Enn meira Eurovision Björn Teitsson skrifar 22. desember 2012 06:00 Greta Salóme. In the Silence. Tónlist. Greta Salóme. In the Silence. Sena Greta Salóme varð skyndilega þjóðþekkt í byrjun ársins 2012 þegar hún kom tveimur lögum inn í hina íslensku forkeppni Eurovision. Annað þeirra, „Mundu eftir mér/Never Forget," fór síðan alla leið til Aserbaídsjan í lokakeppnina. In the Silence er fyrsta breiðskífa Gretu, en Eurovision-sérfræðingurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson var henni innan handar. Platan inniheldur tíu ný lög, en þar að auki fá bæði Eurovision-lög Gretu að fljóta með, lagið sem lenti í 20. sæti í Bakú í íslenskri sem enskri útgáfu. Þar fyrir utan eru allir textar á ensku en öll lög og allir textar eru eftir Gretu. Í viðtali fyrir útgáfu In the Silence, sem birtist á vef Senu, sagði Greta að hún hefði ákveðið „að fara í allt aðra átt" eftir Eurovision. Það er ekki auðséð hvað hún átti við með því, vegna þess að platan gæti þess vegna verið heil undankeppni í Eurovision! Lögin eru annað hvort ballöður (If You Wanna Go, a Thousand More Goodbyes, Coming Home Soon) eða lög í rólegri kantinum sem stækka síðan og stækka með tilheyrandi dramatískum strengjaútsetningum. Trommuleikurinn er einnig með áberandi „Euro-bíti" (backbít inn á 2 og 4), eða að minnsta kosti í þeim lögum sem fara ekki í ballöðuflokkinn. Að þessu sögðu þá liggur beint við að markhópurinn er Eurovision-aðdáendur. Fá þeir í raun allt sem þeir vilja á þessari plötu. Hér þarf sko að kreppa hnefann til að syngja með viðlögunum. Það er búið að leggja mjög mikla vinnu í verkið – Gretu segir sjálf að platan hafi verið í vinnslu allt frá því í febrúar. Hér er öllum brögðum beitt til að fá sem stærstan hljóm; raddanir, yfirupptökur, strengir og alls kyns takkafikt. En fyrir þá sem eru ekki aðdáendur Eurovision er hér á ferðinni plata sem er mun meiri umbúðir en innihald. Niðurstaða: Eurovision-aðdáendur fá tónlist fyrir allan peninginn, aðrir ekki. Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Greta Salóme. In the Silence. Sena Greta Salóme varð skyndilega þjóðþekkt í byrjun ársins 2012 þegar hún kom tveimur lögum inn í hina íslensku forkeppni Eurovision. Annað þeirra, „Mundu eftir mér/Never Forget," fór síðan alla leið til Aserbaídsjan í lokakeppnina. In the Silence er fyrsta breiðskífa Gretu, en Eurovision-sérfræðingurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson var henni innan handar. Platan inniheldur tíu ný lög, en þar að auki fá bæði Eurovision-lög Gretu að fljóta með, lagið sem lenti í 20. sæti í Bakú í íslenskri sem enskri útgáfu. Þar fyrir utan eru allir textar á ensku en öll lög og allir textar eru eftir Gretu. Í viðtali fyrir útgáfu In the Silence, sem birtist á vef Senu, sagði Greta að hún hefði ákveðið „að fara í allt aðra átt" eftir Eurovision. Það er ekki auðséð hvað hún átti við með því, vegna þess að platan gæti þess vegna verið heil undankeppni í Eurovision! Lögin eru annað hvort ballöður (If You Wanna Go, a Thousand More Goodbyes, Coming Home Soon) eða lög í rólegri kantinum sem stækka síðan og stækka með tilheyrandi dramatískum strengjaútsetningum. Trommuleikurinn er einnig með áberandi „Euro-bíti" (backbít inn á 2 og 4), eða að minnsta kosti í þeim lögum sem fara ekki í ballöðuflokkinn. Að þessu sögðu þá liggur beint við að markhópurinn er Eurovision-aðdáendur. Fá þeir í raun allt sem þeir vilja á þessari plötu. Hér þarf sko að kreppa hnefann til að syngja með viðlögunum. Það er búið að leggja mjög mikla vinnu í verkið – Gretu segir sjálf að platan hafi verið í vinnslu allt frá því í febrúar. Hér er öllum brögðum beitt til að fá sem stærstan hljóm; raddanir, yfirupptökur, strengir og alls kyns takkafikt. En fyrir þá sem eru ekki aðdáendur Eurovision er hér á ferðinni plata sem er mun meiri umbúðir en innihald. Niðurstaða: Eurovision-aðdáendur fá tónlist fyrir allan peninginn, aðrir ekki.
Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira