestu tímar dagsins PÖkuþórLiðTímiBil1RaikkonenLotus1:18,148 2BianchiForce India1:18,1750,0273VettelRed Bull1:18,5650,4174GutierrezSauber1:18,6690,5215VergneToro Rosso1:18,7600,6126HamiltonMercedes1:18,9050,7577PerezMcLaren1:18,9440,7968BottasWilliams1:19,8511,7039de la RosaFerrari1:20,3162,16810PicCaterham1:21,1052,95711RaziaMarussia1:21,2263,07812Di RestaForce India1:23,4355,287 Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Kimi Raikkönen, ökuþór Lotus-liðsins í Formúlu 1, varð fljótastur á æfingum dagsins í Jerez í dag. Þetta var síðasti æfingadagurinn í Jerez af fjórum. Tími Raikkönen var örlítið betri en tími Jules Bianchi á Force India-bíl en sá hafði vermt efsta sæti listans nánast allan daginn. Bianchi var talinn vera líklegur kandídat í annað keppnissæti liðsins en Force India hefur aðeins tryggt sér starfskrafta Paul di Resta fyrir keppnistímabilið 2013. Sebastian Vettel ók Red Bull-bíl sínum 0,4 sekúndum hægar en Raikkönen um Jerez-brautina og varð þriðji. Lewis Hamilton ók Mercedes-bílnum í dag og fékk eitthvað fyrir sinn snúð í fyrsta sinn því bíllinn bilaði ekki eins og síðast. Hamilton varð sjötti í röðinni. Annars var æfingin hljóðlát og gekk vel fyrir sig. Liðin einbeittu sér að lengri vegalengdum og nýliðarnir fengu tækifæri til að átta sig á því hvernig Pirelli-dekkin virka. Barcelona er næsti áfangastaður á æfingadagatalinu í ár. Þar hefjast æfingar 19. febrúar og standa í fjóra daga. Bestu tímar dagsins PÖkuþórLiðTímiBil1RaikkonenLotus1:18,148 2BianchiForce India1:18,1750,0273VettelRed Bull1:18,5650,4174GutierrezSauber1:18,6690,5215VergneToro Rosso1:18,7600,6126HamiltonMercedes1:18,9050,7577PerezMcLaren1:18,9440,7968BottasWilliams1:19,8511,7039de la RosaFerrari1:20,3162,16810PicCaterham1:21,1052,95711RaziaMarussia1:21,2263,07812Di RestaForce India1:23,4355,287
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira