Rósarstríðinu er ekki lokið kolbeinn@frettabladid.is skrifar 24. nóvember 2012 10:00 Skrifstofan Lögmaður Rósarinnar hefur farið fram á öll gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun um að afmá félaga af kjörskrá.fréttablaðið/vilhelm Lögmaður Jafnaðarmannafélagsins Rósarinnar hefur óskað eftir fundargerðum kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Reykjavík. Félagið er ósátt við þá ákvörðun að 350 nýir félagar í Rósinni hefðu ekki fengið að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fór um síðustu helgi. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir að óskað hafi verið eftir fundargerðunum á mánudag. Engin viðbrögð hafi borist við beiðninni en hann telur að Rósin eigi rétt á að fá gögnin. „Ef maður ætlar að skoða réttarstöðu einhvers þá þarf maður allavega að hafa þau gögn sem þá réttarstöðu snerta." Stefán Benediktsson, formaður kjörstjórnar, vildi ekki staðfesta að beiðni um fundargerðirnar hefði borist. Fréttablaðið hefur undir höndum afrit af þeirri beiðni þar sem óskað er eftir „öllum gögnum sem lágu til grundvallar" ákvörðuninni um að afmá fólkið af kjörskrá. Spurður út í beiðni Rósarinnar segir Stefán: „Ég get ekki svarað því fyrr en ég er búinn að afhenda svar okkar í kjörstjórninni." Birgir Dýrfjörð, formaður Rósarinnar, segir ekki búið að ákveða hver næstu skref verða. „Málið er að ég vil fá að vita hvað gerðist. Við fáum ekki að vita hverjir kærðu. Nú eru mjög strangar reglur um að kjörstjórn eigi að halda fundargerðarbók og annað, en maður bíður bara eftir svari um hvað gerðist." Forsaga málsins er sú að félagatal Rósarinnar fór inn á kjörskrá og félagar, nýskráðir sem aðrir, fengu sendar upplýsingar um prófkjörið. Nöfn þeirra voru á kjörskrám sem frambjóðendum voru afhentar. Eftir ábendingar um að einhverjir þeirra könnuðust ekki við að hafa skráð sig í félagið ákvað kjörstjórn að kalla eftir staðfestingu á skráningunum. Erindi um það barst Rósinni klukkan 21.18 á miðvikudag með skilafresti til klukkan 13 daginn eftir. Birgir segist fráleitt að halda því fram að Rósin hafi ekki getað skilað inn staðfestingunum. „Ég vil ekki liggja undir því að við höfum ekki getað gert þetta og þess vegna hafi okkur verið hent út. Við fengum bara aldrei tækifæri til þess. Það er enginn vandi að tapa í keppni, ef þú ert til dæmis að hlaupa í hlaupakeppni og allir hlaupa jafn langt. En ef einhver fer að stytta sér leið, einhver fer að hafa rangt við, þá unir maður ekki úrslitum." Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Lögmaður Jafnaðarmannafélagsins Rósarinnar hefur óskað eftir fundargerðum kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Reykjavík. Félagið er ósátt við þá ákvörðun að 350 nýir félagar í Rósinni hefðu ekki fengið að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fór um síðustu helgi. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir að óskað hafi verið eftir fundargerðunum á mánudag. Engin viðbrögð hafi borist við beiðninni en hann telur að Rósin eigi rétt á að fá gögnin. „Ef maður ætlar að skoða réttarstöðu einhvers þá þarf maður allavega að hafa þau gögn sem þá réttarstöðu snerta." Stefán Benediktsson, formaður kjörstjórnar, vildi ekki staðfesta að beiðni um fundargerðirnar hefði borist. Fréttablaðið hefur undir höndum afrit af þeirri beiðni þar sem óskað er eftir „öllum gögnum sem lágu til grundvallar" ákvörðuninni um að afmá fólkið af kjörskrá. Spurður út í beiðni Rósarinnar segir Stefán: „Ég get ekki svarað því fyrr en ég er búinn að afhenda svar okkar í kjörstjórninni." Birgir Dýrfjörð, formaður Rósarinnar, segir ekki búið að ákveða hver næstu skref verða. „Málið er að ég vil fá að vita hvað gerðist. Við fáum ekki að vita hverjir kærðu. Nú eru mjög strangar reglur um að kjörstjórn eigi að halda fundargerðarbók og annað, en maður bíður bara eftir svari um hvað gerðist." Forsaga málsins er sú að félagatal Rósarinnar fór inn á kjörskrá og félagar, nýskráðir sem aðrir, fengu sendar upplýsingar um prófkjörið. Nöfn þeirra voru á kjörskrám sem frambjóðendum voru afhentar. Eftir ábendingar um að einhverjir þeirra könnuðust ekki við að hafa skráð sig í félagið ákvað kjörstjórn að kalla eftir staðfestingu á skráningunum. Erindi um það barst Rósinni klukkan 21.18 á miðvikudag með skilafresti til klukkan 13 daginn eftir. Birgir segist fráleitt að halda því fram að Rósin hafi ekki getað skilað inn staðfestingunum. „Ég vil ekki liggja undir því að við höfum ekki getað gert þetta og þess vegna hafi okkur verið hent út. Við fengum bara aldrei tækifæri til þess. Það er enginn vandi að tapa í keppni, ef þú ert til dæmis að hlaupa í hlaupakeppni og allir hlaupa jafn langt. En ef einhver fer að stytta sér leið, einhver fer að hafa rangt við, þá unir maður ekki úrslitum."
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira