Kjaramál Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands (ASÍ), var kjörinn varaformaður Norrænu verkalýðshreyfingarinnar (NFS) á stjórnarfundi samtakanna í Helsinki á þriðjudag.
ASÍ gerði fyrir nokkrum árum kröfu um að lögfesta skiptireglur hvað varðar formennsku og varaformennsku í samtökunum. Á fundinum voru slíkar reglur samþykktar og taka þær gildi með kjöri Gylfa sem tekur við embættinu 1. janúar næstkomandi. ASÍ mun síðan taka við formennsku í NFS árið 2014 og BSRB árið 2019.- mþl
