Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært fyrrum bankastjóra Amagerbankans og alla yfirstjórn bankans, alls 11 manns, til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar þar í landi.
Málið snýst um spákaupmennsku með svissneska franka á árunum 2009 og 2010. Þessi viðskipti voru síðan m.a. þess valdandi að Amagerbankinn varð gjaldþrota árið 2011 sem kostaði danska skattgreiðendur milljarða danskra króna.
Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir meðal annars að Amagerbankinn horfði fram á mikið tap af óvarlegum lánum til þriggja manna sem stunduðu umfangsmikil fasteignaviðskipti í Danmörku fyrir hrunið 2008.
Til að reyna að lágmarka tapið ákvað stjórn bankans að veita þessum einstaklingum lánalínu upp á einn og hálfan milljarð danskra króna eða nærri 35 milljarða króna. Lánin voru notuð til að braska með svissneska franka á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum.
Fram kemur í fréttinni að lánalína þessi var framlengd ítrekað þrátt fyrir að löngu væri ljóst að bankinn myndi tapa æ hærri fjárhæðum á henni. Í lokin nam tap bankans af þessu braski um 400 milljónum danskra króna eða hátt í 9 milljörðum króna.
Fjármálaeftirlit Dana kærir alla yfirstjórn Amagerbankans

Mest lesið

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni
Atvinnulíf

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Stefán endurkjörinn formaður
Viðskipti innlent


Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent