De la Rosa ráðinn til Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 16. janúar 2013 16:00 De la Rosa reynsluekur Ferrari-bílum í ár. nordicphotos/afp Spænski ökuþórinn Pedro de la Rosa hefur verið ráðinn tilraunaökuþór Ferrari-liðsins í ár. Hjá Ferrari eru fyrir tveir Spánverjar, þeir Fernando Alonso og Marc Gene. „Við verðum að gera ráð fyrir að upp komi vandamál og einbeita okkur í tölvuherminum," sagði Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari-liðsins. Ferrari-liðið segist vera í góðum málum í smíði bílsins sem verður notaður 2013 og ætla ekki að láta þá vinnu fara forgörðum. Pedro de la Rosa hefur ekið í 104 Formúlu 1-kappökstrum á ferlinum. Hann ók fyrir HRT á síðasta keppnistímabili en liðið fór í þrot í vetur og verður ekki með á næsta ári. De la Rosa er jafnframt mikilsmetinn tilraunaökuþór og hefur starfað sem slíkur lungað af ferlinum. „Ég vona að ég geti hafist handa sem fyrst og hjálpað til við að gera bílinn betri," sagði de la Rosa við fjölmiðla þegar hann var kynntur til leiks. „Ég er ánægður með að geta liðsinnt Alonso aftur og hlakka til að vinna með Felipe Massa." „Það er stutt þar til ljósin slokkna í Ástralíu og það er enn mikið eftir að gera. Ég get núna hjálpað til." Starf de la Rosa mun að öllum líkindum reynast gríðarlega mikilvægt því nýlega spáði Domenicali því að flest stærstu liðin myndu hefjast handa við að hanna og þróa 2014-bílana um mitt sumar. Miklar reglubreytingar ganga í gildi á næsta ári og því mikilvægt að ná forskoti snemma. Ferrari ætlar í titilslagDomenicali vill ekki afskrifa neinn í titilbaráttunni og segir óvænta hluti vel geta skeð.nordicphotos/afpFerrari-liðið ætlar sér heimsmeistaratitilinn í ár og er tilbúið að há baráttu við hvaða lið sem er, segir Domenicali. Ferrari segir að Red Bull-menn verði ekki endilega þeirra helstu keppinautar þó McLaren- og Mercedes-liðin takist á við ögrandi verkefni innbyrðis. Lewis Hamilton yfirgaf McLaren í vetur og ekur fyrir Mercedes á næsta ári og McLaren-liðið réð til sín hinn unga Sergio Perez. Red Bull-bílunum aka, sem fyrr, Sebastian Vettel og Mark Webber. „Samkvæmt öllum pappírum er rétt að segja að Red Bull verði sterkasti andstæðingurinn," sagði Domenicali. „En eins og venjulega verðum við að fara mjög varlega í þessum fræðum. Ég legg áherslu á að keppinautar okkar verða að öllum líkindum jafn margir og þeir voru í fyrra. Óvæntir hlutir geta samt gerst á hverju ári." „Ég vil því ekki afskrifa neinn í titilbaráttunni og ég óttast alla." Domenicali segir nýja Ferrari-bílinn vera byggðan á grunni bílsins í fyrra og að mikil áhersla hafi verið lögð á hönnun pústkerfisins. „Reglurnar gera okkur ekki kleift að gera miklar breytingar á útliti bílsins," sagði hann. Því sé lögð áhersla á tæknilegar útfærslur vélkerfisins. Pústkerfið sé upplagt til að finna árangursríkar lausnir. Formúla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Spænski ökuþórinn Pedro de la Rosa hefur verið ráðinn tilraunaökuþór Ferrari-liðsins í ár. Hjá Ferrari eru fyrir tveir Spánverjar, þeir Fernando Alonso og Marc Gene. „Við verðum að gera ráð fyrir að upp komi vandamál og einbeita okkur í tölvuherminum," sagði Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari-liðsins. Ferrari-liðið segist vera í góðum málum í smíði bílsins sem verður notaður 2013 og ætla ekki að láta þá vinnu fara forgörðum. Pedro de la Rosa hefur ekið í 104 Formúlu 1-kappökstrum á ferlinum. Hann ók fyrir HRT á síðasta keppnistímabili en liðið fór í þrot í vetur og verður ekki með á næsta ári. De la Rosa er jafnframt mikilsmetinn tilraunaökuþór og hefur starfað sem slíkur lungað af ferlinum. „Ég vona að ég geti hafist handa sem fyrst og hjálpað til við að gera bílinn betri," sagði de la Rosa við fjölmiðla þegar hann var kynntur til leiks. „Ég er ánægður með að geta liðsinnt Alonso aftur og hlakka til að vinna með Felipe Massa." „Það er stutt þar til ljósin slokkna í Ástralíu og það er enn mikið eftir að gera. Ég get núna hjálpað til." Starf de la Rosa mun að öllum líkindum reynast gríðarlega mikilvægt því nýlega spáði Domenicali því að flest stærstu liðin myndu hefjast handa við að hanna og þróa 2014-bílana um mitt sumar. Miklar reglubreytingar ganga í gildi á næsta ári og því mikilvægt að ná forskoti snemma. Ferrari ætlar í titilslagDomenicali vill ekki afskrifa neinn í titilbaráttunni og segir óvænta hluti vel geta skeð.nordicphotos/afpFerrari-liðið ætlar sér heimsmeistaratitilinn í ár og er tilbúið að há baráttu við hvaða lið sem er, segir Domenicali. Ferrari segir að Red Bull-menn verði ekki endilega þeirra helstu keppinautar þó McLaren- og Mercedes-liðin takist á við ögrandi verkefni innbyrðis. Lewis Hamilton yfirgaf McLaren í vetur og ekur fyrir Mercedes á næsta ári og McLaren-liðið réð til sín hinn unga Sergio Perez. Red Bull-bílunum aka, sem fyrr, Sebastian Vettel og Mark Webber. „Samkvæmt öllum pappírum er rétt að segja að Red Bull verði sterkasti andstæðingurinn," sagði Domenicali. „En eins og venjulega verðum við að fara mjög varlega í þessum fræðum. Ég legg áherslu á að keppinautar okkar verða að öllum líkindum jafn margir og þeir voru í fyrra. Óvæntir hlutir geta samt gerst á hverju ári." „Ég vil því ekki afskrifa neinn í titilbaráttunni og ég óttast alla." Domenicali segir nýja Ferrari-bílinn vera byggðan á grunni bílsins í fyrra og að mikil áhersla hafi verið lögð á hönnun pústkerfisins. „Reglurnar gera okkur ekki kleift að gera miklar breytingar á útliti bílsins," sagði hann. Því sé lögð áhersla á tæknilegar útfærslur vélkerfisins. Pústkerfið sé upplagt til að finna árangursríkar lausnir.
Formúla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira