Enn tiplað á tánum í kring um Grástein 25. október 2012 08:00 Grásteinn Álfasteinninn í landi Keldna er bæði tvíklofinn og á haus eftir fyrri flutninga vegna vegaframkvæmda. Að þessu sinni er nýr göngu- og hjólastígur sveigður framhjá Grásteini.Fréttablaðið/GVA „Okkur dettur ekki í hug að hreyfa við álfasteininum," segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg um lagningu nýs hjóla- og göngustígs fram hjá Grásteini við Vesturlandsveg. Grásteinn, sem er í landi Keldna í Grafarvogi, hefur verið talinn bústaður álfa. Vafasamt þykir að stugga við slíkum stöðum. Reyndist það að minnsta kosti dýrkeypt þegar áður hefur verið átt við Grástein vegna vegaframkvæmda. „Þá var komist að samkomulagi við álfana," segir Ólafur um hinar fornu væringar. Og þess vegna sveigir nýi hjóla- og göngustígurinn framhjá klettinum. Hinum megin steinsins er reiðstígur fyrir hestamenn. „Við vitum að sjálfsögðu vel af því að steinninn á sína sögu. Okkur fannst ekki sérstök ástæða til að hafa samband við álfana núna fyrst við erum ekkert að hrófla við steininum," segir Ólafur. Álfasteinninn var fyrst færður til árið 1970 þegar unnið var að lagningu Vesturlandsvegar. Í Morgunblaðinu 15. janúar 1999 segir frá því að steinninn, sem áætlaður var fimmtíu tonn að þyngd, hafi klofnað í tvennt við þær tilfæringar og endað á hvolfi. Vitnað var til verkfræðings sem starfaði að vegagerðinni á þeim tíma og haft eftir honum að eitt óhapp hefði orðið í kjölfar þess að steinninn var fluttur í fyrra skiptið. Ýtustjóri hefði óvart rofið vatnslögn og þúsundir silungaseiða í fiskeldisstöð drepist. Þegar Vesturlandsvegur var tvöfaldaður á þessum slóðum árið 1999 var Grásteinn aftur færður til. Hafði Morgunblaðið eftir Helga Hallgrímssyni vegamálastjóra að tvær meginástæður hefðu ráðið því að steinninn var fluttur. Annars vegar væri hann skemmtilegt kennileiti og hins vegar sögusagnirnar um álfabyggð í steininum. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
„Okkur dettur ekki í hug að hreyfa við álfasteininum," segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg um lagningu nýs hjóla- og göngustígs fram hjá Grásteini við Vesturlandsveg. Grásteinn, sem er í landi Keldna í Grafarvogi, hefur verið talinn bústaður álfa. Vafasamt þykir að stugga við slíkum stöðum. Reyndist það að minnsta kosti dýrkeypt þegar áður hefur verið átt við Grástein vegna vegaframkvæmda. „Þá var komist að samkomulagi við álfana," segir Ólafur um hinar fornu væringar. Og þess vegna sveigir nýi hjóla- og göngustígurinn framhjá klettinum. Hinum megin steinsins er reiðstígur fyrir hestamenn. „Við vitum að sjálfsögðu vel af því að steinninn á sína sögu. Okkur fannst ekki sérstök ástæða til að hafa samband við álfana núna fyrst við erum ekkert að hrófla við steininum," segir Ólafur. Álfasteinninn var fyrst færður til árið 1970 þegar unnið var að lagningu Vesturlandsvegar. Í Morgunblaðinu 15. janúar 1999 segir frá því að steinninn, sem áætlaður var fimmtíu tonn að þyngd, hafi klofnað í tvennt við þær tilfæringar og endað á hvolfi. Vitnað var til verkfræðings sem starfaði að vegagerðinni á þeim tíma og haft eftir honum að eitt óhapp hefði orðið í kjölfar þess að steinninn var fluttur í fyrra skiptið. Ýtustjóri hefði óvart rofið vatnslögn og þúsundir silungaseiða í fiskeldisstöð drepist. Þegar Vesturlandsvegur var tvöfaldaður á þessum slóðum árið 1999 var Grásteinn aftur færður til. Hafði Morgunblaðið eftir Helga Hallgrímssyni vegamálastjóra að tvær meginástæður hefðu ráðið því að steinninn var fluttur. Annars vegar væri hann skemmtilegt kennileiti og hins vegar sögusagnirnar um álfabyggð í steininum. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira