Mýkri Pollock-bræður Trausti Júlíusson skrifar 1. nóvember 2012 00:01 Gömlu Utangarðsmennirnir, Danni og Mikki Pollock. The Pollock Brothers EP Synthadelia Synthadelia Records er ný íslensk plötuútgáfa sem sérhæfir sig í útgáfu á netinu, en framleiðir stundum nokkur eintök af geisladiskum, t.d. til að selja á tónleikum. Útgáfan hefur þegar gefið út yfir tuttugu plötur sem hægt er að kaupa á Gogoyoko og fleiri tónlistarveitum á netinu. Gömlu Utangarðsmennirnir Danni og Mikki Pollock eru á meðal þeirra sem eru á mála hjá Synthadelia. Mike er þegar búinn að gefa út tvær blúsplötur hjá útgáfunni með Sigurði Sigurðssyni, söngvara og munnhörpuleikara, sem oftast er kenndur við hljómsveitina Centaur. Synthadelia gaf líka út 30 ára afmælisútgáfu hljómsveitarinnar Bodies. Það er flottur gripur sem ætti endilega koma á disk og í almenna dreifingu. Ein af nýjustu útgáfunum er svo þessi fimm laga EP-plata þeirra Pollock-bræðra. Flestir tengja sennilega Pollock-bræður við hratt og hrátt gúanó-rokkið sem þeir spiluðu með Utangarðsmönnum og Bodies. Tónlistarlegar rætur þeirra liggja hins vegar í gömlum blús og rokki. Það er eitt frumsamið lag á EP, hin eru meðal annars eftir Bob Dylan og meðlimi Rolling Stones. Þetta eru mýkri og poppaðri Pollock-bræður. Það heyrist vel að þeir eiga vel heima í þessari tegund tónlistar. Hljómurinn er frekar hrár, Synthadelia er mjög lo-fi (low fidelity) útgáfa, en tónlistin kemst samt vel til skila. Þetta er ágæt plata frá útgáfu sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Niðurstaða: Mikki og Danni Pollock með frumsamið efni í bland við Dylan og Stones. Hægt er að hlusta á lag eftir þá hér. Gagnrýni Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
The Pollock Brothers EP Synthadelia Synthadelia Records er ný íslensk plötuútgáfa sem sérhæfir sig í útgáfu á netinu, en framleiðir stundum nokkur eintök af geisladiskum, t.d. til að selja á tónleikum. Útgáfan hefur þegar gefið út yfir tuttugu plötur sem hægt er að kaupa á Gogoyoko og fleiri tónlistarveitum á netinu. Gömlu Utangarðsmennirnir Danni og Mikki Pollock eru á meðal þeirra sem eru á mála hjá Synthadelia. Mike er þegar búinn að gefa út tvær blúsplötur hjá útgáfunni með Sigurði Sigurðssyni, söngvara og munnhörpuleikara, sem oftast er kenndur við hljómsveitina Centaur. Synthadelia gaf líka út 30 ára afmælisútgáfu hljómsveitarinnar Bodies. Það er flottur gripur sem ætti endilega koma á disk og í almenna dreifingu. Ein af nýjustu útgáfunum er svo þessi fimm laga EP-plata þeirra Pollock-bræðra. Flestir tengja sennilega Pollock-bræður við hratt og hrátt gúanó-rokkið sem þeir spiluðu með Utangarðsmönnum og Bodies. Tónlistarlegar rætur þeirra liggja hins vegar í gömlum blús og rokki. Það er eitt frumsamið lag á EP, hin eru meðal annars eftir Bob Dylan og meðlimi Rolling Stones. Þetta eru mýkri og poppaðri Pollock-bræður. Það heyrist vel að þeir eiga vel heima í þessari tegund tónlistar. Hljómurinn er frekar hrár, Synthadelia er mjög lo-fi (low fidelity) útgáfa, en tónlistin kemst samt vel til skila. Þetta er ágæt plata frá útgáfu sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Niðurstaða: Mikki og Danni Pollock með frumsamið efni í bland við Dylan og Stones. Hægt er að hlusta á lag eftir þá hér.
Gagnrýni Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira