Óttast afleiðingar herskipabanns í borginni 22. nóvember 2012 06:00 Herskip Í Reykjavíkurhöfn Erlend ríki hafa skilning á málflutningi borgarstjóra segir aðstoðarmaður hans. Fréttablaðið/Vilhelm Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir þá afstöðu Jóns Gnarr borgarstjóra að banna ætti komur herskipa til Reykjavíkur stefna í voða farsælu björgunarsamstarfi við aðrar þjóðir, sérstaklega Dani og Norðmenn. „Slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar vegna björgunarhagsmuna Íslendinga í framtíðinni," sagði Kjartan við umræður í borgarstjórn á fimmtudag. „Ólíklegt er að vinaþjóðir kjósi að auka samstarf við Íslendinga í öryggis- og björgunarmálum og rétta hjálparhönd, til dæmis með því að lána þyrlur, ef þær eru um leið látnar finna fyrir því að skip þeirra, þyrlur og flugvélar eru óvelkomnar til sjálfrar höfuðborgar landsins." S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir Jón Gnarr hafa rætt við sendiherra erlendra ríkja og bent þeim á að í þessu felist engin óvirðing og alls engin stríðsyfirlýsing. „Þeir taka þessu mjög vel og hafa fullan skilning á þessari „friðleitni" borgarstjóra," segir Björn sem kveður það ókost að samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum séu björgunarskip eins og strandgæsluskip Norðmanna og Dana flokkuð sem herskip. Tæki umrætt bann gildi myndi það á engan hátt eiga við slík björgunarskip. Hætta stafi hins vegar af þungvopnuðum herskipum. „Eins og menn vita eru er ekki gefið upp hver farmur herskipa er. Það getur ógnað öryggi borgarinnar gríðarlega ef kjarnorkuvopn eru um borð í skipi og þau verða fyrir árás eða eitthvað annað ber út af," segir aðstoðarmaðurinn.- gar Fréttir Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir þá afstöðu Jóns Gnarr borgarstjóra að banna ætti komur herskipa til Reykjavíkur stefna í voða farsælu björgunarsamstarfi við aðrar þjóðir, sérstaklega Dani og Norðmenn. „Slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar vegna björgunarhagsmuna Íslendinga í framtíðinni," sagði Kjartan við umræður í borgarstjórn á fimmtudag. „Ólíklegt er að vinaþjóðir kjósi að auka samstarf við Íslendinga í öryggis- og björgunarmálum og rétta hjálparhönd, til dæmis með því að lána þyrlur, ef þær eru um leið látnar finna fyrir því að skip þeirra, þyrlur og flugvélar eru óvelkomnar til sjálfrar höfuðborgar landsins." S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir Jón Gnarr hafa rætt við sendiherra erlendra ríkja og bent þeim á að í þessu felist engin óvirðing og alls engin stríðsyfirlýsing. „Þeir taka þessu mjög vel og hafa fullan skilning á þessari „friðleitni" borgarstjóra," segir Björn sem kveður það ókost að samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum séu björgunarskip eins og strandgæsluskip Norðmanna og Dana flokkuð sem herskip. Tæki umrætt bann gildi myndi það á engan hátt eiga við slík björgunarskip. Hætta stafi hins vegar af þungvopnuðum herskipum. „Eins og menn vita eru er ekki gefið upp hver farmur herskipa er. Það getur ógnað öryggi borgarinnar gríðarlega ef kjarnorkuvopn eru um borð í skipi og þau verða fyrir árás eða eitthvað annað ber út af," segir aðstoðarmaðurinn.- gar
Fréttir Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira