Dæmi um að börnin séu misnotuð hér 23. nóvember 2012 08:00 Nokkur mál er varða útlensk börn sem komið hefur verið með hingað til lands á fölsuðum pappírum hafa ratað inn á borð Mannréttindaskrifstofu Íslands á undanförnum árum. Í sumum málunum hafa börnin verið misnotuð eftir að þau komu hingað til lands. Dæmi eru um að þau vilji losna af heimilum forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið á Íslandi í nokkurn tíma. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu, segir að þegar upp komist um málin haldi fólkið því í flestum tilvikum fram að barnið sé skylt öðru þeirra. Hún segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá. Fréttablaðið sagði frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði nú mál pars sem kom með ungabarn til landsins og lagði fram alla pappíra þess efnis að þau væru foreldrar þess þegar sótt var um dvalarleyfi fyrir það. Þegar óskað var eftir DNA-rannsókn viðurkenndu þau að vera ekki raunverulegir foreldrar barnsins. Fleiri mál af sama toga eru til skoðunar. Margrét segir Ísland bundið fjölda alþjóðlegra mannréttindasamninga og að stjórnvöldum sé fyrst og fremst skylt að vernda réttindi barnanna. „Það hafa komið upp dæmi þar sem börn hafa verið misnotuð, líður illa og vilja komast burt af heimilinu þegar þau eru búin að vera á landinu í einhvern tíma," segir hún. „En í mörgum tilvikum virðist eins og verið sé að fara vel með þau og sambandið milli foreldra og barns sýnist gott og fallegt." Hún segir þessi mál þó alltaf flókin þar sem fólkið hefur brotið lög. Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk, sem segist foreldrar barns, sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. - þeb, sv / Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Nokkur mál er varða útlensk börn sem komið hefur verið með hingað til lands á fölsuðum pappírum hafa ratað inn á borð Mannréttindaskrifstofu Íslands á undanförnum árum. Í sumum málunum hafa börnin verið misnotuð eftir að þau komu hingað til lands. Dæmi eru um að þau vilji losna af heimilum forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið á Íslandi í nokkurn tíma. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu, segir að þegar upp komist um málin haldi fólkið því í flestum tilvikum fram að barnið sé skylt öðru þeirra. Hún segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá. Fréttablaðið sagði frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði nú mál pars sem kom með ungabarn til landsins og lagði fram alla pappíra þess efnis að þau væru foreldrar þess þegar sótt var um dvalarleyfi fyrir það. Þegar óskað var eftir DNA-rannsókn viðurkenndu þau að vera ekki raunverulegir foreldrar barnsins. Fleiri mál af sama toga eru til skoðunar. Margrét segir Ísland bundið fjölda alþjóðlegra mannréttindasamninga og að stjórnvöldum sé fyrst og fremst skylt að vernda réttindi barnanna. „Það hafa komið upp dæmi þar sem börn hafa verið misnotuð, líður illa og vilja komast burt af heimilinu þegar þau eru búin að vera á landinu í einhvern tíma," segir hún. „En í mörgum tilvikum virðist eins og verið sé að fara vel með þau og sambandið milli foreldra og barns sýnist gott og fallegt." Hún segir þessi mál þó alltaf flókin þar sem fólkið hefur brotið lög. Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk, sem segist foreldrar barns, sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. - þeb, sv /
Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira