Mótið í Abu Dhabi lykillinn að titlinum Birgir Þór Harðarson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Sebastian Vettel. Nordic Photos / Getty Images Kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina er mjög mikilvægur fyrir framvindu heimsmeistaratitilbaráttunnar í ár. Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull-liðsins, hefur þrettán stiga forystu á Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, þegar þrjú mót eru eftir af tímabilinu. Alonso vonast til að geta komið Ferrari-bíl sínum fram fyrir Vettel á brautinni. Vilji Alonso eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum er það honum nauðsynlegt að hámarka árangur sinn gagnvart Vettel um helgina. Takist Vettel að vinna kappaksturinn eykur hann forystu sína í 20 stig og gerir honum síðustu mótin mun auðveldari. Eftir mótið í Abu Dhabi verður keppt í Bandaríkjunum og svo í Brasilíu. Það eru að hámarki 75 stig eftir í boði fyrir sigur í öllum þremur mótunum. Átján stig fást fyrir annað sæti og 15 stig fyrir þriðja sæti. Vettel er hins vegar ekki í rónni og segist enn vera berskjaldaður í titilbaráttunni. „Það þarf ekki mikið að fara úrskeiðis til þess að missa af stigunum sem maður er að vonast eftir," sagði Vettel. Formúla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina er mjög mikilvægur fyrir framvindu heimsmeistaratitilbaráttunnar í ár. Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull-liðsins, hefur þrettán stiga forystu á Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, þegar þrjú mót eru eftir af tímabilinu. Alonso vonast til að geta komið Ferrari-bíl sínum fram fyrir Vettel á brautinni. Vilji Alonso eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum er það honum nauðsynlegt að hámarka árangur sinn gagnvart Vettel um helgina. Takist Vettel að vinna kappaksturinn eykur hann forystu sína í 20 stig og gerir honum síðustu mótin mun auðveldari. Eftir mótið í Abu Dhabi verður keppt í Bandaríkjunum og svo í Brasilíu. Það eru að hámarki 75 stig eftir í boði fyrir sigur í öllum þremur mótunum. Átján stig fást fyrir annað sæti og 15 stig fyrir þriðja sæti. Vettel er hins vegar ekki í rónni og segist enn vera berskjaldaður í titilbaráttunni. „Það þarf ekki mikið að fara úrskeiðis til þess að missa af stigunum sem maður er að vonast eftir," sagði Vettel.
Formúla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira