Rammaáætlun brátt úr nefnd 27. október 2012 05:00 Mörður Árnason Þingsályktunartillaga um rammaáætlun verður líklega afgreidd úr umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í næstu viku og tekin til síðari umræðu í þinginu vikuna þar á eftir. Þetta segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður, sem telur ekkert hafa komið fram við vinnu nefndarinnar sem gefi tilefni til breytinga á tillögunni. Umhverfis- og samgöngunefnd hélt í gær sameiginlegan fund með atvinnuveganefnd um rammaáætlun. Þetta var fimmti fundur nefndarinnar um tillöguna sem lögð var fram öðru sinni á þingi um miðjan september. Fyrstu umræðu um tillöguna lauk þann 27. september og hefur umhverfis- og samgöngunefnd haft hana til meðferðar síðan. „Við í nefndinni höfum enn ekki rætt formlega hver niðurstaða okkur verður en ég tel að hingað til hafi ekkert nýtt komið fram við vinnuna sem geti breytt viðhorfum manna til tillögunnar," segir Mörður og heldur áfram: „Ég tel því mestar líkur á að við leggjum til stuðning við óbreytta tillögu." Spurður hvort hann telji þingsályktunartillöguna njóta meirihlutastuðnings á þingi óbreytta svarar Mörður: „Það hefur ekki verið kannað og kemur einfaldlega í ljós. Ég tel hins vegar góður líkur á að þetta viðhorf meirihluta nefndarinnar endurspeglist svo í þinginu." Í þingsályktunartillögunni um Rammaáætlun er að finna tillögur að skiptingu virkjunarkosta hér á landi í verndar-, nýtingar- og biðflokk. Sú skipting sem þar er lögð til hefur hins vegar verið umdeild í þinginu og tókst af þeim sökum ekki að klára málið á þinginu í vor eins og til stóð. - mþl Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þingsályktunartillaga um rammaáætlun verður líklega afgreidd úr umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í næstu viku og tekin til síðari umræðu í þinginu vikuna þar á eftir. Þetta segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður, sem telur ekkert hafa komið fram við vinnu nefndarinnar sem gefi tilefni til breytinga á tillögunni. Umhverfis- og samgöngunefnd hélt í gær sameiginlegan fund með atvinnuveganefnd um rammaáætlun. Þetta var fimmti fundur nefndarinnar um tillöguna sem lögð var fram öðru sinni á þingi um miðjan september. Fyrstu umræðu um tillöguna lauk þann 27. september og hefur umhverfis- og samgöngunefnd haft hana til meðferðar síðan. „Við í nefndinni höfum enn ekki rætt formlega hver niðurstaða okkur verður en ég tel að hingað til hafi ekkert nýtt komið fram við vinnuna sem geti breytt viðhorfum manna til tillögunnar," segir Mörður og heldur áfram: „Ég tel því mestar líkur á að við leggjum til stuðning við óbreytta tillögu." Spurður hvort hann telji þingsályktunartillöguna njóta meirihlutastuðnings á þingi óbreytta svarar Mörður: „Það hefur ekki verið kannað og kemur einfaldlega í ljós. Ég tel hins vegar góður líkur á að þetta viðhorf meirihluta nefndarinnar endurspeglist svo í þinginu." Í þingsályktunartillögunni um Rammaáætlun er að finna tillögur að skiptingu virkjunarkosta hér á landi í verndar-, nýtingar- og biðflokk. Sú skipting sem þar er lögð til hefur hins vegar verið umdeild í þinginu og tókst af þeim sökum ekki að klára málið á þinginu í vor eins og til stóð. - mþl
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira