Ólafur: Juventus hefur gríðarlegan sóknarþunga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Andrea Pirlo hefur verið magnaður í sterku liði Juventus. nordicphottos/AFP Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur starfað fyrir danska liðið Nordsjælland að undanförnu og leikgreint lið Ítalíumeistara Juventus. Þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fer fram í Tórínó. „Ég var að borða hádegismat með þjálfaranum áðan og mér heyrist á honum að það sé fullur hugur á að ná góðum úrslitum í leiknum," sagði Ólafur þegar að Fréttablaðið heyrði í honum. Hann var þá staddur ytra en þar hefur hann verið síðan á föstudag. Juventus tapaði um helgina fyrir Inter, 3-1, í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar en þetta var fyrsta tap Juventus í 49 deildarleikjum í röð. „Þeir komu inn af gríðarlega miklum krafti í þann leik og ég á ekki von á öðru en að svipað verði upp á teningnum gegn Nordsjælland," sagði Ólafur en hann segir mikinn sóknarþunga búa í liði Juventus. „Það fer það orð af ítalska boltanum heima að þetta sé fyrst og fremst mikill varnarleikur og annað í þeim dúr. Staðreyndin er hins vegar sú að Juventus er gríðarlega öflugt og gríðarlega teknískt knattspyrnulið," segir Ólafur. „Ef Nordsjælland nær að standa af sér mesta áhlaupið í upphafi leiks verður útlitið strax betra fyrir þá." Þessi lið skildu jöfn, 1-1, á Parken fyrir tveimur vikum síðan en Ítalirnir skoruðu jöfnunarmarkið þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Auðvitað var það svekkjandi en liðið má vel við una þegar allt er tekið inn í reikninginn," segir Ólafur sem segir að lykilatriði fyrir danska liðið sé að stöðva miðvallarleikmanninn Andrea Pirlo. „Það fer mjög mikið í gegnum hann og liðið hagar sér á ákveðinn hátt þegar hann er stöðvaður. Það eru nokkur atriði í sóknarleik Juventus sem andstæðingar liðsins verða að vera alveg klárir á ef ekki á illa að fara og þetta er eitt af því," segir Ólafur. Juventus hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum til þessa í Meistaradeildinni og segja forráðamenn liðsins að ekkert nema sigur komi til greina í kvöld. Úkraínska liðið Shakhtar Donetsk er óvænt á toppnum með sjö stig eftir sigur á Chelsea í síðustu umferð en liðin mætast á ný í kvöld. Nordsjælland er neðst í riðlinum með eitt stig og þarf því að ná jákvæðum úrslitum í næstu leikjum til að eiga möguleika á að minnsta kosti þriðja sætinu sem veitir þátttökurétt í Evrópudeild UEFA eftir áramót. En þó svo að Ólafur hafi lokið leikgreiningu sinni á Juventus fyrir Nordsjælland mun hann áfram starfa fyrir liðið. „Ég fer næst til Úkraínu til að fylgjast með Shakhtar Donetsk sem verður næsti andstæðingur eftir tvær vikur," segir Ólafur. „Þetta er óneitanlega skemmtileg vinna fyrir mig og lengir tímabilið, ef svo má segja." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur starfað fyrir danska liðið Nordsjælland að undanförnu og leikgreint lið Ítalíumeistara Juventus. Þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fer fram í Tórínó. „Ég var að borða hádegismat með þjálfaranum áðan og mér heyrist á honum að það sé fullur hugur á að ná góðum úrslitum í leiknum," sagði Ólafur þegar að Fréttablaðið heyrði í honum. Hann var þá staddur ytra en þar hefur hann verið síðan á föstudag. Juventus tapaði um helgina fyrir Inter, 3-1, í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar en þetta var fyrsta tap Juventus í 49 deildarleikjum í röð. „Þeir komu inn af gríðarlega miklum krafti í þann leik og ég á ekki von á öðru en að svipað verði upp á teningnum gegn Nordsjælland," sagði Ólafur en hann segir mikinn sóknarþunga búa í liði Juventus. „Það fer það orð af ítalska boltanum heima að þetta sé fyrst og fremst mikill varnarleikur og annað í þeim dúr. Staðreyndin er hins vegar sú að Juventus er gríðarlega öflugt og gríðarlega teknískt knattspyrnulið," segir Ólafur. „Ef Nordsjælland nær að standa af sér mesta áhlaupið í upphafi leiks verður útlitið strax betra fyrir þá." Þessi lið skildu jöfn, 1-1, á Parken fyrir tveimur vikum síðan en Ítalirnir skoruðu jöfnunarmarkið þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Auðvitað var það svekkjandi en liðið má vel við una þegar allt er tekið inn í reikninginn," segir Ólafur sem segir að lykilatriði fyrir danska liðið sé að stöðva miðvallarleikmanninn Andrea Pirlo. „Það fer mjög mikið í gegnum hann og liðið hagar sér á ákveðinn hátt þegar hann er stöðvaður. Það eru nokkur atriði í sóknarleik Juventus sem andstæðingar liðsins verða að vera alveg klárir á ef ekki á illa að fara og þetta er eitt af því," segir Ólafur. Juventus hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum til þessa í Meistaradeildinni og segja forráðamenn liðsins að ekkert nema sigur komi til greina í kvöld. Úkraínska liðið Shakhtar Donetsk er óvænt á toppnum með sjö stig eftir sigur á Chelsea í síðustu umferð en liðin mætast á ný í kvöld. Nordsjælland er neðst í riðlinum með eitt stig og þarf því að ná jákvæðum úrslitum í næstu leikjum til að eiga möguleika á að minnsta kosti þriðja sætinu sem veitir þátttökurétt í Evrópudeild UEFA eftir áramót. En þó svo að Ólafur hafi lokið leikgreiningu sinni á Juventus fyrir Nordsjælland mun hann áfram starfa fyrir liðið. „Ég fer næst til Úkraínu til að fylgjast með Shakhtar Donetsk sem verður næsti andstæðingur eftir tvær vikur," segir Ólafur. „Þetta er óneitanlega skemmtileg vinna fyrir mig og lengir tímabilið, ef svo má segja."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira