Ágreiningur áfram um útfærsluna 20. október 2012 10:00 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að loknum blaðamannafundi í Brussel. nordicphotos/AFP Leiðtogar Evrópusambandsins náðu ekki samkomulagi um að bankabandalag með sameiginlegu bankaeftirliti evruríkjanna verði að veruleika fyrir áramótin, eins og Francois Hollande Frakklandsforseti hafði vonast til. Hins vegar ákváðu þeir að fyrir áramótin yrðu þeir búnir að semja um regluverk nýja bankabandalagsins, sem taki síðan til starfa einhvern tímann á næsta ári. Með bankabandalaginu fylgir sá möguleiki að stöðugleikasjóður ESB komi bönkum aðildarríkjanna til hjálpar, en Spánverjar og fleiri evruríki bíða spennt eftir þeirri lausn á sínum fjárhagsvanda. „Markmiðið er mjög einfalt: Við viljum rjúfa tengslin milli stjórnar – og stundum óstjórnar – bankanna og afleiðinga hennar fyrir fjárlög ríkjanna," sagði Elio di Rupo, forsætisráðherra Hollands. Enn eru afar skiptar skoðanir um útfærsluna, en leiðtogarnir búa sig nú undir langa og stranga helgi seint í nóvember þegar næsti leiðtogafundur verður haldinn. Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, sagðist hins vegar ánægður með að andrúmsloftið hefði breyst. Nú hefðu Grikkir fengið fullvissu fyrir því að þurfa ekki að yfirgefa evrusvæðið. Grikkir hafa þó ekki enn tryggt sér það viðbótarframlag frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem þeir þurfa að fá fyrir 16. nóvember. Þann dag tæmist ríkissjóður Grikklands, fáist ekki frekari aðstoð.- gb Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins náðu ekki samkomulagi um að bankabandalag með sameiginlegu bankaeftirliti evruríkjanna verði að veruleika fyrir áramótin, eins og Francois Hollande Frakklandsforseti hafði vonast til. Hins vegar ákváðu þeir að fyrir áramótin yrðu þeir búnir að semja um regluverk nýja bankabandalagsins, sem taki síðan til starfa einhvern tímann á næsta ári. Með bankabandalaginu fylgir sá möguleiki að stöðugleikasjóður ESB komi bönkum aðildarríkjanna til hjálpar, en Spánverjar og fleiri evruríki bíða spennt eftir þeirri lausn á sínum fjárhagsvanda. „Markmiðið er mjög einfalt: Við viljum rjúfa tengslin milli stjórnar – og stundum óstjórnar – bankanna og afleiðinga hennar fyrir fjárlög ríkjanna," sagði Elio di Rupo, forsætisráðherra Hollands. Enn eru afar skiptar skoðanir um útfærsluna, en leiðtogarnir búa sig nú undir langa og stranga helgi seint í nóvember þegar næsti leiðtogafundur verður haldinn. Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, sagðist hins vegar ánægður með að andrúmsloftið hefði breyst. Nú hefðu Grikkir fengið fullvissu fyrir því að þurfa ekki að yfirgefa evrusvæðið. Grikkir hafa þó ekki enn tryggt sér það viðbótarframlag frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem þeir þurfa að fá fyrir 16. nóvember. Þann dag tæmist ríkissjóður Grikklands, fáist ekki frekari aðstoð.- gb
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira