Meiri metnað, takk! Trausti Júlíusson skrifar 14. nóvember 2012 00:01 Friðrik Ómar Outside the Ring Rigg Outside the Ring er fimmta sólóplata Friðriks Ómars og sú fyrsta sem er eingöngu með frumsömdu efni. Friðrik er afkastamikill og á að baki fjölmargar plötur sem flytjandi, bæði einn og í samstarfi við aðra, til dæmis Guðrúnu Gunnars, Jógvan og Regínu Ósk. Friðrik Ómar er ágætis söngvari og þessi plata er eflaust stórt skref fyrir hann á ferlinum. Hún er líka að mörgu leyti fagmannlega unnin. Vandamálið er bara hvað tónlistin á henni er mikil klisja. Bæði laga- og textasmíðarnar hljóma eins og mörg önnur lög úr heimi júró- og danspopps. Textarnir, sem eru á ensku, fjalla flestir um ástina og hljóma eins og þeir séu endurunnir upp úr ótal öðrum textum. Það er mikill munur á textunum hér og t.d. hjá Páli Óskari sem einnig starfar í heimi diskós og júrópopps. Palli setur alltaf eitthvað af sjálfum sér í textana, en hér er ekkert nema endurtekningar á gömlum frösum. Undantekningin er ljóð Steins Steinars, Utan hringsins, en orðsnilld skáldsins skilar sér ekki vel í ensku þýðinguna. Nú er það auðvitað ekki endilega tilgangurinn með plötuútgáfu að gera eitthvað nýtt og ferskt og kannski er til fullt af fólki sem tekur þessari plötu fagnandi. Persónulega finnst mér hún alltof flöt og óspennandi. Meiri metnað takk! Niðurstaða: Fagmannlega unnið, en óspennandi. Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Friðrik Ómar Outside the Ring Rigg Outside the Ring er fimmta sólóplata Friðriks Ómars og sú fyrsta sem er eingöngu með frumsömdu efni. Friðrik er afkastamikill og á að baki fjölmargar plötur sem flytjandi, bæði einn og í samstarfi við aðra, til dæmis Guðrúnu Gunnars, Jógvan og Regínu Ósk. Friðrik Ómar er ágætis söngvari og þessi plata er eflaust stórt skref fyrir hann á ferlinum. Hún er líka að mörgu leyti fagmannlega unnin. Vandamálið er bara hvað tónlistin á henni er mikil klisja. Bæði laga- og textasmíðarnar hljóma eins og mörg önnur lög úr heimi júró- og danspopps. Textarnir, sem eru á ensku, fjalla flestir um ástina og hljóma eins og þeir séu endurunnir upp úr ótal öðrum textum. Það er mikill munur á textunum hér og t.d. hjá Páli Óskari sem einnig starfar í heimi diskós og júrópopps. Palli setur alltaf eitthvað af sjálfum sér í textana, en hér er ekkert nema endurtekningar á gömlum frösum. Undantekningin er ljóð Steins Steinars, Utan hringsins, en orðsnilld skáldsins skilar sér ekki vel í ensku þýðinguna. Nú er það auðvitað ekki endilega tilgangurinn með plötuútgáfu að gera eitthvað nýtt og ferskt og kannski er til fullt af fólki sem tekur þessari plötu fagnandi. Persónulega finnst mér hún alltof flöt og óspennandi. Meiri metnað takk! Niðurstaða: Fagmannlega unnið, en óspennandi.
Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira