Leita vopna á gestum í þinghúsinu 20. desember 2012 07:00 Þingvarsla ávalt sýnileg Þó búið sé að fjölga í þingvörslu að undanförnu og verðirnir hafi hlotið aukna þjálfun er öryggismálum enn mjög ábótavant á þinginu. Lítið þarf til að vinna þingmönnum mein sé vilji fyrir hendi. Fréttablaðið/Pjetur „Hingað þarf svipuð vopnaleitarleitartæki og eru notuð í þinghúsum erlendis," segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Sérstakt vopnaleitartæki verður keypt til Alþingis á næstu misserum, gangi fyrirætlanir forsvarsmanna þingsins eftir. Helgi segir öryggismálum í húsinu ábótavant og nauðsynlegt sé að horfast í augu við að Ísland er ekki frábrugðið nágrannalöndum sínum hvað varðar afbrot og fyrirbyggjandi aðgerðir um öryggi þingmanna. „Við höfum fjölgað í þingvörslu og þjálfað starfsfólk meira, eflt löggæsluna, en það þarf að gera frekari ráðstafanir." Alþingi hefur fengið auknar fjárveitingar að undanförnu til að bæta öryggisgæslu og segist Helgi bjartsýnn á að áframhaldandi skilningur á alvöru málsins ríki hjá forsætisnefnd. „Það er mikill skilningur í forsætisnefnd og meðal forystumanna á því að sá tími sé liðinn þegar sakleysi og einlægni birtist hér í samskiptum. Það er miður og mjög sorglegt." Laust fyrir klukkan tíu á mánudagskvöld komu lögregla og þingverðir að manni inni á snyrtingu Alþingis þar sem hann hafði skaðað sig töluvert með beittum hlut. Atvikið gerðist á meðan þingfundur stóð yfir, en maðurinn hafði verið gestur á þingpöllum skömmu áður þar sem lögreglumaður hafði tekið eftir honum. Forseti sleit þingfundi í kjölfar atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað innan veggja Alþingis. „Það er ýmislegt í kring um þetta atvik sem krefst viðbragða af okkar hálfu. Meðal annars frágangur á hurðum, vöktun og þess háttar. Við munum endurskoða vinnuferla hjá okkur í ljósi þess sem gerðist," segir Helgi. „Þingmenn eru mjög óvarðir í þingsal. Það þarf næstum því ekkert til, því miður. Og þetta er enn ein áminningin um að við erum stödd á sama stað í tilverunni og löndin í kring um okkur." Að sögn Helga var maðurinn þó ekki vopnaður hnífi, en var með lítið skurðtæki meðferðis sem hann skar sig með. „Þetta var ekki góð aðkoma," segir hann.Hvernig eftirlitinu verður háttað Lágmarks vopnaleit fer fram á öllum sem eiga erindi við þingmenn og inn á Alþingi. Verðir fylgjast með gestum, hvort einhver leggi eitthvað frá sér eða hafi eitthvað á sér. Þá er óskað eftir því að gestir tæmi vasa. „Fólk á ekki að fara með hluti á þingpalla sem hægt er að nota til að kasta eða eitthvað slíkt. Þingverðir hafa farið fram á að það verði leitað á fólki, að öðrum kosti er mönnum vísað frá," segir Helgi Bernódusson, að lokum. - sv Fréttir Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
„Hingað þarf svipuð vopnaleitarleitartæki og eru notuð í þinghúsum erlendis," segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Sérstakt vopnaleitartæki verður keypt til Alþingis á næstu misserum, gangi fyrirætlanir forsvarsmanna þingsins eftir. Helgi segir öryggismálum í húsinu ábótavant og nauðsynlegt sé að horfast í augu við að Ísland er ekki frábrugðið nágrannalöndum sínum hvað varðar afbrot og fyrirbyggjandi aðgerðir um öryggi þingmanna. „Við höfum fjölgað í þingvörslu og þjálfað starfsfólk meira, eflt löggæsluna, en það þarf að gera frekari ráðstafanir." Alþingi hefur fengið auknar fjárveitingar að undanförnu til að bæta öryggisgæslu og segist Helgi bjartsýnn á að áframhaldandi skilningur á alvöru málsins ríki hjá forsætisnefnd. „Það er mikill skilningur í forsætisnefnd og meðal forystumanna á því að sá tími sé liðinn þegar sakleysi og einlægni birtist hér í samskiptum. Það er miður og mjög sorglegt." Laust fyrir klukkan tíu á mánudagskvöld komu lögregla og þingverðir að manni inni á snyrtingu Alþingis þar sem hann hafði skaðað sig töluvert með beittum hlut. Atvikið gerðist á meðan þingfundur stóð yfir, en maðurinn hafði verið gestur á þingpöllum skömmu áður þar sem lögreglumaður hafði tekið eftir honum. Forseti sleit þingfundi í kjölfar atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað innan veggja Alþingis. „Það er ýmislegt í kring um þetta atvik sem krefst viðbragða af okkar hálfu. Meðal annars frágangur á hurðum, vöktun og þess háttar. Við munum endurskoða vinnuferla hjá okkur í ljósi þess sem gerðist," segir Helgi. „Þingmenn eru mjög óvarðir í þingsal. Það þarf næstum því ekkert til, því miður. Og þetta er enn ein áminningin um að við erum stödd á sama stað í tilverunni og löndin í kring um okkur." Að sögn Helga var maðurinn þó ekki vopnaður hnífi, en var með lítið skurðtæki meðferðis sem hann skar sig með. „Þetta var ekki góð aðkoma," segir hann.Hvernig eftirlitinu verður háttað Lágmarks vopnaleit fer fram á öllum sem eiga erindi við þingmenn og inn á Alþingi. Verðir fylgjast með gestum, hvort einhver leggi eitthvað frá sér eða hafi eitthvað á sér. Þá er óskað eftir því að gestir tæmi vasa. „Fólk á ekki að fara með hluti á þingpalla sem hægt er að nota til að kasta eða eitthvað slíkt. Þingverðir hafa farið fram á að það verði leitað á fólki, að öðrum kosti er mönnum vísað frá," segir Helgi Bernódusson, að lokum. - sv
Fréttir Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira