Þúsundir gætu keppt í Járnkarli á Suðurlandi gar@frettabladid.is skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Laugarvatn Talsmaður Ironman athugar nú möguleika á því að gera Laugarvatn að miðpunkti fyrir slíka þríþrautarkeppni á Íslandi. Vísir World Triathlon Corporation í Flórída sem staðið hefur fyrir þríþrautarkeppninni Ironman í 34 ár hefur hug á að efna til slíkrar keppni á Íslandi. „Ironman Iceland væri fyrir okkur nýr, einstakur og spennandi möguleiki," segir Sigurður Á. Martinsson í erindi sem hann sendir á vegum erlenda fyrirtækisins til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu. Segir hann Ironmenn og -konur hafa áhuga á að keppa í norrænu umhverfi. Samkvæmt hugmyndinni sem Sigurður kynnir á að synda 3,8 kílómetra í Laugarvatni, hjóla 180 kílómetra þaðan til Hveragerðis og til baka og hlaupa maraþon yfir að Þingvallavatni og til baka á Laugarvatn. Sigurður telur mikið verðmæti felast í keppnishaldinu fyrir heimamenn. „Þríþrautarkeppendur eru gjarnan „high net-worth" einstaklingar sem ferðast mikið. Vel heppnuð þríþrautarkeppni leiðir oft til endurkomu keppenda í mörg ár," segir Sigurður í erindinu og bendir á að fjöldi keppenda geti orðið allt að fimm þúsund konur og karlar. „Flestir Ironman-keppendur eru í landinu þar sem keppnin er haldin í að minnsta kosti viku og oft töluvert lengur og hafa gjarnan með sér vini og vandamenn." Þá segir Sigurður að um sé að ræða markaðssetningu á Íslandi á heimsvísu, meðal annars með áherslu á stórbrotna náttúrufegurð og heilbrigða og hrausta þjóð. Byggðaráð Bláskógabyggðar segir verkefnið spennandi og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við skipuleggjendur keppninnar. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps kveðst sömuleiðis jákvæð. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir boltann nú hjá keppnishöldurunum. „Þetta er auðvitað stór og mikill viðburður erlendis. Alla svona viðburði, sem geta auðgað samfélagið hér, erum við að sjálfsögðu tilbúin að ræða," segir Valtýr. Helga Árnadóttir tók þátt í Ironman í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum árið 2010. Hún kveðst afar jákvæð gagnvart því að keppnin fari fram á Íslandi. „Það eru margir Íslendingar sem hafa áhuga á að taka þátt en það eru kostir og gallar. Veðrið getur sett strik í reikninginn," segir Helga, sem líst vel á Laugarvatn fyrir keppnina. „Að synda í vatni eða sjó er oft ekki einfalt en ég held að Laugarvatn geti verið heppilegt því það er ekki svo kalt, sérstaklega ef það er keppt um hásumar." Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
World Triathlon Corporation í Flórída sem staðið hefur fyrir þríþrautarkeppninni Ironman í 34 ár hefur hug á að efna til slíkrar keppni á Íslandi. „Ironman Iceland væri fyrir okkur nýr, einstakur og spennandi möguleiki," segir Sigurður Á. Martinsson í erindi sem hann sendir á vegum erlenda fyrirtækisins til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu. Segir hann Ironmenn og -konur hafa áhuga á að keppa í norrænu umhverfi. Samkvæmt hugmyndinni sem Sigurður kynnir á að synda 3,8 kílómetra í Laugarvatni, hjóla 180 kílómetra þaðan til Hveragerðis og til baka og hlaupa maraþon yfir að Þingvallavatni og til baka á Laugarvatn. Sigurður telur mikið verðmæti felast í keppnishaldinu fyrir heimamenn. „Þríþrautarkeppendur eru gjarnan „high net-worth" einstaklingar sem ferðast mikið. Vel heppnuð þríþrautarkeppni leiðir oft til endurkomu keppenda í mörg ár," segir Sigurður í erindinu og bendir á að fjöldi keppenda geti orðið allt að fimm þúsund konur og karlar. „Flestir Ironman-keppendur eru í landinu þar sem keppnin er haldin í að minnsta kosti viku og oft töluvert lengur og hafa gjarnan með sér vini og vandamenn." Þá segir Sigurður að um sé að ræða markaðssetningu á Íslandi á heimsvísu, meðal annars með áherslu á stórbrotna náttúrufegurð og heilbrigða og hrausta þjóð. Byggðaráð Bláskógabyggðar segir verkefnið spennandi og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við skipuleggjendur keppninnar. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps kveðst sömuleiðis jákvæð. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir boltann nú hjá keppnishöldurunum. „Þetta er auðvitað stór og mikill viðburður erlendis. Alla svona viðburði, sem geta auðgað samfélagið hér, erum við að sjálfsögðu tilbúin að ræða," segir Valtýr. Helga Árnadóttir tók þátt í Ironman í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum árið 2010. Hún kveðst afar jákvæð gagnvart því að keppnin fari fram á Íslandi. „Það eru margir Íslendingar sem hafa áhuga á að taka þátt en það eru kostir og gallar. Veðrið getur sett strik í reikninginn," segir Helga, sem líst vel á Laugarvatn fyrir keppnina. „Að synda í vatni eða sjó er oft ekki einfalt en ég held að Laugarvatn geti verið heppilegt því það er ekki svo kalt, sérstaklega ef það er keppt um hásumar."
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira