Gífurleg aukning á hvítlaukssmygli frá Kína til ESB 12. janúar 2013 10:45 Gífurleg aukning hefur orðið á smygli á hvítlauk inn á markaði Evrópusambandsins. Smyglið fer yfirleitt fram í gegnum Noreg eða Bretland. Hvítlaukur þessi kemur allur frá Kína og smyglið á honum er tilkomið vegna hárra innflutningstolla á honum í Evrópusambandinu. Tollum þessum var komið á til að verja hvítlauksræktun í löndum sambandsins. Í umfjöllun um málið á vefsíðu BBC segir að sænska lögreglan hafi nýlega gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur tveimur Bretum. Þeir eru grunaðir um að hafa smyglað hvítlauk að andvirði 10 milljóna evra eða 1,7 milljarða króna frá Kína í gegnum Noreg og til Svíþjóðar. Frá Svíþjóð var þessum hvítlauk síðan smyglað til annarra landa innan Evrópusambandsins. Fram kemur á BBC að í síðasta mánuði hafi Breti verið dæmdur í sex ára fangelsi í London fyrir smygl á hvítlauk frá Kína til Bretlands. Í mars í fyrra var stærsti hvítlauksinnflytjandi á Írlandi einnig dæmdur í sex ára fangelsi af sömu sökum. Sá smyglaði 1.000 tonnum af hvitlauk sem var skráður sem epli á innflutningsskýrslum. Kína framleiðir hátt í 19 milljónir tonna af hvítlauk árlega eða um 80% af heimsframleiðslunni. Mest lesið Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gífurleg aukning hefur orðið á smygli á hvítlauk inn á markaði Evrópusambandsins. Smyglið fer yfirleitt fram í gegnum Noreg eða Bretland. Hvítlaukur þessi kemur allur frá Kína og smyglið á honum er tilkomið vegna hárra innflutningstolla á honum í Evrópusambandinu. Tollum þessum var komið á til að verja hvítlauksræktun í löndum sambandsins. Í umfjöllun um málið á vefsíðu BBC segir að sænska lögreglan hafi nýlega gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur tveimur Bretum. Þeir eru grunaðir um að hafa smyglað hvítlauk að andvirði 10 milljóna evra eða 1,7 milljarða króna frá Kína í gegnum Noreg og til Svíþjóðar. Frá Svíþjóð var þessum hvítlauk síðan smyglað til annarra landa innan Evrópusambandsins. Fram kemur á BBC að í síðasta mánuði hafi Breti verið dæmdur í sex ára fangelsi í London fyrir smygl á hvítlauk frá Kína til Bretlands. Í mars í fyrra var stærsti hvítlauksinnflytjandi á Írlandi einnig dæmdur í sex ára fangelsi af sömu sökum. Sá smyglaði 1.000 tonnum af hvitlauk sem var skráður sem epli á innflutningsskýrslum. Kína framleiðir hátt í 19 milljónir tonna af hvítlauk árlega eða um 80% af heimsframleiðslunni.
Mest lesið Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent