Rannsakar tímann - og það þarf meira en stofudrama til 9. janúar 2013 13:21 Dansarar á æfingu. Stundarbrot er nýtt íslenskt verk eftir Leif Þór Þorvaldsson og verður frumsýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu næstkomandi fimmtudag. Um er að ræða nokkurskonar samspil vísinda, leikhúss og dans. Leifur, sem útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands árið 2009, fór af stað með krafti, en útskriftarverkefni hans, Endurómun var tilnefnt til Grímunnar sama ár. Þá fékkst hann einnig við blandað leikhús þar sem dans og leikur komu við sögu. Áhorfendur mega því búast við framsæknu sviðslistaverki sem notar viðfangsefnið til þess að skapa ógleymanlega sjóræna upplifum fyrir áhorfendur.Leifur Þór vill sprengja upp upp skynjunina.„Í Stundarbroti er fjallað um tímann - hann er teygður, beygður og afmyndaður með aðferðum leikhússins þar til skynjunin er sprengd í loft upp og skilin eftir í tætlum," segir leikstjórinn Leifur Þór sem semur og leikstýrir verkinu. Lydia Grétarsdóttir semur tónlistina en dansarar í verkinu eru þær Ásrún Magnúsdóttir, Kara Hergils Valdimarsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Þyrí Huld Árnadóttir. Viðfangsefni Stundarbrots er tíminn og er sýningin sprottin af þverfaglegri rannsóknarvinnu aðstandenda sýningarinnar á þessu flókna viðfangsefni. Í verkinu er tekist á við lúmska spurningu: Hvað er tíminn? „Vangaveltur um tímann geta reynst okkur flestum yfirþyrmandi umhugsunarefni því tíminn setur tilveru okkar í samhengi við eitthvað miklu stærra en við náum utan um," segir Leifur og bætir við að lokum: „Það þarf eitthvað annað en stofudrama til að fást við þetta heillandi hugtak." Eins og fyrr segir þá er leikritið frumsýnt annað kvöld í Borgarleikhúsinu. Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stundarbrot er nýtt íslenskt verk eftir Leif Þór Þorvaldsson og verður frumsýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu næstkomandi fimmtudag. Um er að ræða nokkurskonar samspil vísinda, leikhúss og dans. Leifur, sem útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands árið 2009, fór af stað með krafti, en útskriftarverkefni hans, Endurómun var tilnefnt til Grímunnar sama ár. Þá fékkst hann einnig við blandað leikhús þar sem dans og leikur komu við sögu. Áhorfendur mega því búast við framsæknu sviðslistaverki sem notar viðfangsefnið til þess að skapa ógleymanlega sjóræna upplifum fyrir áhorfendur.Leifur Þór vill sprengja upp upp skynjunina.„Í Stundarbroti er fjallað um tímann - hann er teygður, beygður og afmyndaður með aðferðum leikhússins þar til skynjunin er sprengd í loft upp og skilin eftir í tætlum," segir leikstjórinn Leifur Þór sem semur og leikstýrir verkinu. Lydia Grétarsdóttir semur tónlistina en dansarar í verkinu eru þær Ásrún Magnúsdóttir, Kara Hergils Valdimarsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Þyrí Huld Árnadóttir. Viðfangsefni Stundarbrots er tíminn og er sýningin sprottin af þverfaglegri rannsóknarvinnu aðstandenda sýningarinnar á þessu flókna viðfangsefni. Í verkinu er tekist á við lúmska spurningu: Hvað er tíminn? „Vangaveltur um tímann geta reynst okkur flestum yfirþyrmandi umhugsunarefni því tíminn setur tilveru okkar í samhengi við eitthvað miklu stærra en við náum utan um," segir Leifur og bætir við að lokum: „Það þarf eitthvað annað en stofudrama til að fást við þetta heillandi hugtak." Eins og fyrr segir þá er leikritið frumsýnt annað kvöld í Borgarleikhúsinu.
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira