Bótatímabil sé lengt og lausn fundin 26. október 2012 06:00 Rannveig Ásgeirsdóttir Fólk þarf að að vinna saman til að leysa málefni langtímaatvinnulausra, segir formaður bæjarráðs Kópavogs. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er að verða algjör þvæla," segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um stöðuna á málefnum þeirra sem glíma við langtímaatvinnuleysi. Um áramótin stefnir í að stór hópur atvinnulausra missi réttinn til atvinnuleysisbóta og fari þá á framfærslustyrk hjá sveitarfélögunum með tilheyrandi útgjöldum fyrir þau. Rannveig gagnrýnir framgöngu ríkisvaldsins í málinu. „Við vorum kölluð með dags fyrirvara á fund um síðustu mánaðamót hjá velferðarráðuneytinu. Við héldum að þarna væru að koma fram einhverjar verulegar ákvarðanir en fundurinn var þá aðeins til að segja okkur að það væri búið að ákveða að framlengja ekki bótatímabilið hjá þessum hópi. Sveitarfélögin þyrftu að vinna hratt og komast að niðurstöðu um það hvernig þau ætluðu að bregðast við fyrir lok þessa mánaðar," segir Rannveig. Að sögn Rannveigar er óljóst hvaða fjármagn muni fylgja frá ríkinu vegna yfirfærslu fyrrgreinds hóps frá og með áramótum. „Menn voru að hugsa um að slökkva elda þegar var að brenna en hafa síðan ekki verið að nýta tímann til að finna heildarlausnir. Það er engin hugmyndaauðgi," segir bæjarráðsformaðurinn. Aðspurð kveður Rannveig lækkun tryggingargjalds og fjölgun starfa hluta þeirra lausna sem horfa eigi til. „Það þarf að fá lengingu á bótatímabilinu og aðilar að skuldbinda sig til að fara í þá vinnu sem þarf til að finna lausnir. Þetta er samfélagslegt verkefni sem við þurfum að leysa saman. Við þurfum hvert á öðru að halda." - gar Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
„Þetta er að verða algjör þvæla," segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um stöðuna á málefnum þeirra sem glíma við langtímaatvinnuleysi. Um áramótin stefnir í að stór hópur atvinnulausra missi réttinn til atvinnuleysisbóta og fari þá á framfærslustyrk hjá sveitarfélögunum með tilheyrandi útgjöldum fyrir þau. Rannveig gagnrýnir framgöngu ríkisvaldsins í málinu. „Við vorum kölluð með dags fyrirvara á fund um síðustu mánaðamót hjá velferðarráðuneytinu. Við héldum að þarna væru að koma fram einhverjar verulegar ákvarðanir en fundurinn var þá aðeins til að segja okkur að það væri búið að ákveða að framlengja ekki bótatímabilið hjá þessum hópi. Sveitarfélögin þyrftu að vinna hratt og komast að niðurstöðu um það hvernig þau ætluðu að bregðast við fyrir lok þessa mánaðar," segir Rannveig. Að sögn Rannveigar er óljóst hvaða fjármagn muni fylgja frá ríkinu vegna yfirfærslu fyrrgreinds hóps frá og með áramótum. „Menn voru að hugsa um að slökkva elda þegar var að brenna en hafa síðan ekki verið að nýta tímann til að finna heildarlausnir. Það er engin hugmyndaauðgi," segir bæjarráðsformaðurinn. Aðspurð kveður Rannveig lækkun tryggingargjalds og fjölgun starfa hluta þeirra lausna sem horfa eigi til. „Það þarf að fá lengingu á bótatímabilinu og aðilar að skuldbinda sig til að fara í þá vinnu sem þarf til að finna lausnir. Þetta er samfélagslegt verkefni sem við þurfum að leysa saman. Við þurfum hvert á öðru að halda." - gar
Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira