Stjórnendur Facebook staðfestu í dag að notendur samskiptasíðunnar í Bandaríkjunum geti brátt hringt í tengiliði sína í gegnum snjallsíma, sér að kostnaðarlausu.
Undirbúningur fyrir verkefnið hefur staðið yfir í Kanada síðustu vikur og hefur það að sögn stjórnenda heppnast afar vel.
Hingað til hefur Facebook boðið upp á svipaða þjónustu í gegnum samstarf sitt við fjarskiptahugbúnaðinn Skype en þessi nýjung samskiptasíðunnar byggir á sömu tækni, eða VoIP-þjónustu.
Með innleiðingu VoIP (Voice over IP) hefur Facebook nú gengið í raðir stærstu fjarskiptafyrirtækja veraldar enda eru notendur síðunnar hátt í milljarður talsins.
Aðeins verður hægt að nota þjónustuna í gegnum smáforrit Facebook.
Nú er hægt að hringja í gegnum Facebook

Mest lesið


Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa
Atvinnulíf

Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


X-ið hans Musk virðist liggja niðri
Viðskipti erlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump
Viðskipti erlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent