Sjö þjálfarar og fimm framkvæmdastjórar í NFL-deildinni fengu að taka pokann sinn á síðasta degi ársins 2012. Meðal þjálfaranna var Andy Reid sem stýrt hefur liði Philadelphia Eagles undanfarin fjórtán ár.
Lokaumferð deildarinnar fór fram 30. desember en framundan eru umspilsleikir og úrslitakeppni. Henni lýkur með leiknum um Ofurskálina sunnudaginn 3. febrúar í New Orleans.
Þrír þjálfaranna sem fengu að taka pokann sinn voru:
Andy Reid, Philadelphia Eagles
Lovie Smith, Chicago Bears
Ken Whisenhunt, Arizona Cardinals
Þremenningarnir eiga það sameiginlegt að hafa komið liðum sínum í leikinn um Ofurskálina. Auk þeirra fengu eftirtaldir að fjúka:
Norv Turner, San Diego Chargers
Pat Shurmur, Cleveland Browns
Romeo Crennel, Kasas City Chiefs
Chan Gailey, Buffalo Bills
Þrjú liðanna sjö, San Diego Chargers, Cleveland Browns og Arizona Cardinals, létu framkvæmdastjóra sinn einnig fjúka.
Mesat athygli vakti brottvikning Andy Reid sem tók við liði Eagles árið 1999 er liðið hafði unnið þrjá leiki af sextán. Eftir að hafa fengið Donovan McNabb í nýliðavalinu fóru hjólin að snúast hjá Örnunum. Liðið hefur hins vegar ekki unið leik í úrslitakeppninni síðan 2008 og fimmtíu prósent vinningshlutfall í fyrra vakti ekki lukku eigenda félagsins.
Aðeins fjórir sigurleikir í sextán leikjum í deildinni á þessari leiktíð var dropinn sem fyllti mælinn og varð til þess að Reid fékk að taka pokann sinn.
Sjö þjálfarar tóku pokann sinn í NFL
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

