Bótatímabil sé lengt og lausn fundin 26. október 2012 06:00 Rannveig Ásgeirsdóttir Fólk þarf að að vinna saman til að leysa málefni langtímaatvinnulausra, segir formaður bæjarráðs Kópavogs. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er að verða algjör þvæla," segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um stöðuna á málefnum þeirra sem glíma við langtímaatvinnuleysi. Um áramótin stefnir í að stór hópur atvinnulausra missi réttinn til atvinnuleysisbóta og fari þá á framfærslustyrk hjá sveitarfélögunum með tilheyrandi útgjöldum fyrir þau. Rannveig gagnrýnir framgöngu ríkisvaldsins í málinu. „Við vorum kölluð með dags fyrirvara á fund um síðustu mánaðamót hjá velferðarráðuneytinu. Við héldum að þarna væru að koma fram einhverjar verulegar ákvarðanir en fundurinn var þá aðeins til að segja okkur að það væri búið að ákveða að framlengja ekki bótatímabilið hjá þessum hópi. Sveitarfélögin þyrftu að vinna hratt og komast að niðurstöðu um það hvernig þau ætluðu að bregðast við fyrir lok þessa mánaðar," segir Rannveig. Að sögn Rannveigar er óljóst hvaða fjármagn muni fylgja frá ríkinu vegna yfirfærslu fyrrgreinds hóps frá og með áramótum. „Menn voru að hugsa um að slökkva elda þegar var að brenna en hafa síðan ekki verið að nýta tímann til að finna heildarlausnir. Það er engin hugmyndaauðgi," segir bæjarráðsformaðurinn. Aðspurð kveður Rannveig lækkun tryggingargjalds og fjölgun starfa hluta þeirra lausna sem horfa eigi til. „Það þarf að fá lengingu á bótatímabilinu og aðilar að skuldbinda sig til að fara í þá vinnu sem þarf til að finna lausnir. Þetta er samfélagslegt verkefni sem við þurfum að leysa saman. Við þurfum hvert á öðru að halda." - gar Fréttir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
„Þetta er að verða algjör þvæla," segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um stöðuna á málefnum þeirra sem glíma við langtímaatvinnuleysi. Um áramótin stefnir í að stór hópur atvinnulausra missi réttinn til atvinnuleysisbóta og fari þá á framfærslustyrk hjá sveitarfélögunum með tilheyrandi útgjöldum fyrir þau. Rannveig gagnrýnir framgöngu ríkisvaldsins í málinu. „Við vorum kölluð með dags fyrirvara á fund um síðustu mánaðamót hjá velferðarráðuneytinu. Við héldum að þarna væru að koma fram einhverjar verulegar ákvarðanir en fundurinn var þá aðeins til að segja okkur að það væri búið að ákveða að framlengja ekki bótatímabilið hjá þessum hópi. Sveitarfélögin þyrftu að vinna hratt og komast að niðurstöðu um það hvernig þau ætluðu að bregðast við fyrir lok þessa mánaðar," segir Rannveig. Að sögn Rannveigar er óljóst hvaða fjármagn muni fylgja frá ríkinu vegna yfirfærslu fyrrgreinds hóps frá og með áramótum. „Menn voru að hugsa um að slökkva elda þegar var að brenna en hafa síðan ekki verið að nýta tímann til að finna heildarlausnir. Það er engin hugmyndaauðgi," segir bæjarráðsformaðurinn. Aðspurð kveður Rannveig lækkun tryggingargjalds og fjölgun starfa hluta þeirra lausna sem horfa eigi til. „Það þarf að fá lengingu á bótatímabilinu og aðilar að skuldbinda sig til að fara í þá vinnu sem þarf til að finna lausnir. Þetta er samfélagslegt verkefni sem við þurfum að leysa saman. Við þurfum hvert á öðru að halda." - gar
Fréttir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira