Haukar og Akureyri mætast í dag í Schenker-höllinni á Ásvöllum í lokaleik 6. umferðar N1-deildar karla, en það lið sem vinnur leikinn mun koma sér vel fyrir í toppsæti deildarinnar.
Haukar eru eina taplausa liðið og geta náð fjögurra stiga forskoti með sigri.
Akureyringar töpuðu sínum fyrsta leik í síðustu umferð en eru með fullt hús í tveimur ferðum sínum suður á þessu tímabili. Leikurinn hefst klukkan 15.45.
