Efnafræðingurinn syngjandi 20. október 2012 11:00 Eilífur þeytingur um allan heim tekur sinn toll af söngvurum, segir baritónsöngvarinn. Flugferðir fara ekki vel með röddina og flakk á milli tímabelta getur gert menn úrvinda. „En á móti kemur að maður fær að sjá heiminn.“ Fréttablaðið/anton Íransk-bandaríski baritónsöngvarinn Anooshah Golesorki fer með hlutverk Luna greifa í uppfærslu Íslensku óperunnar á Il Trovatore, sem frumsýnd verður í Hörpu í kvöld. Golesorki er efnafræðingur að mennt en eftir viðdvöl á tilraunastofum og í viðskiptalífinu hefur leið hans legið um helstu óperuhús heims. Anooshah Golesorki ætlaði að sleppa æfingu þegar fundum okkar bar saman á fimmtudag. Hann var með flensu og röddin ekki upp á sitt besta. En hann er viss um að hann verði búinn að ná sér fyrir frumsýningu Íslensku óperunnar á Il Trovatore eftir Verdi í Hörpu á laugardag, þar sem hann syngur hlutverk Luna greifa. Það kemur sér vel að hann hefur sungið hlutverkið margoft og kann það í þaula. „Þetta er krefjandi hlutverk,“ segir hann og sötrar á tei til að mýkja hálsinn. „Þetta er líka erfið ópera. Ég hef heyrt það haft eftir bæði Caruso og Toscanini að Il Trovatore sé afar auðveld í uppsetningu, svo framarlega sem maður hafi yfir að ráða fimm bestu söngvurum heims. En mér finnst Halldóri Laxness leikstjóra hafa tekist mjög vel upp í þessari uppfærslu.“Heimurinn er sviðið Golesorki segir að sig hafi lengi langað að koma til Íslands en ekki haft tækifæri til þess fyrr en nú. „Fyrir nokkrum árum söng ég með Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni og það tókst með okkur góður vinskapur. Hann sagðist mundu ná mér til Íslands fyrr eða síðar og fyrir ekki svo löngu sendi hann mér tölvupóst og sagðist hafa nefnt nafn mitt við Stefán Baldursson óperustjóra, Hann kom okkur tveimur í samband og þannig atvikaðist það að ég tók að mér hlutverk Luna greifa í þessari uppfærslu.“ Golesorki á að baki afar farsælan feril. Hann hefur sungið í helstu tónlistarhúsum heims og fram undan er þéttskipuð dagskrá. Hann segir þetta eilífa flakk hafa kosti og galla. „Þetta hefur greinileg áhrif á röddina. Stöðugar flugferðir þurrka upp slímhúðina í munni og stöðugur þeytingur á milli tímabelta getur gert mann úrvinda. Allt tekur þetta sinn toll. Þetta er hins vegar aðeins önnur hliðin á peningnum. Það eru tvær leiðir til að sinna þessari vinnu. Önnur er að komast á fastan samning hjá óperuhúsi og syngja þar. Þessu fylgir ákveðið öryggi en á hinn bóginn sér maður ekki heiminn og möguleikar manns á velgengni eru minni en þegar maður ferðast á milli óperuhúsa heimsins. Fæst óperuhús nú til dags eru með fastráðinn hóp heldur ráða söngvara fyrir hverja sýningu, eins og hér.“Var haldið frá tónlist í æsku Bakgrunnur Golesorki er um margt óvenjulegur fyrir óperusöngvara. Hann er fæddur í Íran en fluttist ungur til Bandaríkjanna þar sem hann ólst upp. Hann stefndi aldrei á að verða söngvari og segir það hafa gerst fyrir hálfgerða tilviljun en stefndi þess í stað á feril í efnafræði. „Margir, ef ekki flestir, í þessum bransa byrja mjög ungir að syngja, til dæmis í kór. Því var öfugt farið með mig. Foreldrar mínir voru meðal annars tónlistarmenn en héldu mér markvisst frá því í þeirri von að ég fyndi mér „alvöru“ vinnu, sem gæfi vel í aðra hönd. Ég nam ekki tónlist fyrr en ég fór í háskóla. Þar lagði ég stund á tónsmíðar og leiklist af þeirri einföldu ástæðu að mér fannst það gaman. Efnafræðin var það sem ætlaði að leggja fyrir mig; hún var dálítið þurr en ég ætlaði mér svo sannarlega að verða vísindamaður.“ Það var hins vegar á háskólaárunum sem Golesorki uppgötvaði að hann gat sungið. „Kvöld eitt var ég á heimleið með vinkonu minni sem var söngkona. Ég hafði fengið mér neðan í því og byrjaði að syngja úti á götu. Hún stakk upp á að ég færi til söngkennara. Ég stakk upp á að hún færi til geðlæknis. En hún hélt áfram að þrýsta á mig og það endaði á að ég fór í raddprufur fyrir uppfærslu sem átti að setja upp og ég komst inn. Athugaðu að þetta var tækniskóli, ekki listaskóli, og ég er enn þann dag í dag sannfærður um að ástæðan fyrir því að ég komst áfram var sú að það var leitun að mönnum sem gátu hugsað sér að syngja á sviði, ekki vegna þess að ég hafi verið sérstaklega góður.“Varð ómeðvitað söngvari Þarna fékk Golesorki söngbakteríuna, sem stigmagnaðist næstu árin. Hann fór í söngnám meðfram vinnu og söng í fyrsta sinn sem atvinnusöngvari á sviði árið 1988. Samt stóð ekki til af hans hálfu að verða söngvari. „Aldeilis ekki, ég ætlaði að gera allt annað. Eftir nokkur ár á tilraunastofunni sneri ég mér að fjármálageiranum. Árið 1991 flutti ég til Evrópu og fór að vinna fyrir svissneskan kaupsýslumann, auk þess að taka að mér eitt og eitt sönghlutverk. Það vatt upp á sig og árið 1993 áttaði ég mig á því að söngurinn var farinn að skipa það stóran sess að ég hafði ekki tíma fyrir hina vinnuna. Ég var orðinn atvinnusöngvari í fullu starfi án þess að gera mér grein fyrir því. Sjálfsagt hef ég alltaf stefnt í þessa átt, meðvitað eða ómeðvitað. En þarna tók ég ákvörðun um að einbeita mér alfarið að söngnum. Og hér er ég í dag.“ bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Íransk-bandaríski baritónsöngvarinn Anooshah Golesorki fer með hlutverk Luna greifa í uppfærslu Íslensku óperunnar á Il Trovatore, sem frumsýnd verður í Hörpu í kvöld. Golesorki er efnafræðingur að mennt en eftir viðdvöl á tilraunastofum og í viðskiptalífinu hefur leið hans legið um helstu óperuhús heims. Anooshah Golesorki ætlaði að sleppa æfingu þegar fundum okkar bar saman á fimmtudag. Hann var með flensu og röddin ekki upp á sitt besta. En hann er viss um að hann verði búinn að ná sér fyrir frumsýningu Íslensku óperunnar á Il Trovatore eftir Verdi í Hörpu á laugardag, þar sem hann syngur hlutverk Luna greifa. Það kemur sér vel að hann hefur sungið hlutverkið margoft og kann það í þaula. „Þetta er krefjandi hlutverk,“ segir hann og sötrar á tei til að mýkja hálsinn. „Þetta er líka erfið ópera. Ég hef heyrt það haft eftir bæði Caruso og Toscanini að Il Trovatore sé afar auðveld í uppsetningu, svo framarlega sem maður hafi yfir að ráða fimm bestu söngvurum heims. En mér finnst Halldóri Laxness leikstjóra hafa tekist mjög vel upp í þessari uppfærslu.“Heimurinn er sviðið Golesorki segir að sig hafi lengi langað að koma til Íslands en ekki haft tækifæri til þess fyrr en nú. „Fyrir nokkrum árum söng ég með Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni og það tókst með okkur góður vinskapur. Hann sagðist mundu ná mér til Íslands fyrr eða síðar og fyrir ekki svo löngu sendi hann mér tölvupóst og sagðist hafa nefnt nafn mitt við Stefán Baldursson óperustjóra, Hann kom okkur tveimur í samband og þannig atvikaðist það að ég tók að mér hlutverk Luna greifa í þessari uppfærslu.“ Golesorki á að baki afar farsælan feril. Hann hefur sungið í helstu tónlistarhúsum heims og fram undan er þéttskipuð dagskrá. Hann segir þetta eilífa flakk hafa kosti og galla. „Þetta hefur greinileg áhrif á röddina. Stöðugar flugferðir þurrka upp slímhúðina í munni og stöðugur þeytingur á milli tímabelta getur gert mann úrvinda. Allt tekur þetta sinn toll. Þetta er hins vegar aðeins önnur hliðin á peningnum. Það eru tvær leiðir til að sinna þessari vinnu. Önnur er að komast á fastan samning hjá óperuhúsi og syngja þar. Þessu fylgir ákveðið öryggi en á hinn bóginn sér maður ekki heiminn og möguleikar manns á velgengni eru minni en þegar maður ferðast á milli óperuhúsa heimsins. Fæst óperuhús nú til dags eru með fastráðinn hóp heldur ráða söngvara fyrir hverja sýningu, eins og hér.“Var haldið frá tónlist í æsku Bakgrunnur Golesorki er um margt óvenjulegur fyrir óperusöngvara. Hann er fæddur í Íran en fluttist ungur til Bandaríkjanna þar sem hann ólst upp. Hann stefndi aldrei á að verða söngvari og segir það hafa gerst fyrir hálfgerða tilviljun en stefndi þess í stað á feril í efnafræði. „Margir, ef ekki flestir, í þessum bransa byrja mjög ungir að syngja, til dæmis í kór. Því var öfugt farið með mig. Foreldrar mínir voru meðal annars tónlistarmenn en héldu mér markvisst frá því í þeirri von að ég fyndi mér „alvöru“ vinnu, sem gæfi vel í aðra hönd. Ég nam ekki tónlist fyrr en ég fór í háskóla. Þar lagði ég stund á tónsmíðar og leiklist af þeirri einföldu ástæðu að mér fannst það gaman. Efnafræðin var það sem ætlaði að leggja fyrir mig; hún var dálítið þurr en ég ætlaði mér svo sannarlega að verða vísindamaður.“ Það var hins vegar á háskólaárunum sem Golesorki uppgötvaði að hann gat sungið. „Kvöld eitt var ég á heimleið með vinkonu minni sem var söngkona. Ég hafði fengið mér neðan í því og byrjaði að syngja úti á götu. Hún stakk upp á að ég færi til söngkennara. Ég stakk upp á að hún færi til geðlæknis. En hún hélt áfram að þrýsta á mig og það endaði á að ég fór í raddprufur fyrir uppfærslu sem átti að setja upp og ég komst inn. Athugaðu að þetta var tækniskóli, ekki listaskóli, og ég er enn þann dag í dag sannfærður um að ástæðan fyrir því að ég komst áfram var sú að það var leitun að mönnum sem gátu hugsað sér að syngja á sviði, ekki vegna þess að ég hafi verið sérstaklega góður.“Varð ómeðvitað söngvari Þarna fékk Golesorki söngbakteríuna, sem stigmagnaðist næstu árin. Hann fór í söngnám meðfram vinnu og söng í fyrsta sinn sem atvinnusöngvari á sviði árið 1988. Samt stóð ekki til af hans hálfu að verða söngvari. „Aldeilis ekki, ég ætlaði að gera allt annað. Eftir nokkur ár á tilraunastofunni sneri ég mér að fjármálageiranum. Árið 1991 flutti ég til Evrópu og fór að vinna fyrir svissneskan kaupsýslumann, auk þess að taka að mér eitt og eitt sönghlutverk. Það vatt upp á sig og árið 1993 áttaði ég mig á því að söngurinn var farinn að skipa það stóran sess að ég hafði ekki tíma fyrir hina vinnuna. Ég var orðinn atvinnusöngvari í fullu starfi án þess að gera mér grein fyrir því. Sjálfsagt hef ég alltaf stefnt í þessa átt, meðvitað eða ómeðvitað. En þarna tók ég ákvörðun um að einbeita mér alfarið að söngnum. Og hér er ég í dag.“ bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira