Forstjóri Rio Tinto hættir Magnús Halldórsson skrifar 17. janúar 2013 08:37 Tom Albanese, forstjóri Rio Tinto, sést hér veita íslenskum blaðamönnum viðtal er hann kom hingað til lands í desember 2010. Forstjóri Rio Tinto, á heimsvísu, Tom Albanese, hefur sagt upp störfum, en ástæðan er sögð vera gríðarlega mikið tap á fjárfestingum Rio Tinto í kola- og áliðnaði í Mósambik, ásamt tapi af yfirtöku á Alcan. Rio Tinto rekur m.a. álverið í Straumsvík undir merkjum Rio Tinto Alcan. Fyrrnefnt tap er sagt vera um 14 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 1.820 milljörðum króna, og verður fjárhæðin afskrifuð úr reikningum félagsins. Tapið er einnig rakið til yfirtökunnar á Alcan árið 2007, en hún kostaði fyrirtækið 38 milljarða dala, eða sem nemur tæplega 5.000 milljörðum króna, og hefur það reynst vera alltof hátt verð. Á síðasta ári afskrifaði félagið 8,9 milljarða dala vegna fjárfestinga í áliðnaði, eða sem nemur ríflega 1.100 milljörðum króna. Frá þessu greindi Reuters-fréttaveitan í morgun. Eftirmaður Albanese verður Sam Walsh, sem stýrt hefur járngrýtisvinnslu Rio Tinto um árabil, en samstarfsmaður Albanese, Doug Ritchie, sem stýrði fjárfestingum Rio Tinto í Mósambik, hefur einnig hætt störfum fyrir Rio Tinto. Tom Albanese hefur m.a. komið hingað til lands, og veitt viðtöl, er hann var að heimsækja starfsemi Rio Tinto í Straumsvík. Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forstjóri Rio Tinto, á heimsvísu, Tom Albanese, hefur sagt upp störfum, en ástæðan er sögð vera gríðarlega mikið tap á fjárfestingum Rio Tinto í kola- og áliðnaði í Mósambik, ásamt tapi af yfirtöku á Alcan. Rio Tinto rekur m.a. álverið í Straumsvík undir merkjum Rio Tinto Alcan. Fyrrnefnt tap er sagt vera um 14 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 1.820 milljörðum króna, og verður fjárhæðin afskrifuð úr reikningum félagsins. Tapið er einnig rakið til yfirtökunnar á Alcan árið 2007, en hún kostaði fyrirtækið 38 milljarða dala, eða sem nemur tæplega 5.000 milljörðum króna, og hefur það reynst vera alltof hátt verð. Á síðasta ári afskrifaði félagið 8,9 milljarða dala vegna fjárfestinga í áliðnaði, eða sem nemur ríflega 1.100 milljörðum króna. Frá þessu greindi Reuters-fréttaveitan í morgun. Eftirmaður Albanese verður Sam Walsh, sem stýrt hefur járngrýtisvinnslu Rio Tinto um árabil, en samstarfsmaður Albanese, Doug Ritchie, sem stýrði fjárfestingum Rio Tinto í Mósambik, hefur einnig hætt störfum fyrir Rio Tinto. Tom Albanese hefur m.a. komið hingað til lands, og veitt viðtöl, er hann var að heimsækja starfsemi Rio Tinto í Straumsvík.
Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent