Fjölskrúðugt indípopp Trausti Júlíusson skrifar 1. nóvember 2012 00:00 Born To Be Free með Borko. Borko. Born To Be Free. Kimi Records. Borkó er Björn Kristjánsson. Born to be Free er önnur platan hans í fullri lengd, en sú fyrri, Celebrating Life, kom út snemma á árinu 2008 bæði hjá Kimi Records og Morr Music í Þýskalandi. Þó að það séu komin fjögur og hálft ár frá síðustu plötu þá hefur Borkó verið mjög virkur á íslensku tónlistarsenunni undanfarið og meðal annars verið meðlimur í hljómsveitum eins og Seabear, FM Belfast og Skakkamanage. Að auki var hann á sínum tíma meðlimur í hinni merkilegu sveit Rúnk. Tónlist Borkós er frekar hæggeng og yfirveguð. Helsti styrkur plötunnar felst í fínum lagasmíðum og fjölskrúðugum útsetningum. Borkó notar margs konar hljóðfærasamsetningar. Benna Hemm Hemm-legur lúðrablástur heyrist í nokkrum lögum, strengjahljóðfæri gegna mikilvægu hlutverki og svo byggir hann skemmtilega undir sum lögin með hljómborðum og forritun. Raddútsetningarnar eru líka flottar. Eins og hjá mörgum öðrum tónlistarmönnum í dag þá má heyra áhrif í tónlist Borkós frá alls konar ólíkri tónlist úr tónlistarsögunni, allt frá 70s poppi yfir í raftónlist síðustu ára. Lögin eru misgóð, þau bestu (Born to be Free, Hold Me Now, Sing to the World?) eru frábær og það er ekkert vont lag á þessari plötu. Á heildina litið er Born to be Free stórfín plata frá vaxandi tónlistarmanni.Trausti Júlíusson Niðurstaða: Borkó snýr aftur fjórum árum seinna með fína plötu. Gagnrýni Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Borko. Born To Be Free. Kimi Records. Borkó er Björn Kristjánsson. Born to be Free er önnur platan hans í fullri lengd, en sú fyrri, Celebrating Life, kom út snemma á árinu 2008 bæði hjá Kimi Records og Morr Music í Þýskalandi. Þó að það séu komin fjögur og hálft ár frá síðustu plötu þá hefur Borkó verið mjög virkur á íslensku tónlistarsenunni undanfarið og meðal annars verið meðlimur í hljómsveitum eins og Seabear, FM Belfast og Skakkamanage. Að auki var hann á sínum tíma meðlimur í hinni merkilegu sveit Rúnk. Tónlist Borkós er frekar hæggeng og yfirveguð. Helsti styrkur plötunnar felst í fínum lagasmíðum og fjölskrúðugum útsetningum. Borkó notar margs konar hljóðfærasamsetningar. Benna Hemm Hemm-legur lúðrablástur heyrist í nokkrum lögum, strengjahljóðfæri gegna mikilvægu hlutverki og svo byggir hann skemmtilega undir sum lögin með hljómborðum og forritun. Raddútsetningarnar eru líka flottar. Eins og hjá mörgum öðrum tónlistarmönnum í dag þá má heyra áhrif í tónlist Borkós frá alls konar ólíkri tónlist úr tónlistarsögunni, allt frá 70s poppi yfir í raftónlist síðustu ára. Lögin eru misgóð, þau bestu (Born to be Free, Hold Me Now, Sing to the World?) eru frábær og það er ekkert vont lag á þessari plötu. Á heildina litið er Born to be Free stórfín plata frá vaxandi tónlistarmanni.Trausti Júlíusson Niðurstaða: Borkó snýr aftur fjórum árum seinna með fína plötu.
Gagnrýni Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira