Tekist á um hve margir fá að velja á framboðslista 25. október 2012 07:30 formannskjör Höskuldur, Sigmundur Davíð og Páll Magnússon buðu sig allir fram til formanns árið 2009. Sumir heimildarmanna blaðsins líta á slaginn í Norðausturkjördæmi sem framhald af þeirri baráttu.fréttbalaðið/anton Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi tekur ákvörðun um það um helgina hvaða leið verður farin til að velja á framboðslista fyrir næstu Alþingiskosningar. Tveir gefa kost á sér í efsta sæti; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður kjördæmisins. Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki útilokað að tillaga um það komi fram í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Sigmundur og fylgismenn hans hlynntir því að tvöfalt kjördæmisþing velji á lista. Í herbúðum Höskuldur og hans fólks er hins vegar vilji fyrir að fara í póstkosningu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sömu heimildir herma að von sé á átakafundi um helgina. Stuðningsmenn Höskuldar telja hann eiga mun meiri möguleika á sigri því fleiri sem taka þátt. Höskuldur nýtur mests stuðnings á þéttbýlasta svæðinu, í kringum Eyjafjörðinn. Sigmundur Davíð sækir hins vegar meiri stuðning á Austurland. Það var fyrir hvatningu þaðan að hann ákvað að gefa kost á sér í formannsembættið á sínum tíma og hann var hvattur til að bjóða sig fram í kjördæminu þá. Reykjavík varð þó fyrir valinu „að sinni" eins og segir í yfirlýsingu hans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slagurinn á milli þeirra tveggja sé orðinn mjög harður. Sumir líta á hann sem framhald af átökum þeirra um formannsstólinn. Stuðningsmenn Höskuldar reyna að stilla málinu þannig upp að um baráttu tveggja einstaklinga um efsta sæti á lista sé að ræða og vísa í rætur Höskuldar í kjördæminu. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs vísa hins vegar í að það muni veikja flokkinn mjög ef formaður lúti í lægra haldi. Kjördæmisþingið um helgina verður því að sumu leyti mæling á styrk þeirra innan stofnana flokksins. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi tekur ákvörðun um það um helgina hvaða leið verður farin til að velja á framboðslista fyrir næstu Alþingiskosningar. Tveir gefa kost á sér í efsta sæti; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður kjördæmisins. Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki útilokað að tillaga um það komi fram í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Sigmundur og fylgismenn hans hlynntir því að tvöfalt kjördæmisþing velji á lista. Í herbúðum Höskuldur og hans fólks er hins vegar vilji fyrir að fara í póstkosningu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sömu heimildir herma að von sé á átakafundi um helgina. Stuðningsmenn Höskuldar telja hann eiga mun meiri möguleika á sigri því fleiri sem taka þátt. Höskuldur nýtur mests stuðnings á þéttbýlasta svæðinu, í kringum Eyjafjörðinn. Sigmundur Davíð sækir hins vegar meiri stuðning á Austurland. Það var fyrir hvatningu þaðan að hann ákvað að gefa kost á sér í formannsembættið á sínum tíma og hann var hvattur til að bjóða sig fram í kjördæminu þá. Reykjavík varð þó fyrir valinu „að sinni" eins og segir í yfirlýsingu hans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slagurinn á milli þeirra tveggja sé orðinn mjög harður. Sumir líta á hann sem framhald af átökum þeirra um formannsstólinn. Stuðningsmenn Höskuldar reyna að stilla málinu þannig upp að um baráttu tveggja einstaklinga um efsta sæti á lista sé að ræða og vísa í rætur Höskuldar í kjördæminu. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs vísa hins vegar í að það muni veikja flokkinn mjög ef formaður lúti í lægra haldi. Kjördæmisþingið um helgina verður því að sumu leyti mæling á styrk þeirra innan stofnana flokksins. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira