Ganga í hús og hvetja fólk til að búa sig undir jarðskjálfta 26. október 2012 08:00 Húsavík. „Óvissuástand þýðir að allir þeir sem eiga eitthvað hlutverk í viðbragðskerfi Almannavarna fara yfir sínar áætlanir og búnað," segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík. Óvissuástandi var lýst yfir af Almannavörnum á miðvikudag vegna jarðskjálftanna undanfarna viku. Skjálftarnir sem eiga upptök sín í Húsavíkurmisgenginu hafa verið að færast austur eftir misgenginu á undanförnum dögum. Um síðustu helgi var skjálftamiðjan rétt norðaustan Siglufjarðar. „Þetta misgengisbelti sem liggur þarna liggur beint undir Húsavík. Húsavík stendur nánast ofan í þessum sprungum," segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Í bænum er jarðskjálftahætta umtalsverð og það þykir alltaf alvörumál þegar þetta kerfi fer af stað." Eftir Kröflugosið árið 1984 hefur þetta skjálftakerfi verið þögult en hefur verið að vakna til lífsins á síðustu árum. Páll segir að búast megi við einum sjö stiga skjálfta þar á hverri öld. „Þessi skjálftavirkni sem var um síðustu helgi var á vesturenda misgengisins, eins langt frá Húsavík og hægt er að komast. En virknin fikraði sig til austurs á þriðjudag og miðvikudag. Það er þróun sem vert er að fylgjast með." Óvissuástandi var lýst yfir vegna þess að talið er að uppsöfnuð spenna í misgenginu sé næg til að framkalla 6,9 stiga jarðskjálfta. „Það er bara spurning hvort við séum farin að nálgast brotmörk misgengisins og hvort það fari að hrökkva. Það vitum við sáralítið um og getum því ekki spáð einhverju sérstöku," segir Páll. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
„Óvissuástand þýðir að allir þeir sem eiga eitthvað hlutverk í viðbragðskerfi Almannavarna fara yfir sínar áætlanir og búnað," segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík. Óvissuástandi var lýst yfir af Almannavörnum á miðvikudag vegna jarðskjálftanna undanfarna viku. Skjálftarnir sem eiga upptök sín í Húsavíkurmisgenginu hafa verið að færast austur eftir misgenginu á undanförnum dögum. Um síðustu helgi var skjálftamiðjan rétt norðaustan Siglufjarðar. „Þetta misgengisbelti sem liggur þarna liggur beint undir Húsavík. Húsavík stendur nánast ofan í þessum sprungum," segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Í bænum er jarðskjálftahætta umtalsverð og það þykir alltaf alvörumál þegar þetta kerfi fer af stað." Eftir Kröflugosið árið 1984 hefur þetta skjálftakerfi verið þögult en hefur verið að vakna til lífsins á síðustu árum. Páll segir að búast megi við einum sjö stiga skjálfta þar á hverri öld. „Þessi skjálftavirkni sem var um síðustu helgi var á vesturenda misgengisins, eins langt frá Húsavík og hægt er að komast. En virknin fikraði sig til austurs á þriðjudag og miðvikudag. Það er þróun sem vert er að fylgjast með." Óvissuástandi var lýst yfir vegna þess að talið er að uppsöfnuð spenna í misgenginu sé næg til að framkalla 6,9 stiga jarðskjálfta. „Það er bara spurning hvort við séum farin að nálgast brotmörk misgengisins og hvort það fari að hrökkva. Það vitum við sáralítið um og getum því ekki spáð einhverju sérstöku," segir Páll. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira