Poki og Íslandssagan Svavar Hávarðsson skrifar 19. desember 2012 06:00 Fyrst ætlaði ég að byrja við ártalið þúsund en hikaði. Trúmál eru alltaf viðkvæm, svo að kristnitakan gerði mig afhuga þeirri hugmynd. Leifur var reyndar að leita fyrir sér í vestrinu en hví að rifja upp stór mistök? Þess vegna fannst mér sniðugt að byrja 100 árum seinna. En svo hvarf ég frá því enda fann ég ekkert sérstaklega spennandi um ártalið 1100. Reyndar er talað um gullöld okkar Íslendinga um þetta leyti, en það hafði enga vigt í mínum huga. Kannski var þá betra að færa sig aðeins framar í tíma; 14. öldin er alltaf svolítið sexí. Norska öldin var hún kölluð og skreiðarverslun í blóma. Síðan áttaði ég mig á því að þetta dygði ekki til; það hafa ekki allir eins mikinn áhuga á þorski og ég. Hvað þá um upphaf eða endi 15. aldar? Nei, enn og aftur var ekki hægt að koma Íslendingum á óvart. Svarti dauði 1402 og plágan síðari 1494 eyðilögðu það fyrir mér, svo að enska öldin á Íslandi reyndist því jafn ónothæf og sú norska. Hvernig gat ég þá tengt þetta við eitthvað sem gerðist á 16. öldinni? Þetta var jú þýska öldin í Íslandssögunni, sem er svo miklu meira spennandi en sú enska og norska. Nei, brennuöldin myndi leysa allan minn vanda. Af og til alla 17. öldina voru menn brenndir á báli fyrir galdra og af því fær enginn nóg. En þessi blessaða öld, eins og sú sem á eftir kom, var slíkur hörmungartími að enginn vill rifja það upp. Hver vill heyra meira af hafís, Tyrkjaráni eða móðuharðindum? Þá stóðu bara nítjánda og sú tuttugasta eftir en hver vill heyra meira um Jón og sjálfstæðisbaráttuna; upphaf þéttbýlismyndunar, vesturfarir, heimastjórn, fullveldi, styrjaldir og lýðveldi? Kannski átti ég bara að hafa þetta einfalt og segja hreint út að það tekur plastpoka þúsund ár að brotna niður í náttúrunni og biðja fólk um að hafa það í huga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Svavar Hávarðsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun
Fyrst ætlaði ég að byrja við ártalið þúsund en hikaði. Trúmál eru alltaf viðkvæm, svo að kristnitakan gerði mig afhuga þeirri hugmynd. Leifur var reyndar að leita fyrir sér í vestrinu en hví að rifja upp stór mistök? Þess vegna fannst mér sniðugt að byrja 100 árum seinna. En svo hvarf ég frá því enda fann ég ekkert sérstaklega spennandi um ártalið 1100. Reyndar er talað um gullöld okkar Íslendinga um þetta leyti, en það hafði enga vigt í mínum huga. Kannski var þá betra að færa sig aðeins framar í tíma; 14. öldin er alltaf svolítið sexí. Norska öldin var hún kölluð og skreiðarverslun í blóma. Síðan áttaði ég mig á því að þetta dygði ekki til; það hafa ekki allir eins mikinn áhuga á þorski og ég. Hvað þá um upphaf eða endi 15. aldar? Nei, enn og aftur var ekki hægt að koma Íslendingum á óvart. Svarti dauði 1402 og plágan síðari 1494 eyðilögðu það fyrir mér, svo að enska öldin á Íslandi reyndist því jafn ónothæf og sú norska. Hvernig gat ég þá tengt þetta við eitthvað sem gerðist á 16. öldinni? Þetta var jú þýska öldin í Íslandssögunni, sem er svo miklu meira spennandi en sú enska og norska. Nei, brennuöldin myndi leysa allan minn vanda. Af og til alla 17. öldina voru menn brenndir á báli fyrir galdra og af því fær enginn nóg. En þessi blessaða öld, eins og sú sem á eftir kom, var slíkur hörmungartími að enginn vill rifja það upp. Hver vill heyra meira af hafís, Tyrkjaráni eða móðuharðindum? Þá stóðu bara nítjánda og sú tuttugasta eftir en hver vill heyra meira um Jón og sjálfstæðisbaráttuna; upphaf þéttbýlismyndunar, vesturfarir, heimastjórn, fullveldi, styrjaldir og lýðveldi? Kannski átti ég bara að hafa þetta einfalt og segja hreint út að það tekur plastpoka þúsund ár að brotna niður í náttúrunni og biðja fólk um að hafa það í huga?
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun