Leggur ekki árar í bát Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Nordicphotos/Getty Birgir Leifur Hafþórsson stóð í ströngu í haust þegar hann keppti á úrtökumótum fyrir evrópsku og bandarísku mótaröðina. Birgir náði ekki að komast inn á lokaúrtökumótin en þrátt fyrir mótlætið ætlar atvinnukylfingurinn úr GKG að leggja allt í sölurnar fyrir árið 2013. „Ætli „sjómannslífið" verði ekki niðurstaðan ef planið gengur upp. Ég verð með búsetu hér á Íslandi á milli keppnis- og æfingatarna. Markmiðið er að spila og keppa meira í vetur en ég hef gert áður. Það eru mótaraðir í Bandaríkjun um sem eru valkostur og einnigúrtökumót fyrir kanadísku mótaröðina sem fram fer í apríl," sagði Birgir, sem er 36 ára gamall og er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Birgir telur meiri líkur á því að hann reyni fyrir sér í Bandaríkjunum en Evrópu. „PGA-mótaröðin er að breyta kerfinu hjá sér varðandi hvernig kylfingar fá keppnisrétt á stærstu mótaröð heims. Þeir hafa keypt litlar mótaraðir sem eiga að vera stökkpallur inn á stóra sviðið. Þar geta kylfingar sýnt hvað í þeim býr yfir lengri tíma. Markmiðið er að fara í golftarnir í 2-3 vikur í einu og koma til Íslands þess á milli," sagði Birgir, sem ætlar sér að koma sterkur til leiks næsta sumar þegar keppni í Evrópu hefst að nýju. „Ég verð með svipaða stöðu hvað varðar áskorendamótaröðina, og þar fæ ég kannski 5-8 mót, en sú törn byrjar ekki fyrr en í maí. Það væri stórkostlegt ef ég gæti tekið gott tímabil í vetur við bestu aðstæður." Besti árangur Birgis sl. sumar var 5. sæti á móti sem fram fór í Danmörku í ágúst og í maí í fyrra var Birgir nálægt sigri á móti sem fram fór á Ítalíu, en þar endaði hann í þriðja sæti. „Ég finn það að ég er á réttri leið. Miðað við hve fá tækifæri ég hef fengið finnst mér þetta hafa gengið ágætlega og allt er á réttri leið. Getan er til staðar en ég þarf að komast á fleiri mót til þess að ná að bæta mig enn frekar og nálgast þá allra bestu." „Ég hef í raun ekki átt heilt tímabil frá árinu 2007. Ég hef verið hér á Íslandi fyrir vetrartímann og það eru ekki margir atvinnukylfingar sem eru að slá í net og vippa í inniaðstöðu. Í raun trúa kollegar mínir því ekki að við séum að reyna að gera þetta með þessum hætti á Íslandi. Ég vona svo sannarlega að þessi áætlun hjá mér gangi upp – og ég væri aldrei sáttur ef ég myndi ekki nýta tækifærið á meðan ég hef enn brennandi metnað til að komast alla leið á stóru mótaraðirnar," sagði Birgir. Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson stóð í ströngu í haust þegar hann keppti á úrtökumótum fyrir evrópsku og bandarísku mótaröðina. Birgir náði ekki að komast inn á lokaúrtökumótin en þrátt fyrir mótlætið ætlar atvinnukylfingurinn úr GKG að leggja allt í sölurnar fyrir árið 2013. „Ætli „sjómannslífið" verði ekki niðurstaðan ef planið gengur upp. Ég verð með búsetu hér á Íslandi á milli keppnis- og æfingatarna. Markmiðið er að spila og keppa meira í vetur en ég hef gert áður. Það eru mótaraðir í Bandaríkjun um sem eru valkostur og einnigúrtökumót fyrir kanadísku mótaröðina sem fram fer í apríl," sagði Birgir, sem er 36 ára gamall og er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Birgir telur meiri líkur á því að hann reyni fyrir sér í Bandaríkjunum en Evrópu. „PGA-mótaröðin er að breyta kerfinu hjá sér varðandi hvernig kylfingar fá keppnisrétt á stærstu mótaröð heims. Þeir hafa keypt litlar mótaraðir sem eiga að vera stökkpallur inn á stóra sviðið. Þar geta kylfingar sýnt hvað í þeim býr yfir lengri tíma. Markmiðið er að fara í golftarnir í 2-3 vikur í einu og koma til Íslands þess á milli," sagði Birgir, sem ætlar sér að koma sterkur til leiks næsta sumar þegar keppni í Evrópu hefst að nýju. „Ég verð með svipaða stöðu hvað varðar áskorendamótaröðina, og þar fæ ég kannski 5-8 mót, en sú törn byrjar ekki fyrr en í maí. Það væri stórkostlegt ef ég gæti tekið gott tímabil í vetur við bestu aðstæður." Besti árangur Birgis sl. sumar var 5. sæti á móti sem fram fór í Danmörku í ágúst og í maí í fyrra var Birgir nálægt sigri á móti sem fram fór á Ítalíu, en þar endaði hann í þriðja sæti. „Ég finn það að ég er á réttri leið. Miðað við hve fá tækifæri ég hef fengið finnst mér þetta hafa gengið ágætlega og allt er á réttri leið. Getan er til staðar en ég þarf að komast á fleiri mót til þess að ná að bæta mig enn frekar og nálgast þá allra bestu." „Ég hef í raun ekki átt heilt tímabil frá árinu 2007. Ég hef verið hér á Íslandi fyrir vetrartímann og það eru ekki margir atvinnukylfingar sem eru að slá í net og vippa í inniaðstöðu. Í raun trúa kollegar mínir því ekki að við séum að reyna að gera þetta með þessum hætti á Íslandi. Ég vona svo sannarlega að þessi áætlun hjá mér gangi upp – og ég væri aldrei sáttur ef ég myndi ekki nýta tækifærið á meðan ég hef enn brennandi metnað til að komast alla leið á stóru mótaraðirnar," sagði Birgir.
Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti