Endurgerð Á annan veg sló í gegn á Sundance Boði Logason skrifar 22. janúar 2013 23:00 Framleiðendurnir á Sundance-hátíðinni „Þetta var mjög skemmtilegt og við vorum allir mjög sáttir með útkomuna," segir Sindri Páll Kjartansson, einn af framleiðendum íslensku bíómyndarinnar Á annan veg. Myndin var endurgerð á síðasta ári í Bandaríkjunum og var hún svo frumsýnd um helgina á kvikmyndhátíðinni Sundance. Þar fékk hún góðar undirtektir og voru viðstaddir mjög ánægðir með útkomuna. Í Bandaríkjunum ber myndin nafnið Prince Avalanche, og er leikstjóri hennar David Grodon Green, sem gerði meðal annars myndina Pineapple Express. Leikarinn Paul Rudd fer með aðalhlutverkið í myndinni, en hann er hvað þekktustur fyrir hlutverk sitt í I Love You Man, Role Models og The 40 year old virgin. Sindri fór á Sundance í Utah í Bandaríkjunum ásamt Davíð Ólafssyni, Árna Filippussyni og Tobias Munthe, en þeir fjórir eru framleiðendur upprunalegu myndarinnar, Á annan veg. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, var einnig með í för. Hann segir að ferðin á hátíðina hafi verið mikil skemmtun en enginn af þeim hafði séð endurgerðina áður. „Það var mjög súrealískt að horfa á myndina, við þekkjum hana allir svo vel. En þeir fóru ekkert svo langt frá upprunalegu myndinni," segir hann. „Það var svolítið skrítið að sjá myndina okkar með öllum þessum stórstjörnum." Eftir sýninguna fóru strákarnir í gleðskap með leikstjóranum og leikurnum, sem voru spenntir að vita hvernig Íslendingunum fannst myndin. „Paul Rudd sagðist hafa verið mjög stressaður yfir því hvað okkur myndi finnast og sagðist vera mjög feginn að hafa ekki vitað fyrirfram að við værum í salnum. En við vorum mjög ánægðir með þetta og þeir líka." Sindri segir að líklegt sé að Prince Avalance verði sýnd hér á landi á árinu. „Það er ekki alveg komið á hreint, en mér finnst það mjög líklegt," segir hann að lokum. Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta var mjög skemmtilegt og við vorum allir mjög sáttir með útkomuna," segir Sindri Páll Kjartansson, einn af framleiðendum íslensku bíómyndarinnar Á annan veg. Myndin var endurgerð á síðasta ári í Bandaríkjunum og var hún svo frumsýnd um helgina á kvikmyndhátíðinni Sundance. Þar fékk hún góðar undirtektir og voru viðstaddir mjög ánægðir með útkomuna. Í Bandaríkjunum ber myndin nafnið Prince Avalanche, og er leikstjóri hennar David Grodon Green, sem gerði meðal annars myndina Pineapple Express. Leikarinn Paul Rudd fer með aðalhlutverkið í myndinni, en hann er hvað þekktustur fyrir hlutverk sitt í I Love You Man, Role Models og The 40 year old virgin. Sindri fór á Sundance í Utah í Bandaríkjunum ásamt Davíð Ólafssyni, Árna Filippussyni og Tobias Munthe, en þeir fjórir eru framleiðendur upprunalegu myndarinnar, Á annan veg. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, var einnig með í för. Hann segir að ferðin á hátíðina hafi verið mikil skemmtun en enginn af þeim hafði séð endurgerðina áður. „Það var mjög súrealískt að horfa á myndina, við þekkjum hana allir svo vel. En þeir fóru ekkert svo langt frá upprunalegu myndinni," segir hann. „Það var svolítið skrítið að sjá myndina okkar með öllum þessum stórstjörnum." Eftir sýninguna fóru strákarnir í gleðskap með leikstjóranum og leikurnum, sem voru spenntir að vita hvernig Íslendingunum fannst myndin. „Paul Rudd sagðist hafa verið mjög stressaður yfir því hvað okkur myndi finnast og sagðist vera mjög feginn að hafa ekki vitað fyrirfram að við værum í salnum. En við vorum mjög ánægðir með þetta og þeir líka." Sindri segir að líklegt sé að Prince Avalance verði sýnd hér á landi á árinu. „Það er ekki alveg komið á hreint, en mér finnst það mjög líklegt," segir hann að lokum.
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira