Ótrúlegur sigur Skallagríms | Úrslit kvöldsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2013 21:08 Páll Axel og félagar gerðu góða ferð til Þorlákshafnar í kvöld. Mynd/Vilhelm Nýliðar Skallagríms unnu óvæntan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík, Keflavík og KR unnu örugga sigra í sínum leikjum. Tíu stigum munaði á Þór og Skallagrími í deildinni fyrir leikinn og flestir sem hefðu tippað á heimasigur Þórsara. Lítið benti til annars framan af leik. Þórsarar, sem léku til úrslita við Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor, höfðu tólf stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en þá sögðu gestirnir stopp. Borgnesingar minnkuðu muninn í níu stig fyrir hlé og í tvö stig fyrir lok þriðja leikhluta. Staðan var 72-72 þegar mínúta lifði leiks en gestirnir skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu sigur 76-72. Haminn Quaintance var stórkostlegur í liði gestanna með 17 stig og 19 fráköst. Carlos Medlock átti einnig fínan leik með 22 stig. David Jackson var stigahæstur Þórsara með 24 stig auk þess að taka tíu fráköst. Þór hefur 16 stig líkt og Stjarnan í öðru sæti deildarinnar. Skallagrímur hefur 8 stig í 7.-9. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík og Fjölni. Öruggt hjá ÍslandsmeisturunumGrindavík vann nokkuð öruggan heimasigur á Tindastóli 89-74. Íslandsmeistararnir höfðu fimmtán stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og sá var munurinn ennþá þegar lokaflautan gall. Sammy Zeglinski skoraði mest Grindvíkinga eða 19 stig en á hæla honum kom Aaron Broussard með 18 stig og þrettán fráköst. Hjá gestunum var George Valentine stigahæstur með 20 stig og tók auk þess 14 fráköst. Þröstur Leó Jóhannsson kom næstur með 15 stig og 10 fráköst. Grindavík situr eitt liða í toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. Liðið hefur 18 stig en Stjarnan og Þór, sem tapaði gegn Skallagrími í kvöld, 16 stig. Stólarnir deila botnsætinu ásamt KFÍ með 4 stig. Kanalausir KR-ingar lögðu KFÍHelgi Már Magnússon, spiladni þjálfari KR.KR vann sautján stiga sigur á KFÍ í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu og leiddu í hálfleik 52-29. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur KR-inga með 24 stig en Kristófer Acox skoraði 21 og Martin Hermannsson 20. Hjá gestunum var Damier Pitts stigahæstur með 35 stig og Tyrone Bradshaw skoraði 22 stig. KR situr í 4.-5. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Snæfell. KFÍ deilir botnsæti deildarinnar ásamt Tindastóli með 4 stig. Craion með stóleik í sigri Keflavíkur í BreiðholtiStórleikur Eric Palm dugði ekki til hjá ÍR-ingum.Mynd/ValliKeflavík vann góðan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í Breiðholti í kvöld. Lokatölurnar urðu 111-84 gestunum í vil. Keflvíkingar höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðið leiddi með 19 stigum í hálfleik og hélt forystunni örugglega út leikinn. Michael Craion átti stórleik hjá gestunum. Bandaríkjamaðurinn skoraði 32 stig auk þess að taka 19 fráköst. Valur Valsson skoraði 16 stig auk þess að gefa átta stoðsendingar. Eric Palm var atkvæðamestur heimamanna með 29 stig. Keflvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með tólf stig en ÍR hefur sex stig í 10. sæti. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Nýliðar Skallagríms unnu óvæntan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík, Keflavík og KR unnu örugga sigra í sínum leikjum. Tíu stigum munaði á Þór og Skallagrími í deildinni fyrir leikinn og flestir sem hefðu tippað á heimasigur Þórsara. Lítið benti til annars framan af leik. Þórsarar, sem léku til úrslita við Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor, höfðu tólf stiga forskot eftir fyrsta leikhluta en þá sögðu gestirnir stopp. Borgnesingar minnkuðu muninn í níu stig fyrir hlé og í tvö stig fyrir lok þriðja leikhluta. Staðan var 72-72 þegar mínúta lifði leiks en gestirnir skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu sigur 76-72. Haminn Quaintance var stórkostlegur í liði gestanna með 17 stig og 19 fráköst. Carlos Medlock átti einnig fínan leik með 22 stig. David Jackson var stigahæstur Þórsara með 24 stig auk þess að taka tíu fráköst. Þór hefur 16 stig líkt og Stjarnan í öðru sæti deildarinnar. Skallagrímur hefur 8 stig í 7.-9. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík og Fjölni. Öruggt hjá ÍslandsmeisturunumGrindavík vann nokkuð öruggan heimasigur á Tindastóli 89-74. Íslandsmeistararnir höfðu fimmtán stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og sá var munurinn ennþá þegar lokaflautan gall. Sammy Zeglinski skoraði mest Grindvíkinga eða 19 stig en á hæla honum kom Aaron Broussard með 18 stig og þrettán fráköst. Hjá gestunum var George Valentine stigahæstur með 20 stig og tók auk þess 14 fráköst. Þröstur Leó Jóhannsson kom næstur með 15 stig og 10 fráköst. Grindavík situr eitt liða í toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. Liðið hefur 18 stig en Stjarnan og Þór, sem tapaði gegn Skallagrími í kvöld, 16 stig. Stólarnir deila botnsætinu ásamt KFÍ með 4 stig. Kanalausir KR-ingar lögðu KFÍHelgi Már Magnússon, spiladni þjálfari KR.KR vann sautján stiga sigur á KFÍ í Domino's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Heimamenn höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu og leiddu í hálfleik 52-29. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur KR-inga með 24 stig en Kristófer Acox skoraði 21 og Martin Hermannsson 20. Hjá gestunum var Damier Pitts stigahæstur með 35 stig og Tyrone Bradshaw skoraði 22 stig. KR situr í 4.-5. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Snæfell. KFÍ deilir botnsæti deildarinnar ásamt Tindastóli með 4 stig. Craion með stóleik í sigri Keflavíkur í BreiðholtiStórleikur Eric Palm dugði ekki til hjá ÍR-ingum.Mynd/ValliKeflavík vann góðan sigur á ÍR-ingum í Hertz-hellinum í Breiðholti í kvöld. Lokatölurnar urðu 111-84 gestunum í vil. Keflvíkingar höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Liðið leiddi með 19 stigum í hálfleik og hélt forystunni örugglega út leikinn. Michael Craion átti stórleik hjá gestunum. Bandaríkjamaðurinn skoraði 32 stig auk þess að taka 19 fráköst. Valur Valsson skoraði 16 stig auk þess að gefa átta stoðsendingar. Eric Palm var atkvæðamestur heimamanna með 29 stig. Keflvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með tólf stig en ÍR hefur sex stig í 10. sæti.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira