Ráðhúsið óhentugt til að telja atkvæði 23. október 2012 07:45 Atkvæði greidd Formaður landskjörstjórnar segir þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa gengið þokkalega fyrir utan tafir á talningu í Reykjavíkurkjördæmi norður. fréttablaðið/pjetur „Ég mundi segja að þessar kosningar hafi gengið mjög vel fyrir sig," segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Talning gekk hægt í kjördæminu og var ekki lokið fyrr en undir miðnætti á sunnudag. Í öðrum kjördæmum lauk talningu aðfaranótt sunnudagsins. Katrín segir ástæðuna fyrir töfunum liggja í húsnæðinu. Talið er í sal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar eru öll húsgögn boltuð niður og ekki hægt að raða þeim upp á nýtt. Þá sé salurinn lítill og mikil þrengsli í honum. „Þetta gerði það að verkum að við gátum aðeins látið eina spurningu fara í gegn í einu og klárað hana alveg í staðinn fyrir að geta verið með flæði þannig að um leið og fyrsta væri búin væri hægt að setja næstu í gang í hluta salarins eins og gert var í öðrum kjördæmum. Þetta gátum við ekki vegna þessara þrengsla, því annars hefði allt getað farið í rugl. Þetta gerði það að verkum að þegar búið var að flokka og á meðan verið var að telja, þá sat fólkið aðgerðarlaust í smátíma." Fyrir kosningarnar var rætt um að nota tölvur í talningunni vegna þrengslanna. Katrín segir að prófanir hafi sýnt að sú leið var ekki nógu áreiðanleg. „Við vissum það þegar þessi leið var valin að þetta mundi taka lengri tíma. Þess vegna ákváðum við að í staðinn fyrir að halda fólki kannski fram til hádegis næsta dag að taka hlé um þrjúleytið og fólk fór heim og við mættum aftur til leiks úthvíld um eitt leytið." Katrín segir borgarstjórnarsalinn óhentugan, sérstaklega í kosningum eins og þessum þar sem sex spurningar voru á kjörseðlinum. „Næst munum við hugleiða allverulega hvort Ráðhúsið sé rétti vettvangurinn. Þetta er eitthvað sem við skoðum, en það er hefð fyrir því að nota Ráðhúsið." Freyr Ófeigsson, formaður landskjörstjórnar, segir talningu í höndum einstakra kjörstjórna og þær taki sér þann tíma sem þær þurfi. Talningin í Reykjavík norður komi ekki á sitt borð nema kært verði. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Sjá meira
„Ég mundi segja að þessar kosningar hafi gengið mjög vel fyrir sig," segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Talning gekk hægt í kjördæminu og var ekki lokið fyrr en undir miðnætti á sunnudag. Í öðrum kjördæmum lauk talningu aðfaranótt sunnudagsins. Katrín segir ástæðuna fyrir töfunum liggja í húsnæðinu. Talið er í sal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar eru öll húsgögn boltuð niður og ekki hægt að raða þeim upp á nýtt. Þá sé salurinn lítill og mikil þrengsli í honum. „Þetta gerði það að verkum að við gátum aðeins látið eina spurningu fara í gegn í einu og klárað hana alveg í staðinn fyrir að geta verið með flæði þannig að um leið og fyrsta væri búin væri hægt að setja næstu í gang í hluta salarins eins og gert var í öðrum kjördæmum. Þetta gátum við ekki vegna þessara þrengsla, því annars hefði allt getað farið í rugl. Þetta gerði það að verkum að þegar búið var að flokka og á meðan verið var að telja, þá sat fólkið aðgerðarlaust í smátíma." Fyrir kosningarnar var rætt um að nota tölvur í talningunni vegna þrengslanna. Katrín segir að prófanir hafi sýnt að sú leið var ekki nógu áreiðanleg. „Við vissum það þegar þessi leið var valin að þetta mundi taka lengri tíma. Þess vegna ákváðum við að í staðinn fyrir að halda fólki kannski fram til hádegis næsta dag að taka hlé um þrjúleytið og fólk fór heim og við mættum aftur til leiks úthvíld um eitt leytið." Katrín segir borgarstjórnarsalinn óhentugan, sérstaklega í kosningum eins og þessum þar sem sex spurningar voru á kjörseðlinum. „Næst munum við hugleiða allverulega hvort Ráðhúsið sé rétti vettvangurinn. Þetta er eitthvað sem við skoðum, en það er hefð fyrir því að nota Ráðhúsið." Freyr Ófeigsson, formaður landskjörstjórnar, segir talningu í höndum einstakra kjörstjórna og þær taki sér þann tíma sem þær þurfi. Talningin í Reykjavík norður komi ekki á sitt borð nema kært verði. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Sjá meira