Furðuheimur vex á Heljarþröm Bergsteinn Sigurðsson skrifar 6. desember 2012 16:00 Emil Hjörvar segir það hafa verið talsverða áhættu að gefa út furðusögu fyrir fullorðna sem væri jafnframt þríleikur en hún hafi borgað sig. Fréttablaðið/Anton Höður og Baldur, fyrsta bókin í skáldsagnaþríleiknum Saga eftirlifenda, kom út árið 2010. Þetta var jafnframt fyrsta skáldsaga Emils Hjörvars Petersen, sem leitaði í rann norrænnar goðafræði að yrkisefni. Höður og Baldur eru í hópi ásanna sem lifa af Ragnarök og þurfa að fóta sig í nýjum heimi. Fleiri persónur úr norrænni goðafræði koma við sögu, svo sem Váli, Víðar, Móði og Magni. Nú er komin út önnur bókin í þríleiknum, þar sem höfundurinn tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Emil Hjörvar er bókmenntafræðingur að mennt og hefur ávallt haft mikinn áhuga á furðusögum, vísindaskáldskap, einkum borgarfantasíum og heimsendabókmenntum. "Í háskólanum voru hins vegar fáir kúrsar í boði sem fjölluðu um þessar bókmenntagreinar þannig að ég hef bara lesið þær sjálfur en í meistaranáminu í Svíþjóð gat ég síðan sérhæft mig í fantasíufræðum.“ Áhætta sem borgaði sig En hvort kviknaði á undan, hugmyndin að skrifa furðusögu eða verk byggt á goðafræðinni? "Ég hafði gengið með þessa hugmynd lengi að skrifa sögu út frá Heði, blinda ásnum, en þegar til kastanna kom gerði ég mér grein fyrir að hún myndi ekki virka nema sem furðusaga. Og ólíkt flestum íslenskum furðusögum ákvað ég að hún ætti að vera fyrir fullorðna. Sáralítill markaður hefur verið fyrir slíkar bækur hér á landi en það hefur smám saman verið að breytast.“ Verkið óx fljótlega í höndunum á Emil. "Fljótlega eftir að að ég var byrjaður á fyrstu bókinni gerði ég mér grein fyrir að þetta var mun stærri saga en rúmaðist í einni bók og ákvað því að skrifa þríleik. Það var því ekki nóg með það að ég væri að skrifa furðusögu fyrir fullorðna heldur kynnti ég hana sem fyrstu bókina af þremur, sem var talsverð áhætta.“ Sú áhætta hefur borgað sig að mati Emils; Höður og Baldur fékk góðar viðtökur bæði gagnrýnenda og hefur selst vel. "Miðað við fyrstu skáldsögu get ég mjög vel við unað og mér skilst að á bókasöfnum sé hún nánast alltaf í útláni. Framhaldsskólar hafa líka tekið bókina inn í kennslu meðfram norrænu goðafræðinni.Ég var til dæmis í Menntaskólanum við Sund um daginn, þar sem bókin er lesin í öllum bekkjum á öðru ári, að ræða við nemendur og hún virtist mælast vel fyrir.“ Vildi auka hlut kvenna Heljarþröm er beint framhald Haðar og Baldurs, þar sem Emil þróar persónur og heim bókarinnar enn frekar. "Allt sem var nefnt og lagt fyrir í fyrri bókinni er tekið lengra og kafað dýpra. Ég endaði bókina á svokölluðum "cliffhanger“ þar sem Baldur vaknar í framandi framtíðarheimi og Heljarþröm tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Bókin er lengri og massívari og fer með furðusagnagreinarnar mun lengra en fyrsta bókin. Hún gerist til dæmis á tveimur tímaskeiðum; á því síðara, þar sem Baldur vaknar, hefur siðmenning manna hrunið og það eru byrjuð að rísa borgríki inni í rústum höfuðborga heimsins sem kallast nú öðrum nöfnum. Það er þannig nýr furðusagnaheimur farinn að byggjast á okkar veruleika.“ Eitt af því sem Emil segir hafa vakað fyrir sér í Heljarþröm var að efla hlut kvenpersóna í sögunni. "Í fyrri bókinni stóð ég frammi fyrir þessu mikla karlaveldi ásanna og þurfti að finna leiðir til að auka hlut kvenna. Ég geri mikið úr hinni mennsku Líf, sem lifir af Ragnarrök samkvæmt Völuspá, en svo vek ég upp aðrar persónur eins og veiðigyðjuna Skaða sem er mjög sterkur karakter í seinni bókinni. Það má segja að í Heði og Baldri séu konur undirokaðar af karlmönnum en í Heljarþröm fá þær uppreisn æru ef svo má segja, sem var mjög meðvitað af minni hálfu.“ Á erlendar ráðstefnur Saga eftirlifenda hefur ekki aðeins vakið athygli á Íslandi. Emil býr í Svíþjóð og var nýlega einn af gestahöfundum á helstu furðu- og vísindasagnaskáldsagnaráðstefnu þar í landi, sem haldin var í Uppsölum. "Þar tók ég þátt í pallborðsumræðum með sænskum furðusagnahöfundum, þar á meðal höfundum Hringsins sem er nýkomin út á Íslandi, og breska höfundinum Joe Abercrombie, sem var heiðursgestur. Ég hélt líka fyrirlestur um norræna goðafræði í furðusögu og mín eigin verk og var vel tekið. Í mars er ég svo á leiðinni á The International Conference on the Fantastic in the Arts í Flórída, þar sem mér er meðal annars boðið að lesa upp úr verkum mínum sem er frekar "kúl“. En þýðir það að Saga eftirlifenda sé væntanleg á fleiri tungumál? "Það er mikill áhugi fyrir því og ég hef átt í viðræðum við útgefendur um það. Svo það er allt í vinnslu.“ Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Höður og Baldur, fyrsta bókin í skáldsagnaþríleiknum Saga eftirlifenda, kom út árið 2010. Þetta var jafnframt fyrsta skáldsaga Emils Hjörvars Petersen, sem leitaði í rann norrænnar goðafræði að yrkisefni. Höður og Baldur eru í hópi ásanna sem lifa af Ragnarök og þurfa að fóta sig í nýjum heimi. Fleiri persónur úr norrænni goðafræði koma við sögu, svo sem Váli, Víðar, Móði og Magni. Nú er komin út önnur bókin í þríleiknum, þar sem höfundurinn tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Emil Hjörvar er bókmenntafræðingur að mennt og hefur ávallt haft mikinn áhuga á furðusögum, vísindaskáldskap, einkum borgarfantasíum og heimsendabókmenntum. "Í háskólanum voru hins vegar fáir kúrsar í boði sem fjölluðu um þessar bókmenntagreinar þannig að ég hef bara lesið þær sjálfur en í meistaranáminu í Svíþjóð gat ég síðan sérhæft mig í fantasíufræðum.“ Áhætta sem borgaði sig En hvort kviknaði á undan, hugmyndin að skrifa furðusögu eða verk byggt á goðafræðinni? "Ég hafði gengið með þessa hugmynd lengi að skrifa sögu út frá Heði, blinda ásnum, en þegar til kastanna kom gerði ég mér grein fyrir að hún myndi ekki virka nema sem furðusaga. Og ólíkt flestum íslenskum furðusögum ákvað ég að hún ætti að vera fyrir fullorðna. Sáralítill markaður hefur verið fyrir slíkar bækur hér á landi en það hefur smám saman verið að breytast.“ Verkið óx fljótlega í höndunum á Emil. "Fljótlega eftir að að ég var byrjaður á fyrstu bókinni gerði ég mér grein fyrir að þetta var mun stærri saga en rúmaðist í einni bók og ákvað því að skrifa þríleik. Það var því ekki nóg með það að ég væri að skrifa furðusögu fyrir fullorðna heldur kynnti ég hana sem fyrstu bókina af þremur, sem var talsverð áhætta.“ Sú áhætta hefur borgað sig að mati Emils; Höður og Baldur fékk góðar viðtökur bæði gagnrýnenda og hefur selst vel. "Miðað við fyrstu skáldsögu get ég mjög vel við unað og mér skilst að á bókasöfnum sé hún nánast alltaf í útláni. Framhaldsskólar hafa líka tekið bókina inn í kennslu meðfram norrænu goðafræðinni.Ég var til dæmis í Menntaskólanum við Sund um daginn, þar sem bókin er lesin í öllum bekkjum á öðru ári, að ræða við nemendur og hún virtist mælast vel fyrir.“ Vildi auka hlut kvenna Heljarþröm er beint framhald Haðar og Baldurs, þar sem Emil þróar persónur og heim bókarinnar enn frekar. "Allt sem var nefnt og lagt fyrir í fyrri bókinni er tekið lengra og kafað dýpra. Ég endaði bókina á svokölluðum "cliffhanger“ þar sem Baldur vaknar í framandi framtíðarheimi og Heljarþröm tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Bókin er lengri og massívari og fer með furðusagnagreinarnar mun lengra en fyrsta bókin. Hún gerist til dæmis á tveimur tímaskeiðum; á því síðara, þar sem Baldur vaknar, hefur siðmenning manna hrunið og það eru byrjuð að rísa borgríki inni í rústum höfuðborga heimsins sem kallast nú öðrum nöfnum. Það er þannig nýr furðusagnaheimur farinn að byggjast á okkar veruleika.“ Eitt af því sem Emil segir hafa vakað fyrir sér í Heljarþröm var að efla hlut kvenpersóna í sögunni. "Í fyrri bókinni stóð ég frammi fyrir þessu mikla karlaveldi ásanna og þurfti að finna leiðir til að auka hlut kvenna. Ég geri mikið úr hinni mennsku Líf, sem lifir af Ragnarrök samkvæmt Völuspá, en svo vek ég upp aðrar persónur eins og veiðigyðjuna Skaða sem er mjög sterkur karakter í seinni bókinni. Það má segja að í Heði og Baldri séu konur undirokaðar af karlmönnum en í Heljarþröm fá þær uppreisn æru ef svo má segja, sem var mjög meðvitað af minni hálfu.“ Á erlendar ráðstefnur Saga eftirlifenda hefur ekki aðeins vakið athygli á Íslandi. Emil býr í Svíþjóð og var nýlega einn af gestahöfundum á helstu furðu- og vísindasagnaskáldsagnaráðstefnu þar í landi, sem haldin var í Uppsölum. "Þar tók ég þátt í pallborðsumræðum með sænskum furðusagnahöfundum, þar á meðal höfundum Hringsins sem er nýkomin út á Íslandi, og breska höfundinum Joe Abercrombie, sem var heiðursgestur. Ég hélt líka fyrirlestur um norræna goðafræði í furðusögu og mín eigin verk og var vel tekið. Í mars er ég svo á leiðinni á The International Conference on the Fantastic in the Arts í Flórída, þar sem mér er meðal annars boðið að lesa upp úr verkum mínum sem er frekar "kúl“. En þýðir það að Saga eftirlifenda sé væntanleg á fleiri tungumál? "Það er mikill áhugi fyrir því og ég hef átt í viðræðum við útgefendur um það. Svo það er allt í vinnslu.“
Menning Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira