Vægast sagt hressandi næringarbomba 4. janúar 2013 14:30 Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lifandi markaðar, gefur okkur uppskrift að hressandi þeytingi sem er stútfullur af ómissandi næringarefnum - algjörri vítamínsprengju. Meistaradrykkur 170 ml ananassafi (ca. eitt glas) 6 klakar 1 skeið Fruit & Greens frá NOW1 skeið Beepollen1 msk. hörfræolía 1 sleif af mysuprótein -sett í þegar búið er að þeyta allt hitt saman Sumum finnst gott að bæta við einni skeið af Maca dufti, þar sem duftið virðist hafa þann eiginleika að auka úthald og orku. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að maca styður hormónajafnvægi og frjósemi fyrir konur jafnt sem karla. Beepollin Mörgum sem þjást af frjókornaofnæmi gæti þótt vafasamt að taka inn eitthvað sem inniheldur frjó. Á Íslandi eru það einkum þrjár gerðir frjókorna sem koma af stað ofnæmi; grasfrjó, birkifrjó og súrufrjó, allt vindfrævaðar plöntur, þ.e. frjóin berast með vindi. Skordýrafrævaðar plöntur eru oftast með litfögur blóm sem ilma til að laða skordýrin að sér. Þær mynda hins vegar fá frjókorn því þeirra aðferð við að dreifa frjókornum er mun markvissari en hjá vindfrævuðum plöntum. Frjókorn þeirra valda sjaldan ofnæmi og varla nema frjóhnapparnir séu hreinlega snertir. Þetta er frjóduftið sem býflugurnar safna saman og pakka inn í smákorn sem þær bæta hunangi og ensím við til að koma í veg fyrir gerjun og til að varðveita næringargildið. Frjókornin hafa verið kölluð "hin fullkomna fæða" vegna þess að þau innihalda öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Frjókornin innihalda m.a.: Öll B-vítamín, C-vítamín, karótín, 22 amínósýrur, 28 steinefni, fjölómettaðar fitusýrur, ensím, náttúrulegt hormón og 35% prótein.Eiginleikar þess eru ótvíræðir en þau: . Styrkja ónæmiskerfið . Styrkja taugakerfið . Auka úthald og orku . Fyrirbyggja ofnæmi Það er gott að setja frjókornin út á jógúrt, múslí, í þeytinginn eða bara taka þau beint inn. Fruit & Greens Þessi græna blanda er glútenfrí, 100% jurtafæði og sett saman með það í huga að þú getir fengið allt það hollasta sem náttúran hefur upp á bjóða á auðveldan máta. Berin og ávextirnir eru sneisafull af andoxurum á meðan grænmetið og græna fæðan gefur af sér vítamín, steinefni og trefjar. Þessi blanda hjálpar þér að viðhalda heilsusamlegu sýrustigi á náttúrulegastan máta. Með Fruit and Greens er einstaklega létt að breyta hvaða drykk í næringarbombu. Settu skeið út í próteindrykkinn þinn eða hræringinn þinn til að fá meira út úr honum.Lifandimarkaður.is Beepollen.Hressileg dásemd vægast sagt. Drykkir Dögurður Uppskriftir Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lifandi markaðar, gefur okkur uppskrift að hressandi þeytingi sem er stútfullur af ómissandi næringarefnum - algjörri vítamínsprengju. Meistaradrykkur 170 ml ananassafi (ca. eitt glas) 6 klakar 1 skeið Fruit & Greens frá NOW1 skeið Beepollen1 msk. hörfræolía 1 sleif af mysuprótein -sett í þegar búið er að þeyta allt hitt saman Sumum finnst gott að bæta við einni skeið af Maca dufti, þar sem duftið virðist hafa þann eiginleika að auka úthald og orku. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að maca styður hormónajafnvægi og frjósemi fyrir konur jafnt sem karla. Beepollin Mörgum sem þjást af frjókornaofnæmi gæti þótt vafasamt að taka inn eitthvað sem inniheldur frjó. Á Íslandi eru það einkum þrjár gerðir frjókorna sem koma af stað ofnæmi; grasfrjó, birkifrjó og súrufrjó, allt vindfrævaðar plöntur, þ.e. frjóin berast með vindi. Skordýrafrævaðar plöntur eru oftast með litfögur blóm sem ilma til að laða skordýrin að sér. Þær mynda hins vegar fá frjókorn því þeirra aðferð við að dreifa frjókornum er mun markvissari en hjá vindfrævuðum plöntum. Frjókorn þeirra valda sjaldan ofnæmi og varla nema frjóhnapparnir séu hreinlega snertir. Þetta er frjóduftið sem býflugurnar safna saman og pakka inn í smákorn sem þær bæta hunangi og ensím við til að koma í veg fyrir gerjun og til að varðveita næringargildið. Frjókornin hafa verið kölluð "hin fullkomna fæða" vegna þess að þau innihalda öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Frjókornin innihalda m.a.: Öll B-vítamín, C-vítamín, karótín, 22 amínósýrur, 28 steinefni, fjölómettaðar fitusýrur, ensím, náttúrulegt hormón og 35% prótein.Eiginleikar þess eru ótvíræðir en þau: . Styrkja ónæmiskerfið . Styrkja taugakerfið . Auka úthald og orku . Fyrirbyggja ofnæmi Það er gott að setja frjókornin út á jógúrt, múslí, í þeytinginn eða bara taka þau beint inn. Fruit & Greens Þessi græna blanda er glútenfrí, 100% jurtafæði og sett saman með það í huga að þú getir fengið allt það hollasta sem náttúran hefur upp á bjóða á auðveldan máta. Berin og ávextirnir eru sneisafull af andoxurum á meðan grænmetið og græna fæðan gefur af sér vítamín, steinefni og trefjar. Þessi blanda hjálpar þér að viðhalda heilsusamlegu sýrustigi á náttúrulegastan máta. Með Fruit and Greens er einstaklega létt að breyta hvaða drykk í næringarbombu. Settu skeið út í próteindrykkinn þinn eða hræringinn þinn til að fá meira út úr honum.Lifandimarkaður.is Beepollen.Hressileg dásemd vægast sagt.
Drykkir Dögurður Uppskriftir Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Tónlist Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira