Heimir Örn: Dómarar verða að fatta mannleg samskipti Guðmundur Marinó Ingvarsson í Strandgötu skrifar 26. janúar 2013 18:27 Heimir Örn Árnason Mynd/Daníel „Það var haustbragur á þessu þó það eigi ekki að vera í lok janúar. Við vorum lengi í gang og þungir og við þurfum að drífa okkur að létta á okkur. Það er vika í alvöru leik heima," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir 24-28 tap á móti FH í undanúrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Strandgötu í dag. „FH-ingar voru skynsamari á boltann en við. Við vorum að skjóta í lélegum færum. Gæðastuðullinn á þessum leik var ekki hár, allstaðar á vellinum," sagði Heimir en Geir Guðmundsson átti þó prýðisgóðan leik fyrir Akureyri. „Það var 6-1 fyrir þá í vítadómum. Það var gjörsamlega út úr kortinu. Þetta voru nýliðamistök hjá þeim. Þeir eiga að dæma í deildinni eftir áramót þessir og þetta var fín æfing fyrir þá. Þeir koma sterkir inn. „Dómarar verða aðeins að fatta mannleg samskipti. Þó menn öskri aðeins á háu tónunum þá ætla menn ekki að drepa þá. Það þýðir ekki að gefa rautt spjald og fjórar fyrir eitthvað smá. Þá er nú félagi minn Einar Jónsson (innskot blm. þjálfari Fram) alltaf að fá rautt. Þetta er bíó ef ég fæ rautt fyrir eitt atvik og svo öskra Aron og Einar í 60 mínútur í leiknum á undan. Þeir þurfa að ræða það á dómaraþinginu hvernig þeir ætla að gera þetta þegar deildin fer af stað aftur," sagði Heimir allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í stöðunni 24-22 þegar hann var dæmdur brotlegur eftir að Akureyri hafði unnið boltann í vörninni. „Þetta var mikilvægt augnablik í leiknum og mér fannst rosalegt að dæma á mig þegar ég er fimm metra frá boltanum og við með boltann í höndunum. Við Ási (Ásbjörn Friðriksson) vorum eitthvað að kljást. „Svo verð ég aðeins að skjóta á HSÍ. Ég skil ekki þetta laugardags, sunnudags fyrirkomulag. Ég er búinn að mæta hérna síðustu fimm ári held ég, föstudag og laugardag. Það hefur verið svona föstudags stemning, fullt hús og mjög gaman að spila. 600 manns í húsinu og ég átta mig ekki á að færa þetta á laugardag og sunnudag og klukkan 2 á sunnudegi. Það eru allir í vöfflum heima og enginn að mæta á handboltaleik. „Það er úrslitaleikur á HM á morgun og við erum að fljúga heim á sama tíma. Ég skil ekki svona. Liðin eru aldrei spurð hvað þeim finnst betra. Það hefur verið fullt hús síðustu ár og frábært mót en hvað er hérna núna, 150 manns í húsinu. Mér finnst menn á 70% hraða. Ég er ekki ánægður með þetta. Kannski er það af því að ég tapaði, ég veit það ekki en þetta er satt. Þetta er búið að vera gott á föstudegi og laugardegi. „Svo á eftir að koma í ljós með þessa bikarúrslitahelgi. Við erum ekki alveg Þjóðverjar á sunnudegi með pulsu og bjór tvo tíma fyrir leik er það nokkuð. Ég skil ekki þetta sunnudagsdæmi. Spila á laugardegi klukkan 4 með fullt hús en ég er ekki í stjórn HSÍ," sagði Heimir að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ Sjá meira
„Það var haustbragur á þessu þó það eigi ekki að vera í lok janúar. Við vorum lengi í gang og þungir og við þurfum að drífa okkur að létta á okkur. Það er vika í alvöru leik heima," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir 24-28 tap á móti FH í undanúrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Strandgötu í dag. „FH-ingar voru skynsamari á boltann en við. Við vorum að skjóta í lélegum færum. Gæðastuðullinn á þessum leik var ekki hár, allstaðar á vellinum," sagði Heimir en Geir Guðmundsson átti þó prýðisgóðan leik fyrir Akureyri. „Það var 6-1 fyrir þá í vítadómum. Það var gjörsamlega út úr kortinu. Þetta voru nýliðamistök hjá þeim. Þeir eiga að dæma í deildinni eftir áramót þessir og þetta var fín æfing fyrir þá. Þeir koma sterkir inn. „Dómarar verða aðeins að fatta mannleg samskipti. Þó menn öskri aðeins á háu tónunum þá ætla menn ekki að drepa þá. Það þýðir ekki að gefa rautt spjald og fjórar fyrir eitthvað smá. Þá er nú félagi minn Einar Jónsson (innskot blm. þjálfari Fram) alltaf að fá rautt. Þetta er bíó ef ég fæ rautt fyrir eitt atvik og svo öskra Aron og Einar í 60 mínútur í leiknum á undan. Þeir þurfa að ræða það á dómaraþinginu hvernig þeir ætla að gera þetta þegar deildin fer af stað aftur," sagði Heimir allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í stöðunni 24-22 þegar hann var dæmdur brotlegur eftir að Akureyri hafði unnið boltann í vörninni. „Þetta var mikilvægt augnablik í leiknum og mér fannst rosalegt að dæma á mig þegar ég er fimm metra frá boltanum og við með boltann í höndunum. Við Ási (Ásbjörn Friðriksson) vorum eitthvað að kljást. „Svo verð ég aðeins að skjóta á HSÍ. Ég skil ekki þetta laugardags, sunnudags fyrirkomulag. Ég er búinn að mæta hérna síðustu fimm ári held ég, föstudag og laugardag. Það hefur verið svona föstudags stemning, fullt hús og mjög gaman að spila. 600 manns í húsinu og ég átta mig ekki á að færa þetta á laugardag og sunnudag og klukkan 2 á sunnudegi. Það eru allir í vöfflum heima og enginn að mæta á handboltaleik. „Það er úrslitaleikur á HM á morgun og við erum að fljúga heim á sama tíma. Ég skil ekki svona. Liðin eru aldrei spurð hvað þeim finnst betra. Það hefur verið fullt hús síðustu ár og frábært mót en hvað er hérna núna, 150 manns í húsinu. Mér finnst menn á 70% hraða. Ég er ekki ánægður með þetta. Kannski er það af því að ég tapaði, ég veit það ekki en þetta er satt. Þetta er búið að vera gott á föstudegi og laugardegi. „Svo á eftir að koma í ljós með þessa bikarúrslitahelgi. Við erum ekki alveg Þjóðverjar á sunnudegi með pulsu og bjór tvo tíma fyrir leik er það nokkuð. Ég skil ekki þetta sunnudagsdæmi. Spila á laugardegi klukkan 4 með fullt hús en ég er ekki í stjórn HSÍ," sagði Heimir að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ Sjá meira