Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaðurinn í fyrri umferð Dominosdeildar karla en Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, var við sama tilefni kosinn besti þjálfarinn.
Jón Ólafur var með 22,1 stig og 9,1 frákast að meðaltali í leik í leikjunum 11 og Snæfellsliðið vann átta þeirra. Jón Ólafur nýtti yfir 60 prósent þriggja stiga skota sinna í fyrri umferðinni.
Benedikt stýrði Þórsliðinu til sigurs í 8 af 11 leikjum í fyrri umferðinni og Þórsarar voru á toppnum yfir jólahátíðina í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Justin Shouse í Stjörnunni, Samuel Zeglinski í Grindavík,
Darrel Lewis í Keflavík og Marvin Valdimarsson úr Stjörnunni voru valdir í úrvalsliðið ásamt Jóni Ólafi.
Sigmar Egilsson í Skallagrími var kosinn dugnaðarforkurinn og Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn í Domino's deild karla og kvenna.
Jón Ólafur valinn bestur í fyrri umferðinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn