Endurfæðing Köngulóarmannsins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 31. desember 2012 06:00 Sjöhundraðasta tölublað Köngulóarmannsins markar tímamót. „Ég er bara að frétta þetta núna, hjá þér,“ segir listamaðurinn Hugleikur Dagsson um endalok Köngulóarmannsins eins og við þekkjum hann. Nýjasta tölublað teiknimyndaseríunnar The Amazing Spider-Man, og jafnframt það sjöhundraðasta í röðinni, kom út á miðvikudag og segir frá dauða Köngulóarmannsins, en það er hinn illræmdi Doctor Octopus sem bindur enda á líf hans. Verknaðurinn veldur samviskubiti hjá þessum forna fjanda Lóa, og tekur hann sér því bólfestu í líkama hetjunnar, og heldur áfram þar sem frá var horfið í baráttunni gegn hinu illa. Gleraugnaglámurinn Peter Parker mun því ekki koma meira við sögu í þessum langlífa myndasögubálki, eða að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós. Hugleikur segir þetta reyndar hafa gerst áður en þá hafi það verið í eins konar hliðarveröld Marvel.Hugleikur Dagsson er fullviss um að Lói snúi aftur.„Þar dó Spider-Man og annar kom í hans stað. En það að óvinur hans verði hann sjálfur er afar spennandi. „Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“-mantra persónunnar fær alveg nýja merkingu. Þann 9. janúar munu ævintýri hins nýja Köngulóarmanns hefjast, og verða nýju heftin gefin út undir nafninu The Superior Spider-Man, eða Hinn æðri Köngulóarmaður. Þessi sjokkerandi söguflétta hefur valdið usla meðal aðdáenda hetjunnar, en Hugleikur segist fullviss um að hetjan snúi aftur innan skamms. „Ef Spider-Man er dáinn þá mun hann rísa aftur fyrr en síðar. Það hafa ofurhetjur alltaf gert. Frægasta dæmið er Superman. Næstfrægasta dæmið er Jesús Kristur.“ Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég er bara að frétta þetta núna, hjá þér,“ segir listamaðurinn Hugleikur Dagsson um endalok Köngulóarmannsins eins og við þekkjum hann. Nýjasta tölublað teiknimyndaseríunnar The Amazing Spider-Man, og jafnframt það sjöhundraðasta í röðinni, kom út á miðvikudag og segir frá dauða Köngulóarmannsins, en það er hinn illræmdi Doctor Octopus sem bindur enda á líf hans. Verknaðurinn veldur samviskubiti hjá þessum forna fjanda Lóa, og tekur hann sér því bólfestu í líkama hetjunnar, og heldur áfram þar sem frá var horfið í baráttunni gegn hinu illa. Gleraugnaglámurinn Peter Parker mun því ekki koma meira við sögu í þessum langlífa myndasögubálki, eða að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós. Hugleikur segir þetta reyndar hafa gerst áður en þá hafi það verið í eins konar hliðarveröld Marvel.Hugleikur Dagsson er fullviss um að Lói snúi aftur.„Þar dó Spider-Man og annar kom í hans stað. En það að óvinur hans verði hann sjálfur er afar spennandi. „Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“-mantra persónunnar fær alveg nýja merkingu. Þann 9. janúar munu ævintýri hins nýja Köngulóarmanns hefjast, og verða nýju heftin gefin út undir nafninu The Superior Spider-Man, eða Hinn æðri Köngulóarmaður. Þessi sjokkerandi söguflétta hefur valdið usla meðal aðdáenda hetjunnar, en Hugleikur segist fullviss um að hetjan snúi aftur innan skamms. „Ef Spider-Man er dáinn þá mun hann rísa aftur fyrr en síðar. Það hafa ofurhetjur alltaf gert. Frægasta dæmið er Superman. Næstfrægasta dæmið er Jesús Kristur.“
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira