Umstang án fordæma hjá Annþóri og Berki stigur@frettabladid.is skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Annþór, Börkur og félagar Fáheyrður viðbúnaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun þegar aðalmeðferð hófst í líkamsárásarmáli á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og sjö öðrum mönnum. Í dómhúsinu eru þrír salir, en aðeins einn þeirra var nýttur í réttarhöldin í gær. Hinir stóðu auðir og þar voru Annþór og Börkur vistaðir undir eftirliti lögreglumanna fyrir réttarhöldin, í hléum og þegar þeir þurftu að víkja frá. Einn reyndasti dómvörður landsins var fenginn að láni úr Héraðsdómi Reykjavíkur, dómstjóri vísaði mönnum til sætis og hvorki meira né minna en þrettán einkennisklæddir lögreglumenn gættu þess að allt færi fram með friði og spekt. Ástæðan fyrir umstanginu er sú að Annþór og Börkur hafa stundum látið ófriðlega þegar þeir hafa verið fluttir til réttarhalda undanfarin misseri, barist um á hæl og hnakka, og Börkur fékk nýverið dóm fyrir að hrækja á dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Annþóri leið ekki vel þegar lögregla leiddi hann inn í húsið klukkan níu í gærmorgun. Skömmu síðar þurfti að færa hann á salerni þar sem hann kastaði upp. Börkur kenndi sér meins í baki þegar réttarhöldin hófust og kvartaði undan harðræði lögreglu. Hann bað um að fá að komast undir læknishendur en því var tekið fálega. Hann kvað verkina svo slæma að hann gæti ekki setið, og stóð því uppréttur við hlið verjenda. Annþór, Börkur og hinir sakborningarnir sjö eru ákærðir fyrir þrjár hrottafengnar líkamsárásir. Annþór kemur við sögu sem aðalmaður í þremur ákæruliðanna, en Börkur í tveimur. Teknar voru skýrslur af öllum sakborningunum níu í gær, og í dag verður haldið áfram með skýrslutökur, nú yfir þolendum og öðrum vitnum. Fyrstur í vitnastúku verður aðalfórnarlambið úr fyrsta árásarmálinu, Bergur Már Ágústsson. Bergur er brotamaður með tuttugu dóma á bakinu. Hann skaut árið 2006 úr haglabyssu á hús í Vallahverfinu í Hafnarfirði og játaði nýlega innflutning á tæplega eitt þúsund e-töflum. Fréttir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Fáheyrður viðbúnaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun þegar aðalmeðferð hófst í líkamsárásarmáli á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og sjö öðrum mönnum. Í dómhúsinu eru þrír salir, en aðeins einn þeirra var nýttur í réttarhöldin í gær. Hinir stóðu auðir og þar voru Annþór og Börkur vistaðir undir eftirliti lögreglumanna fyrir réttarhöldin, í hléum og þegar þeir þurftu að víkja frá. Einn reyndasti dómvörður landsins var fenginn að láni úr Héraðsdómi Reykjavíkur, dómstjóri vísaði mönnum til sætis og hvorki meira né minna en þrettán einkennisklæddir lögreglumenn gættu þess að allt færi fram með friði og spekt. Ástæðan fyrir umstanginu er sú að Annþór og Börkur hafa stundum látið ófriðlega þegar þeir hafa verið fluttir til réttarhalda undanfarin misseri, barist um á hæl og hnakka, og Börkur fékk nýverið dóm fyrir að hrækja á dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Annþóri leið ekki vel þegar lögregla leiddi hann inn í húsið klukkan níu í gærmorgun. Skömmu síðar þurfti að færa hann á salerni þar sem hann kastaði upp. Börkur kenndi sér meins í baki þegar réttarhöldin hófust og kvartaði undan harðræði lögreglu. Hann bað um að fá að komast undir læknishendur en því var tekið fálega. Hann kvað verkina svo slæma að hann gæti ekki setið, og stóð því uppréttur við hlið verjenda. Annþór, Börkur og hinir sakborningarnir sjö eru ákærðir fyrir þrjár hrottafengnar líkamsárásir. Annþór kemur við sögu sem aðalmaður í þremur ákæruliðanna, en Börkur í tveimur. Teknar voru skýrslur af öllum sakborningunum níu í gær, og í dag verður haldið áfram með skýrslutökur, nú yfir þolendum og öðrum vitnum. Fyrstur í vitnastúku verður aðalfórnarlambið úr fyrsta árásarmálinu, Bergur Már Ágústsson. Bergur er brotamaður með tuttugu dóma á bakinu. Hann skaut árið 2006 úr haglabyssu á hús í Vallahverfinu í Hafnarfirði og játaði nýlega innflutning á tæplega eitt þúsund e-töflum.
Fréttir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira