Stærsta framkvæmd frá hruni boðin út Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. desember 2012 06:30 Byggingin milli Þjóðarbókhlöðu og Hótel Sögu verður þrjár hæðir og hulin stálhjúp. Framkvæmdin á að fá alþjóðlega umhverfisvottun.Mynd/Hornsteinar "Þetta er stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út í langan tíma," segir Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem sótt hefur um byggingarleyfi fyrir Húsi íslenskra fræða við Suðurgötu. Áætlaður byggingarkostnaður nýja háskólahússins er ríflega þrír milljarðar króna. Ríkið leggur til 2,4 milljarða. Afgangurinn kemur úr sjóðum Happdrættis Háskóla Íslands. Húsið er byggt samkvæmt verðlaunahönnun Hornsteina frá árinu 2008. "Við skrifuðum undir hönnunarsamninginn viku eftir að Geir Haarde bað guð að blessa Ísland. Þetta var pínulítið ljós í myrkrinu þá," segir Óskar. Að þessu verkefni meðtöldu eru fimm stórverk á leið í útboð hjá Framkvæmdasýslunni fram á vor. Hin eru fangelsi á Hólmsheiði fyrir 2,5 milljarða, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir 1,5 milljarða og tvö snjóflóðaverkefni; upp á 900 milljónir króna á Siglufirði og 300 milljónir á Fáskrúðsfirði."Þessi fimm verkefni eru yfir átta milljarðar. Það er alveg hellingur enda voru verktakarnir ánægðir," segir Óskar sem í gær kynnti þeim stöðuna fram undan hjá Framkvæmdasýslunni á fundi með Samtökum iðnaðarins. Óskar segir Hús íslenskra fræða verða boðið út um leið og fjárlög hafi verið samþykkt. Í húsinu verður Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor Háskóla Íslands. Verktíminn er ætlaður þrjú ár og raunhæft er að húsið verði tekið í fulla notkun vorið 2016. Sjálf byggingin verður sporöskjulaga. Utan um bygginguna verður stálhjúpur og á honum verða ýmis tákn tengd handritunum, gersemum íslensku þjóðarinnar sem geymd verða í kjallara hússins. "Jarðvatnið stendur það hátt að við vorum í vandræðum með að það færi upp á kjallaraveggina – sem við viljum alls ekki þar sem handritin eru fyrir innan. Þannig að við gerðum mjög vistvæna lausn og leiðum allt þetta jarðvatn undir Suðurgötuna og niður í Tjörn þannig að endurnar þar fái ferskara og betra vatn," segir Óskar. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Sjá meira
"Þetta er stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út í langan tíma," segir Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem sótt hefur um byggingarleyfi fyrir Húsi íslenskra fræða við Suðurgötu. Áætlaður byggingarkostnaður nýja háskólahússins er ríflega þrír milljarðar króna. Ríkið leggur til 2,4 milljarða. Afgangurinn kemur úr sjóðum Happdrættis Háskóla Íslands. Húsið er byggt samkvæmt verðlaunahönnun Hornsteina frá árinu 2008. "Við skrifuðum undir hönnunarsamninginn viku eftir að Geir Haarde bað guð að blessa Ísland. Þetta var pínulítið ljós í myrkrinu þá," segir Óskar. Að þessu verkefni meðtöldu eru fimm stórverk á leið í útboð hjá Framkvæmdasýslunni fram á vor. Hin eru fangelsi á Hólmsheiði fyrir 2,5 milljarða, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir 1,5 milljarða og tvö snjóflóðaverkefni; upp á 900 milljónir króna á Siglufirði og 300 milljónir á Fáskrúðsfirði."Þessi fimm verkefni eru yfir átta milljarðar. Það er alveg hellingur enda voru verktakarnir ánægðir," segir Óskar sem í gær kynnti þeim stöðuna fram undan hjá Framkvæmdasýslunni á fundi með Samtökum iðnaðarins. Óskar segir Hús íslenskra fræða verða boðið út um leið og fjárlög hafi verið samþykkt. Í húsinu verður Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor Háskóla Íslands. Verktíminn er ætlaður þrjú ár og raunhæft er að húsið verði tekið í fulla notkun vorið 2016. Sjálf byggingin verður sporöskjulaga. Utan um bygginguna verður stálhjúpur og á honum verða ýmis tákn tengd handritunum, gersemum íslensku þjóðarinnar sem geymd verða í kjallara hússins. "Jarðvatnið stendur það hátt að við vorum í vandræðum með að það færi upp á kjallaraveggina – sem við viljum alls ekki þar sem handritin eru fyrir innan. Þannig að við gerðum mjög vistvæna lausn og leiðum allt þetta jarðvatn undir Suðurgötuna og niður í Tjörn þannig að endurnar þar fái ferskara og betra vatn," segir Óskar.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Sjá meira