Tuttugu milljarða hagnaður frá árinu 2009 Þórður skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Samherji keypti Útgerðarfélag Akureyrar af Brimi í fyrra fyrir 16,6 milljarða króna. Hér sjást Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims, greina starfsfólki frá breytingunum í fyrravor.fréttablaðið/heiða Samherji og dótturfélög högnuðust um 8,8 milljarða króna á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og velta samstæðunnar var 79,5 milljarðar króna. Þetta er besta afkoma Samherja frá upphafi samkvæmt uppgjörstilkynningu á heimasíðu Samherja sem birt var í gær. Samtals hagnaðist Samherja-samstæðan um 20,2 milljarða króna á árunum 2009 til 2011, en hún starfar í alls tíu mismunandi löndum. Alls eru rúmlega 60 prósent af starfsemi Samherja erlendis. Hagnaður samstæðunnar fyrir afborganir lána og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og jókst um 586 milljónir króna á milli ára. Samherji greiddi um 400 milljónir króna í veiðigjald til ríkissjóðs í fyrra, eða 2,2 prósent af EBITDA-hagnaði sínum. Í tilkynningunni segir að áætlanir geri ráð fyrir að veiðigjaldið verði 1,4 milljarðar króna í ár. Virði eigna Samherja hefur aukist mikið á undanförnum árum. Í árslok 2009 var virði þeirra um 64,5 milljarðar króna. Um síðustu áramót var það orðið 108,6 milljarðar króna. Aukning er um 40 prósent á tveimur árum. Eignir Samherja jukust um 26 milljarða króna á síðasta ári. Þar munar mestu um kaup á Útgerðarfélagi Akureyrar (ÚA) sem Samherji greiddi 14,3 milljarða króna fyrir. Skuldir Samherjasamstæðunnar voru 71 milljarður króna í lok síðasta árs. Þar af voru skuldir við íslenskar lánastofnanir samtals 46,5 milljarðar króna. Í tilkynningunni kemur fram að það sem af er árinu 2012 hafi þær verið greiddar niður um sex milljarða króna. Þar segir einnig að Samherji hafi hvorki fengið niðurfellingu né endurútreikning af nokkru láni og haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra og eins aðaleiganda Samherja, að samstæðan hafi heldur ekki farið fram á að lánaskilmálar nokkurs láns sem Samherji er með verði dæmdir ólöglegir. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi húsleitir hjá Samherja í mars á þessu ári vegna gruns um að félagið hefði gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. Forsvarsmenn hafa ætíð neitað sök. Hæstiréttur vísaði fyrr í þessari viku frá kröfu Samherja um að rannsóknin hafi verið ólögmæt. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði. 3. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Samherji og dótturfélög högnuðust um 8,8 milljarða króna á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og velta samstæðunnar var 79,5 milljarðar króna. Þetta er besta afkoma Samherja frá upphafi samkvæmt uppgjörstilkynningu á heimasíðu Samherja sem birt var í gær. Samtals hagnaðist Samherja-samstæðan um 20,2 milljarða króna á árunum 2009 til 2011, en hún starfar í alls tíu mismunandi löndum. Alls eru rúmlega 60 prósent af starfsemi Samherja erlendis. Hagnaður samstæðunnar fyrir afborganir lána og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og jókst um 586 milljónir króna á milli ára. Samherji greiddi um 400 milljónir króna í veiðigjald til ríkissjóðs í fyrra, eða 2,2 prósent af EBITDA-hagnaði sínum. Í tilkynningunni segir að áætlanir geri ráð fyrir að veiðigjaldið verði 1,4 milljarðar króna í ár. Virði eigna Samherja hefur aukist mikið á undanförnum árum. Í árslok 2009 var virði þeirra um 64,5 milljarðar króna. Um síðustu áramót var það orðið 108,6 milljarðar króna. Aukning er um 40 prósent á tveimur árum. Eignir Samherja jukust um 26 milljarða króna á síðasta ári. Þar munar mestu um kaup á Útgerðarfélagi Akureyrar (ÚA) sem Samherji greiddi 14,3 milljarða króna fyrir. Skuldir Samherjasamstæðunnar voru 71 milljarður króna í lok síðasta árs. Þar af voru skuldir við íslenskar lánastofnanir samtals 46,5 milljarðar króna. Í tilkynningunni kemur fram að það sem af er árinu 2012 hafi þær verið greiddar niður um sex milljarða króna. Þar segir einnig að Samherji hafi hvorki fengið niðurfellingu né endurútreikning af nokkru láni og haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra og eins aðaleiganda Samherja, að samstæðan hafi heldur ekki farið fram á að lánaskilmálar nokkurs láns sem Samherji er með verði dæmdir ólöglegir. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi húsleitir hjá Samherja í mars á þessu ári vegna gruns um að félagið hefði gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. Forsvarsmenn hafa ætíð neitað sök. Hæstiréttur vísaði fyrr í þessari viku frá kröfu Samherja um að rannsóknin hafi verið ólögmæt.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði. 3. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði. 3. nóvember 2012 08:00