Bótatímabil sé lengt og lausn fundin 26. október 2012 06:00 Rannveig Ásgeirsdóttir Fólk þarf að að vinna saman til að leysa málefni langtímaatvinnulausra, segir formaður bæjarráðs Kópavogs. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er að verða algjör þvæla," segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um stöðuna á málefnum þeirra sem glíma við langtímaatvinnuleysi. Um áramótin stefnir í að stór hópur atvinnulausra missi réttinn til atvinnuleysisbóta og fari þá á framfærslustyrk hjá sveitarfélögunum með tilheyrandi útgjöldum fyrir þau. Rannveig gagnrýnir framgöngu ríkisvaldsins í málinu. „Við vorum kölluð með dags fyrirvara á fund um síðustu mánaðamót hjá velferðarráðuneytinu. Við héldum að þarna væru að koma fram einhverjar verulegar ákvarðanir en fundurinn var þá aðeins til að segja okkur að það væri búið að ákveða að framlengja ekki bótatímabilið hjá þessum hópi. Sveitarfélögin þyrftu að vinna hratt og komast að niðurstöðu um það hvernig þau ætluðu að bregðast við fyrir lok þessa mánaðar," segir Rannveig. Að sögn Rannveigar er óljóst hvaða fjármagn muni fylgja frá ríkinu vegna yfirfærslu fyrrgreinds hóps frá og með áramótum. „Menn voru að hugsa um að slökkva elda þegar var að brenna en hafa síðan ekki verið að nýta tímann til að finna heildarlausnir. Það er engin hugmyndaauðgi," segir bæjarráðsformaðurinn. Aðspurð kveður Rannveig lækkun tryggingargjalds og fjölgun starfa hluta þeirra lausna sem horfa eigi til. „Það þarf að fá lengingu á bótatímabilinu og aðilar að skuldbinda sig til að fara í þá vinnu sem þarf til að finna lausnir. Þetta er samfélagslegt verkefni sem við þurfum að leysa saman. Við þurfum hvert á öðru að halda." - gar Fréttir Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
„Þetta er að verða algjör þvæla," segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um stöðuna á málefnum þeirra sem glíma við langtímaatvinnuleysi. Um áramótin stefnir í að stór hópur atvinnulausra missi réttinn til atvinnuleysisbóta og fari þá á framfærslustyrk hjá sveitarfélögunum með tilheyrandi útgjöldum fyrir þau. Rannveig gagnrýnir framgöngu ríkisvaldsins í málinu. „Við vorum kölluð með dags fyrirvara á fund um síðustu mánaðamót hjá velferðarráðuneytinu. Við héldum að þarna væru að koma fram einhverjar verulegar ákvarðanir en fundurinn var þá aðeins til að segja okkur að það væri búið að ákveða að framlengja ekki bótatímabilið hjá þessum hópi. Sveitarfélögin þyrftu að vinna hratt og komast að niðurstöðu um það hvernig þau ætluðu að bregðast við fyrir lok þessa mánaðar," segir Rannveig. Að sögn Rannveigar er óljóst hvaða fjármagn muni fylgja frá ríkinu vegna yfirfærslu fyrrgreinds hóps frá og með áramótum. „Menn voru að hugsa um að slökkva elda þegar var að brenna en hafa síðan ekki verið að nýta tímann til að finna heildarlausnir. Það er engin hugmyndaauðgi," segir bæjarráðsformaðurinn. Aðspurð kveður Rannveig lækkun tryggingargjalds og fjölgun starfa hluta þeirra lausna sem horfa eigi til. „Það þarf að fá lengingu á bótatímabilinu og aðilar að skuldbinda sig til að fara í þá vinnu sem þarf til að finna lausnir. Þetta er samfélagslegt verkefni sem við þurfum að leysa saman. Við þurfum hvert á öðru að halda." - gar
Fréttir Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira