Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 107 - 103 Kristinn Páll Teitsson í Toyota-höllinni skrifar 17. janúar 2013 18:45 Mynd/Valli Keflvíkingar unnu í kvöld sigur í háspennuleik gegn Stjörnunni í Dominos deild karla. Leikurinn var jafn og spennandi allt fram að lokasekúndum leiksins þegar lokatilraun gestanna geigaði og tryggði Keflvíkingum sigurinn. Bæði liðin hafa unnið fyrstu leiki sína á þessu ári. Fyrir leikinn sátu Keflvíkingar í 6. sæti, fjórum stigum frá efstu fjóru liðunum og með sigri gátu þeir saxað á tvö lið í ljósi viðureignar Snæfells og Grindavíkur. Stjörnuliðið sat í 4. sæti fyrir leiki kvöldsins, jafnir efstu liðunum að stigum. Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur og spiluðu flotta vörn fyrstu mínúturnar og höfðu yfirhöndina fyrstu mínúturnar. Fljótlega tóku leikmenn Stjörnunnar hinsvegar við sér og náðu forskotinu sem þeir juku sífellt eftir því sem leið á leikhlutann. Góður sprettur Stjörnunnar gaf þeim 7 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta í stöðunni 25-18. Það sama var upp á teningunum fyrstu mínútur annars leikhluta og náðu leikmenn Stjörnunnar mest 12 marka forskoti í stöðunni 28-40. Þá tók Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflvíkinga leikhlé og endurskipulagði leik sinna manna. Allt annað var að sjá til Keflavíkurliðsins eftir leikhléið, vörnin varð mun virkari og náðu þeir að minnka forskotið niður í 2 stig rétt fyrir lok hálfleiksins í stöðunni 47-49. Liðin skiptust á forskotinu í þriðja leikhluta, bæði liðin náðu litlum forskotum en náðu aldrei að byggja ofan á stutta spretti. Magnús Gunnarsson tryggði hinsvegar eins stigs forskot Keflvíkinga með þrist rétt fyrir lok leikhlutans og fóru Keflvíkingar með eins stigs forskot inn í fjórða leikhluta, 79-78. Stemmingin í fjórða leikhluta var rafmögnuð og mátti halda að úrslitakeppnin væri komin um tíma. Liðin skiptust á forskotinu og mátti sjá að þessi leikur skipti þá gríðarlegu máli. Keflvíkingar náðu forskotinu þegar tæplega mínúta var eftir og náðu að halda í það þrátt fyrir að leikmenn Stjörnunar hafi fengið ágætis færi og unnu að lokum fjögurra stiga sigur, 107-103. Michael Crain átti stórleik í lið Keflavíkur með 29 stig/17 fráköst og bætti Billy Baptist við tvöfaldri tvennu með 25 stig/12 fráköst. Í liði Stjörnunnar var Marvin Valdimarsson með 25 stig og auk þess sem Brian Mills átti góðann leik með 19 stigum ásamt því að taka 11 fráköst.Keflavík: Michael Craion 29/17 fráköst, Darrel Lewis 25, Billy Baptist 25/12 fráköst, Magnús Gunnarsson 17, Valur Valsson 8/10 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 3.Stjarnan: Marvin Valdimarsson 25, Jarrid Frye 24, Brian Mills 19/11 fráköst, Justin Shouse 17, Jovan Zdravevski 12, Dagur Jónsson 2, Daði Jónsson 2, Fannar Freyr Helgason 2.Leik lokið: Keflvíkingar ná að vinna gríðarlega mikilvægann sigur. 4. Leikhluti: Keflvíkingar halda þriggja stiga forskoti, bæði lið settu niður tvö víti. Aðeins fimm sekúndur eftir á klukkunni og hafa leikmenn Stjörnunnar ekki úr miklu að velja, næsta skot verður að vera þristur og hann verður að detta. 4. Leikhluti: Keflvíkingar komnir með þriggja stiga forskot, 104-101 þegar 13 sekúndur eru eftir á klukkunni. Leikmenn Stjörnunnar fengu flott tækifæri áðan til að ná forskotinu en náðu ekki skoti og þurftu að brjóta á leikmanni Keflavíkur sem setti niður bæði vítin. Fáum við framlengingu? 4. Leikhluti: Keflvíkingar komnir með forskotið, staðan er 102-101 og þeir eru með boltann þegar 52 sekúndur eru eftir á klukkunni.4. Leikhluti: 1.23 eftir á klukkuni þegar Keflavík tekur leikhlé. Munurinn er eitt stig en Keflvíkingar eru með boltann og hafaennþá nægan tíma. 4. Leikhluti: Jarrid Frye með rándýra körfu, leikur framhjá öllum Keflvíkingum og nær að rúlla boltanum inn þrátt fyrir að það sé brotið á honum. Fer á vítalínuna og það steinliggur. 99-96 fyrir Stjörnuna.4. Leikhluti: Gestirnir að jafna leikinn þegar 4. mínútur og 17 sekúndur eru eftir á klukkunni í stöðunni 94-94. Við gætum fengið æsispennandi lokamínútur hér í Keflavík. 4. Leikhluti: Keflvíkingar á flottu skriði, ná sjö stiga forskoti þegar rúmlega sjö mínútur eru eftir í stöðunni 89-82 fyrir Keflavík.3. Leikhluta lokið: Magnús Gunnarsson stelur forskotinu rétt fyrir lok þriðja leikhluta. Eftir að liðin höfðu skipst á forystunni út leikhlutann setti Magnús niður þrist og Keflvíkingar fara með 1 stigs forskot inn í fjórða leikhluta. Staðan er Keflavík 79 - 78 Stjarnan.3. Leikhluti: Allt annað að sjá til Keflavíkurliðsins miðað við spilamennsku liðsins á köflum í fyrri. Gestirnir halda þó forskotinu, staðan er 72-76 fyrir gestina.3. Leikhluti: Keflvíkingar byrja leikhlutann vel, ná stiga forskoti í stöðunni 58-54 en Justin Shouse setur niður þrist sem minnkar strax muninn.2. Leikhluta lokið: Góður sprettur hjá Keflvíkingum rétt fyrir lok hálfleiksins sem saxaði muninn niður í 2 stig. Keflavík 47 - 49 Stjarnan. 2. Leikhluti: Tvær mínútur eftir af öðrum leikhluta og munurinn enn sjö stig. Keflavík 40 - 47 Stjarnan. 2. Leikhluti: Billy Baptist vekur stuðningsmenn Keflavíkur til lífsins með hressilegri keyrslu inn að körfu og góðri troðslu. Stelur svo boltanum í næstu sókn, skorar og fær villuna í þokkabót. Keflavík 35 - 42 Stjarnan 2. Leikhluti: Annað leikhlé Keflavíkur, gestirnir eru smátt og smátt að auka forskotið og er staðan Keflavík 28-40 Stjarnan. 2. Leikhluti: Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflvíkinga kominn með þrjár villur þegar aðeins tvær mínútur eru búnar af öðrum leikhluta. Hann ætlar hinsvegar að spila áfram. Keflavík 25 - 32 Stjarnan.1. Leikhluta lokið: Stjarnan lýkur leikhlutanum á góðum kafla og nær 7 stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta. Keflavík 18 - 25 Stjarnan. 1. Leikhluti: Bekkurinn hjá Keflvíkingum ósáttur með körfu Stjörnunnar, vildu meina að boltinn hefði farið í skotklukkuna. 21-18 fyrir Stjörnuna.1. Leikhluti: Stjarnan með fínann sprett, ná að jafna metin í 8-8 og Keflvíkingar taka leikhlé.1. Leikhluti: Keflvíkingar byrja leikinn vel, ná 8-2 forskoti.Leikurinn hafinn!Fyrir leik: Þessi lið mættust í 8-liða úrslitum í fyrra þar sem gestirnir úr Garðabænum höfðu 2-1 sigur. Garðbæingar unnu einnig fyrsta leik liðanna á þessu tímabili örugglega með 18 stiga mun. Allir sigrarnir í þessum viðureignum komu frá heimaliðum og spurning hvort Keflvíkingar haldi því áfram eða hvort Stjörnumenn nái að snúa blaðinu við.Fyrir leik: Bæði lið áttu fulltrúa sem voru valdir í úrvalslið fyrri umferðar Dominosdeildarinnar, Justin Shouse í Stjörnunni og Darrel Lewis í Keflavík.Fyrir leik: Stjarnan er ásamt þremur öðrum liðum með 18 stig á toppi deildarinnar. Þeir sitja hinsvegar í fjórða sæti vegna innbyrðisviðureigna toppliðanna. Keflvíkingar sitja í 6. sæti, 4 stigum á eftir toppliðunum en geta brúað bilið í kvöld með sigri í kvöld.Fyrir leik: Velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar í Dominos deild karla. Sigurður: Styrkleikamerki að vinna þessa leiki„Þetta var mjög mikilvægur sigur, við höldum okkur í efri hlutanum með þessu. Hefðum við tapað væri áframhaldið erfitt," sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. „Við vorum að spila á móti frábæru liði, fyrir hver mistök refsa þeir svakalega. Þú verður að spila einbeittur í 40 mínútur gegn Stjörnunni." Keflvíkingar hafa unnið alla fjóra leikina á nýja árinu og söxuðu á bæði Snæfell og Stjörnuna með sigrinum. „Við erum að spila nokkuð vel núna og ekki veitir af. Það er fullt af góðum liðum í þessari deild og maður verður að vera á tánum og eiga toppleik í hverri umferð til að eiga möguleika á sigri," „Hver sigur eða tap getur fært mann um nokkur sæti og það er eitthvað sem fáir vilja lenda í. Deildin er gríðarlega jöfn og spennandi þetta árið." „Þessi sigur verður gott veganesti í næsta leik gegn KR en það er vika í hann og þetta hjálpar okkur ekkert þar." Leikurinn var spennandi allt fram á síðustu sekúndurnar og var stemmingin rafmögnuð í húsinu. „Það er styrkleikamerki að vinna svona leiki," sagði Sigurður að lokum. Teitur: Góður körfuboltaleikur„Það er alltaf svekkjandi að tapa. Þetta var hörkuleikur milli tveggja liða og leikurinn var mjög kaflaskiptur," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Þetta hafðist ekki hjá okkur í dag, við vorum í vandræðum varnarlega sérstaklega þar sem Craion var að fara illa með okkur." Sóknarleikur Stjörnunnar var góður í dag en varnarleikurinn var kaflaskiptur. „Við náum góðum kafla í fyrri hálfleik sem þeir ná þó að vinna upp rétt fyrir hálfleik. Bæði liðin spiluðu vel í kvöld og áttu flotta spretti en við þurfum að taka til í varnarleiknum okkar. Það er of mikið að fá á sig 107 stig. Við leyfðum þeim oft að rífa boltana úr höndunum á okkur." „Við erum að skora allskonar körfur, náðum mikið af lay-upum og Keflvíkingar voru að gera það sama í kvöld." „Mér fannst þetta góður körfuboltaleikur miðað við síðustu leiki sem ég hef séð. Þessi lið verða í toppbaráttunni í vetur," Þetta var fyrsti tapleikur Stjörnunnar á árinu og Teitur var viss um hvað þyrfti að laga fyrir næsta leik. „Við verðum að gera betur í varnarleiknum á fimmtudaginn. Næstu vikur verða mjög spennandi, við eigum hörku prógram framundan," sagði Teitur. Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
Keflvíkingar unnu í kvöld sigur í háspennuleik gegn Stjörnunni í Dominos deild karla. Leikurinn var jafn og spennandi allt fram að lokasekúndum leiksins þegar lokatilraun gestanna geigaði og tryggði Keflvíkingum sigurinn. Bæði liðin hafa unnið fyrstu leiki sína á þessu ári. Fyrir leikinn sátu Keflvíkingar í 6. sæti, fjórum stigum frá efstu fjóru liðunum og með sigri gátu þeir saxað á tvö lið í ljósi viðureignar Snæfells og Grindavíkur. Stjörnuliðið sat í 4. sæti fyrir leiki kvöldsins, jafnir efstu liðunum að stigum. Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur og spiluðu flotta vörn fyrstu mínúturnar og höfðu yfirhöndina fyrstu mínúturnar. Fljótlega tóku leikmenn Stjörnunnar hinsvegar við sér og náðu forskotinu sem þeir juku sífellt eftir því sem leið á leikhlutann. Góður sprettur Stjörnunnar gaf þeim 7 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta í stöðunni 25-18. Það sama var upp á teningunum fyrstu mínútur annars leikhluta og náðu leikmenn Stjörnunnar mest 12 marka forskoti í stöðunni 28-40. Þá tók Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflvíkinga leikhlé og endurskipulagði leik sinna manna. Allt annað var að sjá til Keflavíkurliðsins eftir leikhléið, vörnin varð mun virkari og náðu þeir að minnka forskotið niður í 2 stig rétt fyrir lok hálfleiksins í stöðunni 47-49. Liðin skiptust á forskotinu í þriðja leikhluta, bæði liðin náðu litlum forskotum en náðu aldrei að byggja ofan á stutta spretti. Magnús Gunnarsson tryggði hinsvegar eins stigs forskot Keflvíkinga með þrist rétt fyrir lok leikhlutans og fóru Keflvíkingar með eins stigs forskot inn í fjórða leikhluta, 79-78. Stemmingin í fjórða leikhluta var rafmögnuð og mátti halda að úrslitakeppnin væri komin um tíma. Liðin skiptust á forskotinu og mátti sjá að þessi leikur skipti þá gríðarlegu máli. Keflvíkingar náðu forskotinu þegar tæplega mínúta var eftir og náðu að halda í það þrátt fyrir að leikmenn Stjörnunar hafi fengið ágætis færi og unnu að lokum fjögurra stiga sigur, 107-103. Michael Crain átti stórleik í lið Keflavíkur með 29 stig/17 fráköst og bætti Billy Baptist við tvöfaldri tvennu með 25 stig/12 fráköst. Í liði Stjörnunnar var Marvin Valdimarsson með 25 stig og auk þess sem Brian Mills átti góðann leik með 19 stigum ásamt því að taka 11 fráköst.Keflavík: Michael Craion 29/17 fráköst, Darrel Lewis 25, Billy Baptist 25/12 fráköst, Magnús Gunnarsson 17, Valur Valsson 8/10 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 3.Stjarnan: Marvin Valdimarsson 25, Jarrid Frye 24, Brian Mills 19/11 fráköst, Justin Shouse 17, Jovan Zdravevski 12, Dagur Jónsson 2, Daði Jónsson 2, Fannar Freyr Helgason 2.Leik lokið: Keflvíkingar ná að vinna gríðarlega mikilvægann sigur. 4. Leikhluti: Keflvíkingar halda þriggja stiga forskoti, bæði lið settu niður tvö víti. Aðeins fimm sekúndur eftir á klukkunni og hafa leikmenn Stjörnunnar ekki úr miklu að velja, næsta skot verður að vera þristur og hann verður að detta. 4. Leikhluti: Keflvíkingar komnir með þriggja stiga forskot, 104-101 þegar 13 sekúndur eru eftir á klukkunni. Leikmenn Stjörnunnar fengu flott tækifæri áðan til að ná forskotinu en náðu ekki skoti og þurftu að brjóta á leikmanni Keflavíkur sem setti niður bæði vítin. Fáum við framlengingu? 4. Leikhluti: Keflvíkingar komnir með forskotið, staðan er 102-101 og þeir eru með boltann þegar 52 sekúndur eru eftir á klukkunni.4. Leikhluti: 1.23 eftir á klukkuni þegar Keflavík tekur leikhlé. Munurinn er eitt stig en Keflvíkingar eru með boltann og hafaennþá nægan tíma. 4. Leikhluti: Jarrid Frye með rándýra körfu, leikur framhjá öllum Keflvíkingum og nær að rúlla boltanum inn þrátt fyrir að það sé brotið á honum. Fer á vítalínuna og það steinliggur. 99-96 fyrir Stjörnuna.4. Leikhluti: Gestirnir að jafna leikinn þegar 4. mínútur og 17 sekúndur eru eftir á klukkunni í stöðunni 94-94. Við gætum fengið æsispennandi lokamínútur hér í Keflavík. 4. Leikhluti: Keflvíkingar á flottu skriði, ná sjö stiga forskoti þegar rúmlega sjö mínútur eru eftir í stöðunni 89-82 fyrir Keflavík.3. Leikhluta lokið: Magnús Gunnarsson stelur forskotinu rétt fyrir lok þriðja leikhluta. Eftir að liðin höfðu skipst á forystunni út leikhlutann setti Magnús niður þrist og Keflvíkingar fara með 1 stigs forskot inn í fjórða leikhluta. Staðan er Keflavík 79 - 78 Stjarnan.3. Leikhluti: Allt annað að sjá til Keflavíkurliðsins miðað við spilamennsku liðsins á köflum í fyrri. Gestirnir halda þó forskotinu, staðan er 72-76 fyrir gestina.3. Leikhluti: Keflvíkingar byrja leikhlutann vel, ná stiga forskoti í stöðunni 58-54 en Justin Shouse setur niður þrist sem minnkar strax muninn.2. Leikhluta lokið: Góður sprettur hjá Keflvíkingum rétt fyrir lok hálfleiksins sem saxaði muninn niður í 2 stig. Keflavík 47 - 49 Stjarnan. 2. Leikhluti: Tvær mínútur eftir af öðrum leikhluta og munurinn enn sjö stig. Keflavík 40 - 47 Stjarnan. 2. Leikhluti: Billy Baptist vekur stuðningsmenn Keflavíkur til lífsins með hressilegri keyrslu inn að körfu og góðri troðslu. Stelur svo boltanum í næstu sókn, skorar og fær villuna í þokkabót. Keflavík 35 - 42 Stjarnan 2. Leikhluti: Annað leikhlé Keflavíkur, gestirnir eru smátt og smátt að auka forskotið og er staðan Keflavík 28-40 Stjarnan. 2. Leikhluti: Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflvíkinga kominn með þrjár villur þegar aðeins tvær mínútur eru búnar af öðrum leikhluta. Hann ætlar hinsvegar að spila áfram. Keflavík 25 - 32 Stjarnan.1. Leikhluta lokið: Stjarnan lýkur leikhlutanum á góðum kafla og nær 7 stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta. Keflavík 18 - 25 Stjarnan. 1. Leikhluti: Bekkurinn hjá Keflvíkingum ósáttur með körfu Stjörnunnar, vildu meina að boltinn hefði farið í skotklukkuna. 21-18 fyrir Stjörnuna.1. Leikhluti: Stjarnan með fínann sprett, ná að jafna metin í 8-8 og Keflvíkingar taka leikhlé.1. Leikhluti: Keflvíkingar byrja leikinn vel, ná 8-2 forskoti.Leikurinn hafinn!Fyrir leik: Þessi lið mættust í 8-liða úrslitum í fyrra þar sem gestirnir úr Garðabænum höfðu 2-1 sigur. Garðbæingar unnu einnig fyrsta leik liðanna á þessu tímabili örugglega með 18 stiga mun. Allir sigrarnir í þessum viðureignum komu frá heimaliðum og spurning hvort Keflvíkingar haldi því áfram eða hvort Stjörnumenn nái að snúa blaðinu við.Fyrir leik: Bæði lið áttu fulltrúa sem voru valdir í úrvalslið fyrri umferðar Dominosdeildarinnar, Justin Shouse í Stjörnunni og Darrel Lewis í Keflavík.Fyrir leik: Stjarnan er ásamt þremur öðrum liðum með 18 stig á toppi deildarinnar. Þeir sitja hinsvegar í fjórða sæti vegna innbyrðisviðureigna toppliðanna. Keflvíkingar sitja í 6. sæti, 4 stigum á eftir toppliðunum en geta brúað bilið í kvöld með sigri í kvöld.Fyrir leik: Velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar í Dominos deild karla. Sigurður: Styrkleikamerki að vinna þessa leiki„Þetta var mjög mikilvægur sigur, við höldum okkur í efri hlutanum með þessu. Hefðum við tapað væri áframhaldið erfitt," sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. „Við vorum að spila á móti frábæru liði, fyrir hver mistök refsa þeir svakalega. Þú verður að spila einbeittur í 40 mínútur gegn Stjörnunni." Keflvíkingar hafa unnið alla fjóra leikina á nýja árinu og söxuðu á bæði Snæfell og Stjörnuna með sigrinum. „Við erum að spila nokkuð vel núna og ekki veitir af. Það er fullt af góðum liðum í þessari deild og maður verður að vera á tánum og eiga toppleik í hverri umferð til að eiga möguleika á sigri," „Hver sigur eða tap getur fært mann um nokkur sæti og það er eitthvað sem fáir vilja lenda í. Deildin er gríðarlega jöfn og spennandi þetta árið." „Þessi sigur verður gott veganesti í næsta leik gegn KR en það er vika í hann og þetta hjálpar okkur ekkert þar." Leikurinn var spennandi allt fram á síðustu sekúndurnar og var stemmingin rafmögnuð í húsinu. „Það er styrkleikamerki að vinna svona leiki," sagði Sigurður að lokum. Teitur: Góður körfuboltaleikur„Það er alltaf svekkjandi að tapa. Þetta var hörkuleikur milli tveggja liða og leikurinn var mjög kaflaskiptur," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Þetta hafðist ekki hjá okkur í dag, við vorum í vandræðum varnarlega sérstaklega þar sem Craion var að fara illa með okkur." Sóknarleikur Stjörnunnar var góður í dag en varnarleikurinn var kaflaskiptur. „Við náum góðum kafla í fyrri hálfleik sem þeir ná þó að vinna upp rétt fyrir hálfleik. Bæði liðin spiluðu vel í kvöld og áttu flotta spretti en við þurfum að taka til í varnarleiknum okkar. Það er of mikið að fá á sig 107 stig. Við leyfðum þeim oft að rífa boltana úr höndunum á okkur." „Við erum að skora allskonar körfur, náðum mikið af lay-upum og Keflvíkingar voru að gera það sama í kvöld." „Mér fannst þetta góður körfuboltaleikur miðað við síðustu leiki sem ég hef séð. Þessi lið verða í toppbaráttunni í vetur," Þetta var fyrsti tapleikur Stjörnunnar á árinu og Teitur var viss um hvað þyrfti að laga fyrir næsta leik. „Við verðum að gera betur í varnarleiknum á fimmtudaginn. Næstu vikur verða mjög spennandi, við eigum hörku prógram framundan," sagði Teitur.
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti