Stjörnumenn eru komnir í undanúrslit Powerade-bikars karla í körfubolta eftir 17 stiga sigur á ÍR, 94-77, í Garðabænum í dag. ÍR-ingar voru tveimur stigum yfir í hálfleik, 40-38, en Stjörnumenn skiptu um gír í þeim síðari og unnu öruggan sigur.
Stjarnan vann þriðja leikhlutann 28-18 og fjórða leikhlutann 28-19 og sigur liðsins var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum. Þeir eru því fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitunum.
Jarrid Frye skoraði 20 stig fyrir Stjörnuna, Brian Mills skoraði 18 stig og Marvin Valdimarsson var með 17 stig. Justin Shouse lét sér nægja að skora átta stig en var með níu stoðsendingar.
Eric Palm var stigahæstur hjá ÍR-ingum með 26 stig en Nemanja Sovic skoraði 18 stig og Hreggviður Magnússon var með 15 stig.
Tveir leikir, Valur-Snæfell og Reynir S.-Grindavík, hófust nú klukkan fjögur en Reykjanesbæjarliðin Keflavík og Njarðvík, mætast síðan í fjórða og síðasta leik átta liða úrslitanna á þriðjudaginn kemur.
Stjörnumenn stungu af í seinni hálfleik - fyrstir í undanúrslitin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1


Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn



