Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson vann sigur í þriggja stiga keppninni á Stjörnuleik KKÍ sem fram fór í Ásgarði í dag.
Hann vann eftir æsispennandi keppni við ÍR-inginn Eric James Palm en framlengja þurfti leik þeirra. Magnús vann 13-8 í bráðabana en báðir náðu 13 stigum í úrslitunum.
Brynjar Þór Björnsson KR-ingur vann forkeppnina en fann sig ekki í úrslitunum þar sem hann fékk aðeins sex stig.
Billy Baptist úr Keflavík er troðslukóngurinn 2013 en hann vann Marcus Van í úrslitum 28-23.
Magnús Þór vann þriggja stiga keppnina eftir bráðabana

Mest lesið





Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn



Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs
Körfubolti

Hólmbert skiptir um félag
Fótbolti

„Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“
Fótbolti