Kjarninn og hismið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. nóvember 2012 00:01 Safety Not Guaranteed Leikstjórn: Colin Trevorrow. Leikarar: Aubrey Plaza, Mark Duplass, Jake Johnson, Karan Soni, Kristen Bell Kvikmyndin Safety Not Guaranteed er byggð á smáauglýsingu (já þú last rétt) sem birtist í bandarísku tímariti árið 1997. Þar óskaði maður eftir ferðafélaga í fyrirhugað tímaferðalag sitt og hefur ljósmynd af auglýsingunni lifað góðu lífi á internetinu allar götur síðan. Hér er búið að spinna skemmtilega sögu í kringum hina undarlegu auglýsingu og segir myndin frá þremur blaðamönnum sem reyna að hafa uppi á auglýsandanum í þeim tilgangi að skrifa um hann grein. Þessi saga hefði auðveldlega getað kaffært sjálfri sér í kjánagríni en er þess í stað borin fram á Wes Anderson-mátann. Eitthvað er hægt að flissa en Safety Not Guaranteed er ekki grínmynd. Reyndar er hún nokkuð lunkin dramatísk mynd, allavega á köflum, en tímaferðalangurinn (leikinn af Mark Duplass) er bæði dularfullur og dapurlegur. Samtöl hans við persónu Aubrey Plaza eru sterkustu atriði myndarinnar og eiga báðir leikarar lof skilið fyrir frammistöðuna. Myndin dregur samt á eftir sér nokkuð af óþarfa og á til dæmis óáhugaverð ástarsaga eins blaðamannsins (Jake Johnson) heima í allt annarri mynd. Þessir ranghalar gera aðalatriðin óskýrari og hefði betur verið sleppt. Eftir stendur þó ágætis mynd sem er bæði fallega tekin og vel leikin. Niðurstaða: Skemmtileg þrátt fyrir vægan einbeitingarskort. Gagnrýni Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Safety Not Guaranteed Leikstjórn: Colin Trevorrow. Leikarar: Aubrey Plaza, Mark Duplass, Jake Johnson, Karan Soni, Kristen Bell Kvikmyndin Safety Not Guaranteed er byggð á smáauglýsingu (já þú last rétt) sem birtist í bandarísku tímariti árið 1997. Þar óskaði maður eftir ferðafélaga í fyrirhugað tímaferðalag sitt og hefur ljósmynd af auglýsingunni lifað góðu lífi á internetinu allar götur síðan. Hér er búið að spinna skemmtilega sögu í kringum hina undarlegu auglýsingu og segir myndin frá þremur blaðamönnum sem reyna að hafa uppi á auglýsandanum í þeim tilgangi að skrifa um hann grein. Þessi saga hefði auðveldlega getað kaffært sjálfri sér í kjánagríni en er þess í stað borin fram á Wes Anderson-mátann. Eitthvað er hægt að flissa en Safety Not Guaranteed er ekki grínmynd. Reyndar er hún nokkuð lunkin dramatísk mynd, allavega á köflum, en tímaferðalangurinn (leikinn af Mark Duplass) er bæði dularfullur og dapurlegur. Samtöl hans við persónu Aubrey Plaza eru sterkustu atriði myndarinnar og eiga báðir leikarar lof skilið fyrir frammistöðuna. Myndin dregur samt á eftir sér nokkuð af óþarfa og á til dæmis óáhugaverð ástarsaga eins blaðamannsins (Jake Johnson) heima í allt annarri mynd. Þessir ranghalar gera aðalatriðin óskýrari og hefði betur verið sleppt. Eftir stendur þó ágætis mynd sem er bæði fallega tekin og vel leikin. Niðurstaða: Skemmtileg þrátt fyrir vægan einbeitingarskort.
Gagnrýni Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira