Spá hnignun hjá Apple Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2013 10:37 Nordicphotos/AFP Tæknirisinn Apple mun á miðvikudag opinbera uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung 2012. Margir reikna með því að í fyrsta skipti í níu ár hafi Apple ekki aukið hagnað sinn á milli fjórðunga. Hlutabréf í Apple, verðmætasta fyrirtæki heims, hafa fallið um 20 prósent undanfarna þrjá mánuði eða frá síðasta uppgjöri. Stakur hlutur í fyrirtækinu var í september metinn á 705 dollara, þegar fyrirtækið kynnti iPhone 5 til sögunnar, en stóð á föstudag í 500 dollurum. Hluturinn hefur því lækkað um 29 prósent síðan í september. Ein ástæða þess að verðmæti hlutabréfa í Apple hafa lækkað er talin vera ákvörðun Apple að veita í fyrstu ekki aðgang að Google Maps leitarvélinni í símum sínum. Apple kynnti sína eigin útgáfu leitarvélar til sögunnar sem naut ekki jafnmikilla vinsælda. Ein könnun leiddi í ljós að notendur voru þrisvar sinnum líklegri til þess að villast en með notkun Google Maps að því er greint er frá á vef Guardian.Fólk bíður í röð eftir að geta fest kaup á Iphone 5.Nordicphotos/GettyÞrátt fyrir allt er talið að Apple hafi selt nálægt 50 milljón iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi auk þess sem mikil sala hefur verið á á iPad og iPad Mini tölvunum. Töluverðrar spennu gætir fyrir uppgjörið á miðvikudag. Telja sumir að Apple muni halda uppteknum hætti á svipaðan hátt og General Motors og IBM gerðu á blómaskeiði sínu. Þá telja gagnrýnendur fyrirtækisins að Apple sé ofmetinn símaframleiðandi sem komist fljótlega í tengsl við raunveruleikann á nýjan leik.Umfjöllun Guardian um Apple má lesa hér. Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tæknirisinn Apple mun á miðvikudag opinbera uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung 2012. Margir reikna með því að í fyrsta skipti í níu ár hafi Apple ekki aukið hagnað sinn á milli fjórðunga. Hlutabréf í Apple, verðmætasta fyrirtæki heims, hafa fallið um 20 prósent undanfarna þrjá mánuði eða frá síðasta uppgjöri. Stakur hlutur í fyrirtækinu var í september metinn á 705 dollara, þegar fyrirtækið kynnti iPhone 5 til sögunnar, en stóð á föstudag í 500 dollurum. Hluturinn hefur því lækkað um 29 prósent síðan í september. Ein ástæða þess að verðmæti hlutabréfa í Apple hafa lækkað er talin vera ákvörðun Apple að veita í fyrstu ekki aðgang að Google Maps leitarvélinni í símum sínum. Apple kynnti sína eigin útgáfu leitarvélar til sögunnar sem naut ekki jafnmikilla vinsælda. Ein könnun leiddi í ljós að notendur voru þrisvar sinnum líklegri til þess að villast en með notkun Google Maps að því er greint er frá á vef Guardian.Fólk bíður í röð eftir að geta fest kaup á Iphone 5.Nordicphotos/GettyÞrátt fyrir allt er talið að Apple hafi selt nálægt 50 milljón iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi auk þess sem mikil sala hefur verið á á iPad og iPad Mini tölvunum. Töluverðrar spennu gætir fyrir uppgjörið á miðvikudag. Telja sumir að Apple muni halda uppteknum hætti á svipaðan hátt og General Motors og IBM gerðu á blómaskeiði sínu. Þá telja gagnrýnendur fyrirtækisins að Apple sé ofmetinn símaframleiðandi sem komist fljótlega í tengsl við raunveruleikann á nýjan leik.Umfjöllun Guardian um Apple má lesa hér.
Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira