Seldi kvikmyndaréttinn að Napóleonsskjölunum Freyr Bjarnason skrifar 14. nóvember 2012 14:00 Arnaldi finnst Napóleonsskjölin vel til kvikmyndunar fallin og líst vel á nýju framleiðendurna. fréttablaðið/vilhelm Arnaldur Indriðason hefur undirritað samning við tvo erlenda kvikmyndaframleiðendur, Yellow Bird og Molten Rock Media, sem hafa hug á að kvikmynda bók hans Napóleonsskjölin. „Ég hef fengið fyrirspurnir héðan og þaðan í gegnum árin en ekkert orðið úr þar til núna að mér leist vel á að fá þessa ágætu framleiðendur að myndinni. Þeir hafa sýnt sögunni mikinn áhuga og finnst hún sérstaklega vel fallin til þess að kvikmynda. Ég tel að þeir hafi burði til þess að gera góða mynd úr henni“, segir Arnaldur, spurður út í samninginn. „Það hefur alltaf verið mín skoðun að Napóleonsskjölin hafi margt upp á að bjóða sem alþjóðleg spennumynd. Ekki síst áhugaverða kvenhetju.“ Sænska fyrirtækið Yellow Bird Pictures hefur meðal annars kvikmyndað bækur Hennings Mankell og Cornelíu Funke. Framkvæmdastjóri þess er Oliver Schundler sem hefur framleitt myndirnar Das Boot og The Neverending Story. Hinn aðilinn er Ralph Christians hjá þýska fyrirtækinu Molten Rock Media en hann var m.a. framleiðandi teiknimyndarinnar um Þór sem Óskar Jónasson leikstýrði. Hann hefur sömuleiðis framleitt þrjár sjónvarpsmyndir um Jack Taylor. Handritshöfundur tveggja þeirra er Marteinn Þórisson. Aðspurður um hvort kvikmyndin verði tekin upp á Íslandi og hvenær segir Christians: „Auðvitað tökum við upp á Íslandi. En ég get ekki sagt hvenær. Líklega eftir árið 2014.“ Napóleonsskjölin er þriðja bók Arnaldar og þar kemur lögreglumaðurinn Erlendur hvergi við sögu. Hún segir frá því er gamalt flugvélarbrak kemur upp úr ísnum í Vatnajökli. Af ókunnum ástæðum er bandaríski herinn á Miðnesheiði settur í viðbragðsstöðu. Þegar Kristín, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur að grafast fyrir um málið er hún rekin á háskalegan flótta til að bjarga lífi sínu. Napóleonsskjölin komu út á liðnu ári í Bandaríkjunum og hafa fengið góða dóma þar. Gagnrýnandinn Leslie Gilbert Elman hjá síðunni Criminalelement.com sagði hana bæði einstaka og heillandi og hún stæði bókum Clives Cussler, Alistairs McLean og Mankells mun framar. Bókmenntir Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Arnaldur Indriðason hefur undirritað samning við tvo erlenda kvikmyndaframleiðendur, Yellow Bird og Molten Rock Media, sem hafa hug á að kvikmynda bók hans Napóleonsskjölin. „Ég hef fengið fyrirspurnir héðan og þaðan í gegnum árin en ekkert orðið úr þar til núna að mér leist vel á að fá þessa ágætu framleiðendur að myndinni. Þeir hafa sýnt sögunni mikinn áhuga og finnst hún sérstaklega vel fallin til þess að kvikmynda. Ég tel að þeir hafi burði til þess að gera góða mynd úr henni“, segir Arnaldur, spurður út í samninginn. „Það hefur alltaf verið mín skoðun að Napóleonsskjölin hafi margt upp á að bjóða sem alþjóðleg spennumynd. Ekki síst áhugaverða kvenhetju.“ Sænska fyrirtækið Yellow Bird Pictures hefur meðal annars kvikmyndað bækur Hennings Mankell og Cornelíu Funke. Framkvæmdastjóri þess er Oliver Schundler sem hefur framleitt myndirnar Das Boot og The Neverending Story. Hinn aðilinn er Ralph Christians hjá þýska fyrirtækinu Molten Rock Media en hann var m.a. framleiðandi teiknimyndarinnar um Þór sem Óskar Jónasson leikstýrði. Hann hefur sömuleiðis framleitt þrjár sjónvarpsmyndir um Jack Taylor. Handritshöfundur tveggja þeirra er Marteinn Þórisson. Aðspurður um hvort kvikmyndin verði tekin upp á Íslandi og hvenær segir Christians: „Auðvitað tökum við upp á Íslandi. En ég get ekki sagt hvenær. Líklega eftir árið 2014.“ Napóleonsskjölin er þriðja bók Arnaldar og þar kemur lögreglumaðurinn Erlendur hvergi við sögu. Hún segir frá því er gamalt flugvélarbrak kemur upp úr ísnum í Vatnajökli. Af ókunnum ástæðum er bandaríski herinn á Miðnesheiði settur í viðbragðsstöðu. Þegar Kristín, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur að grafast fyrir um málið er hún rekin á háskalegan flótta til að bjarga lífi sínu. Napóleonsskjölin komu út á liðnu ári í Bandaríkjunum og hafa fengið góða dóma þar. Gagnrýnandinn Leslie Gilbert Elman hjá síðunni Criminalelement.com sagði hana bæði einstaka og heillandi og hún stæði bókum Clives Cussler, Alistairs McLean og Mankells mun framar.
Bókmenntir Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira