Elektró-indí frá Árborg Björn Teitsson skrifar 28. desember 2012 08:00 Blackout með Retrobot. Tónlist. Retrobot. Blackout. Eigin útgáfa Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar. Hvort það hafi eitthvað haft með tónleika Retrobot að gera skal ósagt látið. Í öllu falli spilar hljómsveitin elektró-skotið indí-popp, kannski ekki ósvipað því sem vinsælar hljómsveitir á borð við Cut Copy og Chromatics hafa spilað með góðum árangri. Blackout er fyrsta plata sveitarinnar en hér er um sex laga stuttskífu (EP) að ræða. Á plötunni er unnið mikið með nostalgíu frá níunda áratugnum og sækadelískum gítartónum. Sums staðar má jafnvel greina hiphop-áhrif úr Outkast-átt (Electric Wizard) og á lokalaginu, "Blackout," er engu líkara en Tony Hadley úr Spandau Ballet sé á bak við míkrafóninn. Allt þetta er mjög jákvætt fyrir þessa pilta, þó ekki nema bara til að auka á fjölbreytni tónlistarlífs við Ölfusá. Eins og áður segir er hljómsveitin ung að árum, meðlimirnir rétt að klára stúdentspróf. Þeir virðast hafa góð tök á því sem þeir eru að gera sé miðað við þessa stuttskífu og það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu. Hún hefur að minnsta kosti burði til að brenna þakið af húsinu, svo mikið er víst. Niðurstaða: Fínasta frumraun hjá nýjustu útflutningsafurð Árborgar. Blackout "…það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu.“ Mynd/Árný Fjóla Ásmundsdóttir Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Retrobot. Blackout. Eigin útgáfa Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar. Hvort það hafi eitthvað haft með tónleika Retrobot að gera skal ósagt látið. Í öllu falli spilar hljómsveitin elektró-skotið indí-popp, kannski ekki ósvipað því sem vinsælar hljómsveitir á borð við Cut Copy og Chromatics hafa spilað með góðum árangri. Blackout er fyrsta plata sveitarinnar en hér er um sex laga stuttskífu (EP) að ræða. Á plötunni er unnið mikið með nostalgíu frá níunda áratugnum og sækadelískum gítartónum. Sums staðar má jafnvel greina hiphop-áhrif úr Outkast-átt (Electric Wizard) og á lokalaginu, "Blackout," er engu líkara en Tony Hadley úr Spandau Ballet sé á bak við míkrafóninn. Allt þetta er mjög jákvætt fyrir þessa pilta, þó ekki nema bara til að auka á fjölbreytni tónlistarlífs við Ölfusá. Eins og áður segir er hljómsveitin ung að árum, meðlimirnir rétt að klára stúdentspróf. Þeir virðast hafa góð tök á því sem þeir eru að gera sé miðað við þessa stuttskífu og það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu. Hún hefur að minnsta kosti burði til að brenna þakið af húsinu, svo mikið er víst. Niðurstaða: Fínasta frumraun hjá nýjustu útflutningsafurð Árborgar. Blackout "…það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu.“ Mynd/Árný Fjóla Ásmundsdóttir
Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira