Patrekur fær líklega langtímasamning Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Patreki gengur vel í Austurríki og verður líklega áfram með landsliðið þar í landi.fréttablaðið/vilhelm Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum. „Það var mjög langt og erfitt ferðalag til Rússlands. Samt var gaman þegar við komum þangað því fyrsti maður sem ég hitti var Alexander Tutschkin, en við lékum saman hjá Essen í gamla daga," sagði Patrekur, en Tutschkin er framkvæmdastjóri liðsins í bænum þar sem leikurinn fór fram og sá um að skipuleggja leikinn. „Bosníuleikurinn var frábær hjá okkur og fyrri hálfleikurinn þar er einn sá besti sem ég hef komið nálægt. Í stöðunni 3-3 skorum við tíu mörk í röð og göngum frá leiknum. Þetta er það sem maður óskar sér í hverjum leik en upplifir sjaldan. Það gekk allt upp," sagði Patrekur kátur. „Gegn Rússunum var jafnt fyrstu tíu en síðan tóku þeir yfir og keyrðu yfir okkur. Þeir voru bara sterkari." Patrekur er með mjög ungt lið í höndunum og hans hlutverk er að byggja upp nýtt lið hjá Austurríki. „Við erum með nýjan línumann. Hægri skyttan er tvítug, vinstri hornamaðurinn 19 ára en ákaflega efnilegur. Ég er því sáttur við þessa byrjun hjá okkur," sagði Patrekur en hann veit sem er að róðurinn verður erfiður í undankeppninni. Forkólfar austurríska handknattleikssambandsins gera sér grein fyrir því að riðillinn er erfiður og að liðið standi á ákveðnum tímamótum. „Ég er að breyta liðinu. Það eru nokkrir hættir síðan ég byrjaði. Ég reyni samt að halda í þessa eldri eins og Victor Szilagyi og Marinovic markvörð eins lengi og ég get. Það er gott að hafa þá með ungu mönnunum. Ég heyri ekki annað en að þeir séu ánægðir með mig og vilji gera langtímasamning. Ég er samt ekkert að flýta mér og er ánægður hjá þeim og sé að það er efniviður til staðar að búa til gott lið." Patrekur segir að helsti höfuðverkurinn í austurríski boltanum væri aftur á móti sá að allt of fáir ungir leikmenn fengju tækifæri með félagsliðunum. Í stað þess að treysta á unga menn, eins og gert er á Íslandi til að mynda, sækja Austurríkismenn eldri leikmenn til nágrannalandanna. „Ég hef verið að ræða þetta vandamál við þá en geri mér grein fyrir því að það er ekkert auðvelt verk að ætla að breyta menningunni sem er þar til staðar. Ég verð því að vinna með þá menn sem eru þó að koma upp í deildinni en það er svona 5-6 lofandi leikmenn þar núna." Olís-deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum. „Það var mjög langt og erfitt ferðalag til Rússlands. Samt var gaman þegar við komum þangað því fyrsti maður sem ég hitti var Alexander Tutschkin, en við lékum saman hjá Essen í gamla daga," sagði Patrekur, en Tutschkin er framkvæmdastjóri liðsins í bænum þar sem leikurinn fór fram og sá um að skipuleggja leikinn. „Bosníuleikurinn var frábær hjá okkur og fyrri hálfleikurinn þar er einn sá besti sem ég hef komið nálægt. Í stöðunni 3-3 skorum við tíu mörk í röð og göngum frá leiknum. Þetta er það sem maður óskar sér í hverjum leik en upplifir sjaldan. Það gekk allt upp," sagði Patrekur kátur. „Gegn Rússunum var jafnt fyrstu tíu en síðan tóku þeir yfir og keyrðu yfir okkur. Þeir voru bara sterkari." Patrekur er með mjög ungt lið í höndunum og hans hlutverk er að byggja upp nýtt lið hjá Austurríki. „Við erum með nýjan línumann. Hægri skyttan er tvítug, vinstri hornamaðurinn 19 ára en ákaflega efnilegur. Ég er því sáttur við þessa byrjun hjá okkur," sagði Patrekur en hann veit sem er að róðurinn verður erfiður í undankeppninni. Forkólfar austurríska handknattleikssambandsins gera sér grein fyrir því að riðillinn er erfiður og að liðið standi á ákveðnum tímamótum. „Ég er að breyta liðinu. Það eru nokkrir hættir síðan ég byrjaði. Ég reyni samt að halda í þessa eldri eins og Victor Szilagyi og Marinovic markvörð eins lengi og ég get. Það er gott að hafa þá með ungu mönnunum. Ég heyri ekki annað en að þeir séu ánægðir með mig og vilji gera langtímasamning. Ég er samt ekkert að flýta mér og er ánægður hjá þeim og sé að það er efniviður til staðar að búa til gott lið." Patrekur segir að helsti höfuðverkurinn í austurríski boltanum væri aftur á móti sá að allt of fáir ungir leikmenn fengju tækifæri með félagsliðunum. Í stað þess að treysta á unga menn, eins og gert er á Íslandi til að mynda, sækja Austurríkismenn eldri leikmenn til nágrannalandanna. „Ég hef verið að ræða þetta vandamál við þá en geri mér grein fyrir því að það er ekkert auðvelt verk að ætla að breyta menningunni sem er þar til staðar. Ég verð því að vinna með þá menn sem eru þó að koma upp í deildinni en það er svona 5-6 lofandi leikmenn þar núna."
Olís-deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira