Keyrt til Krýsuvíkur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. nóvember 2012 00:01 Mynd Peters Strickland er sérhæfð, óræð og artí en mun finna sinn markhóp, að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins. Berberian Sound Studio Leikstjórn: Peter Strickland. Leikarar: Toby Jones, Cosimo Fusco, Tonia Sotiropoulou, Susanna Cappellaro, Antonio Mancino Þessi óvenjulega hrollvekja segir frá Gilderoy, miðaldra breskum hljóðmanni sem ferðast til Ítalíu til að hljóðsetja kvikmynd. Starfsmenn Berberian-hljóðversins eru stórfurðulegir og eigandinn sjálfur er sérstaklega óvinsamlegur. En Gilderoy er fagmaður og ákveður því að staldra við og klára verkið. Það er nærri ómögulegt að segja nánar frá söguþræðinum, en mörk alvöru og ímyndunar verða óskýrari eftir því sem líða tekur á myndina. Er Gilderoy geðveikur eða er hann ef til vill staddur í helvíti? Toby Jones fer með hlutverk hans og heldur uppi mestum þunga myndarinnar á eigin spýtur. Frábær leikari sem ég hef aldrei fyrr séð í aðalhlutverki. Sjónrænar og hljóðrænar tilvísanir í ítalskar hrollvekjur 8. áratugarins eru óteljandi og við fáum meira að segja að heyra í öldruðu giallo-drottningunni Suzy Kendall í nokkrum stuttum atriðum. Tónlistin er samin af ensku indie-sveitinni Broadcast og tekst henni að skapa magnaðan hljóðheim sem byggir að miklu leyti á gamalli kvikmyndatónlist, en er þó miklu meira en bara eitthvað retró-hjakk. Það er nær ómögulegt að afgreiða Berberian Sound Studio með stjörnugjöf. Hún fer með áhorfandann í ferðalag en keyrir svo til Krýsuvíkur og skilur hann eftir. Hún er sérhæfð, óræð og artí. En hún mun finna sinn markhóp. Ég er handviss um það. Niðurstaða: Ein forvitnilegasta mynd ársins. Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Berberian Sound Studio Leikstjórn: Peter Strickland. Leikarar: Toby Jones, Cosimo Fusco, Tonia Sotiropoulou, Susanna Cappellaro, Antonio Mancino Þessi óvenjulega hrollvekja segir frá Gilderoy, miðaldra breskum hljóðmanni sem ferðast til Ítalíu til að hljóðsetja kvikmynd. Starfsmenn Berberian-hljóðversins eru stórfurðulegir og eigandinn sjálfur er sérstaklega óvinsamlegur. En Gilderoy er fagmaður og ákveður því að staldra við og klára verkið. Það er nærri ómögulegt að segja nánar frá söguþræðinum, en mörk alvöru og ímyndunar verða óskýrari eftir því sem líða tekur á myndina. Er Gilderoy geðveikur eða er hann ef til vill staddur í helvíti? Toby Jones fer með hlutverk hans og heldur uppi mestum þunga myndarinnar á eigin spýtur. Frábær leikari sem ég hef aldrei fyrr séð í aðalhlutverki. Sjónrænar og hljóðrænar tilvísanir í ítalskar hrollvekjur 8. áratugarins eru óteljandi og við fáum meira að segja að heyra í öldruðu giallo-drottningunni Suzy Kendall í nokkrum stuttum atriðum. Tónlistin er samin af ensku indie-sveitinni Broadcast og tekst henni að skapa magnaðan hljóðheim sem byggir að miklu leyti á gamalli kvikmyndatónlist, en er þó miklu meira en bara eitthvað retró-hjakk. Það er nær ómögulegt að afgreiða Berberian Sound Studio með stjörnugjöf. Hún fer með áhorfandann í ferðalag en keyrir svo til Krýsuvíkur og skilur hann eftir. Hún er sérhæfð, óræð og artí. En hún mun finna sinn markhóp. Ég er handviss um það. Niðurstaða: Ein forvitnilegasta mynd ársins.
Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira