Leita vopna á gestum í þinghúsinu 20. desember 2012 07:00 Þingvarsla ávalt sýnileg Þó búið sé að fjölga í þingvörslu að undanförnu og verðirnir hafi hlotið aukna þjálfun er öryggismálum enn mjög ábótavant á þinginu. Lítið þarf til að vinna þingmönnum mein sé vilji fyrir hendi. Fréttablaðið/Pjetur „Hingað þarf svipuð vopnaleitarleitartæki og eru notuð í þinghúsum erlendis," segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Sérstakt vopnaleitartæki verður keypt til Alþingis á næstu misserum, gangi fyrirætlanir forsvarsmanna þingsins eftir. Helgi segir öryggismálum í húsinu ábótavant og nauðsynlegt sé að horfast í augu við að Ísland er ekki frábrugðið nágrannalöndum sínum hvað varðar afbrot og fyrirbyggjandi aðgerðir um öryggi þingmanna. „Við höfum fjölgað í þingvörslu og þjálfað starfsfólk meira, eflt löggæsluna, en það þarf að gera frekari ráðstafanir." Alþingi hefur fengið auknar fjárveitingar að undanförnu til að bæta öryggisgæslu og segist Helgi bjartsýnn á að áframhaldandi skilningur á alvöru málsins ríki hjá forsætisnefnd. „Það er mikill skilningur í forsætisnefnd og meðal forystumanna á því að sá tími sé liðinn þegar sakleysi og einlægni birtist hér í samskiptum. Það er miður og mjög sorglegt." Laust fyrir klukkan tíu á mánudagskvöld komu lögregla og þingverðir að manni inni á snyrtingu Alþingis þar sem hann hafði skaðað sig töluvert með beittum hlut. Atvikið gerðist á meðan þingfundur stóð yfir, en maðurinn hafði verið gestur á þingpöllum skömmu áður þar sem lögreglumaður hafði tekið eftir honum. Forseti sleit þingfundi í kjölfar atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað innan veggja Alþingis. „Það er ýmislegt í kring um þetta atvik sem krefst viðbragða af okkar hálfu. Meðal annars frágangur á hurðum, vöktun og þess háttar. Við munum endurskoða vinnuferla hjá okkur í ljósi þess sem gerðist," segir Helgi. „Þingmenn eru mjög óvarðir í þingsal. Það þarf næstum því ekkert til, því miður. Og þetta er enn ein áminningin um að við erum stödd á sama stað í tilverunni og löndin í kring um okkur." Að sögn Helga var maðurinn þó ekki vopnaður hnífi, en var með lítið skurðtæki meðferðis sem hann skar sig með. „Þetta var ekki góð aðkoma," segir hann.Hvernig eftirlitinu verður háttað Lágmarks vopnaleit fer fram á öllum sem eiga erindi við þingmenn og inn á Alþingi. Verðir fylgjast með gestum, hvort einhver leggi eitthvað frá sér eða hafi eitthvað á sér. Þá er óskað eftir því að gestir tæmi vasa. „Fólk á ekki að fara með hluti á þingpalla sem hægt er að nota til að kasta eða eitthvað slíkt. Þingverðir hafa farið fram á að það verði leitað á fólki, að öðrum kosti er mönnum vísað frá," segir Helgi Bernódusson, að lokum. - sv Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Hingað þarf svipuð vopnaleitarleitartæki og eru notuð í þinghúsum erlendis," segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Sérstakt vopnaleitartæki verður keypt til Alþingis á næstu misserum, gangi fyrirætlanir forsvarsmanna þingsins eftir. Helgi segir öryggismálum í húsinu ábótavant og nauðsynlegt sé að horfast í augu við að Ísland er ekki frábrugðið nágrannalöndum sínum hvað varðar afbrot og fyrirbyggjandi aðgerðir um öryggi þingmanna. „Við höfum fjölgað í þingvörslu og þjálfað starfsfólk meira, eflt löggæsluna, en það þarf að gera frekari ráðstafanir." Alþingi hefur fengið auknar fjárveitingar að undanförnu til að bæta öryggisgæslu og segist Helgi bjartsýnn á að áframhaldandi skilningur á alvöru málsins ríki hjá forsætisnefnd. „Það er mikill skilningur í forsætisnefnd og meðal forystumanna á því að sá tími sé liðinn þegar sakleysi og einlægni birtist hér í samskiptum. Það er miður og mjög sorglegt." Laust fyrir klukkan tíu á mánudagskvöld komu lögregla og þingverðir að manni inni á snyrtingu Alþingis þar sem hann hafði skaðað sig töluvert með beittum hlut. Atvikið gerðist á meðan þingfundur stóð yfir, en maðurinn hafði verið gestur á þingpöllum skömmu áður þar sem lögreglumaður hafði tekið eftir honum. Forseti sleit þingfundi í kjölfar atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað innan veggja Alþingis. „Það er ýmislegt í kring um þetta atvik sem krefst viðbragða af okkar hálfu. Meðal annars frágangur á hurðum, vöktun og þess háttar. Við munum endurskoða vinnuferla hjá okkur í ljósi þess sem gerðist," segir Helgi. „Þingmenn eru mjög óvarðir í þingsal. Það þarf næstum því ekkert til, því miður. Og þetta er enn ein áminningin um að við erum stödd á sama stað í tilverunni og löndin í kring um okkur." Að sögn Helga var maðurinn þó ekki vopnaður hnífi, en var með lítið skurðtæki meðferðis sem hann skar sig með. „Þetta var ekki góð aðkoma," segir hann.Hvernig eftirlitinu verður háttað Lágmarks vopnaleit fer fram á öllum sem eiga erindi við þingmenn og inn á Alþingi. Verðir fylgjast með gestum, hvort einhver leggi eitthvað frá sér eða hafi eitthvað á sér. Þá er óskað eftir því að gestir tæmi vasa. „Fólk á ekki að fara með hluti á þingpalla sem hægt er að nota til að kasta eða eitthvað slíkt. Þingverðir hafa farið fram á að það verði leitað á fólki, að öðrum kosti er mönnum vísað frá," segir Helgi Bernódusson, að lokum. - sv
Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira